Færsluflokkur: Bloggar

Lostinn

Góðan dag!

Byrti hér ljóðið Lostinn eftir séra Guðmund Karl Brynjarsson

Lostinn

er ljósfælin hugmynd

sem leitast við 

að verða veruleikanum að bráð.

 

Gott að muna alla daga!

                     Halldóra Ásgeirsdóttir.


Ljóð úr ljóðabókinni Fylgd

Góðan dag!

Set hér inn ljóð eftir  séra Guðmund Karl Brynjarsson prest í Lindakirkju.

Stormurinn

braust inn um miðja nótt

og í miðjum storminum 

var sólríkur garður

og í miðjum garðinum

var tré.

 

Það er svo margt í lífinu sem getur glatt.Eitt lítið tré eða fallegt blóm

geta fært þér gleði.Vona að á vegi þínum í dag verði fallegt tré.

 

         Guð gefi þér góðan dag!

 

                 Halldóra Ásgeirsdóttir.

 

 

 


Hugleiðing dagsins

Sæl og blessuð kæru lesendur!

Á þessum degi langar mig til. Þess að  kvetja okkur öll til að fylla á okkar andlegu tanka.Við getum gert það með ymsu móti,sumir þurfa að taka sig á  og hvíla sig og passa upp á svefn,aðrir hefðu gott af því að fá sér göngutúr eða fara í sund t,d.Það eru ymsar leiðir til. En mig langar að benda á bænina.Bænin er samtal við Drottinn Guð og færir okkur blessun og kyrrð í hjartað.Drottinn Guð skapaði himinn og jörð og svo skapaði hann manninn og konuna.Hann gerði það til að geta átt samband við sköpun sína,okkur.Hann gaf okkur vit meðal annars til að  geta átt samveru við aðra og Guð. það eru svo mörg gullkorn í Biblíunni sem  gera okkur gott að lesa og taka til okkar. Eins og þetta. Ég er með ykkur alla daga allt til enda veraldar! Hvað er betra í lífinu þegar á reynir en að hafa einhvern sterkari  með sér á lífsgöngunni? það stendur líka svo fallega Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá. Og eitt í viðbót úr hinni helgu bók :Minn frið gef ég ykkur ekki gef ég eins og heimurinn gefur.

Þetta eru örfáir þankar á þessum fallega degi og mig langar til að deila þeim með þér.

 Guð gefi þér góðan og yndislegan dag!

                    Halldóra Ásgeirsdóttir.

 


Á nýju ári

Góðn dag1

Á nýju ári er gott að mega fela sig og sitt í Guðs hendur og það geri ég með þessu ljóði Mattíasar Jocumssonar

Í hendi Guðs er hver ein tíð

í hendi Guðs er allt vort stríð

hið minnsta happ hið mesta fár

hið mikla djúp hið litla tár.

Í almáttugri hendi hans 

r hagur þessa kalda lands

vor vagga,braut,vor byggð og gröf

þótt búum við hin ýstu höf.

 

   Felum okkur í Guðs hendur.

 

              Halldóra.

 


Lostinn Ljóð

Góðan dag!

Hér er ljóð úr ljóðabókinni Hvolf eftir Séra Guðmund Karl Brynjarsson

LOSTINN

er ljós fælni hugmynd

sem leitast við

að verða veruleikanum að bráð.

 

Svo mörg voru þau orð og verð umhugsunar.

 

                         Halldóra Ásgeirasdóttir.


Um öfundina

Sæl og blessuð öll!

Hér er ljóð eftir séra Guðmund  Karl Brynjarsson

 ÖFUNDIN

er afundin,ósátt

og á aldrei nóg af neinu

nema tíma.

                Gott til að minna sig á að vera þakklátur.

 

                           Halldóra Ásgeirsdóttir.


Hugleiðing dagsins

Góðan dag!

Vers dagsins er úr Jesaja 59

Sjá hönd Drottins er ekki svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans ekki svo þykkt að hann heyri ekki.

í hverjum vanda og í hverri neyð er Drottinn á vaktinni og heyrir bæna ákall þitt.Hann mun milda og grípa inn í þínar aðstæður og vera þér nálægur.Biðjið og yður mun gefast segir í helgu bók,og það er einmitt málið að nota þessa einföldu leið að hjarta Guðs.

Bænin má aldrei bresta þig

búin er freisting ymislig

þá líf og sál er lúð og þjáð

lykill er hún að Drottins náð.

Hallgrímur  Pétursson.

                          Njótið dagsins í Guðs friði

                                 Halldóra

 


Innleggið inn í daginn

Goðan dag! 

Hér er uppörfun dagsins:

Fel  Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá Sálm,37:5

Jesús sagði: Ég er góði hirðirinn  og þekki mína og mínir þekkja mig. Jóh.10:14

Veistu, Jesús þekkir þig með nafni og vill vera vinur þinn!

 

           Guð veri með þér!

                             Halldóra Ásgeirsdóttir.


Kosninga hugleiðingar

Heil og sæl gott fólk!

það styttist í kosninga daginn og vafalaust margir búnir að gera upp hug sinn.Svo eru aðrir sem eru enn að velta vöngum yfir því. Ég sakna þess hvað það kemur lítið fram hvaða bók staf flokkarnir hafa.Man bara eftir XB ogXD það helgast kannski mest af því að sjálfstæðis menn eru með húsnæði hér á næstu grösum og það fer ekki framhjá manni þeirra bókstafur.Svo er nú líka D í mínu nafni,En ég get trúað ykkur fyrir því að ekki hefur það fest í mínu minni hvaða bók staf hinir eru með.við ættum líka að bæta kosningunum við bænir okkar og biðja Guð um að setja leiðtoga þjóðarinnar eftir sínu hjarta.Já og svo fylgjum við kosningunni eftir með því að biðja áfram fyrir þeim og verkum þeirra.

Svo liggur það mér á hjarta sáð við öll biðjum vernd og blessun Guðs yfir land og þjóð.

Guð heyrir bænir!

              Með kveðju

                Halldóra.


Smá hugleiðingar um platumbúðir

sæl og blessuð gott fólk.

Var að lesa grein um skaðsemi platumbúða.Og að efni úr plastinu getur hæglega farið í innihaldið,svo er maður búinn að borða mat sem er geymdur í plati meira og minna allt sitt líf.OG svo notum við plast til að setja utan um það sem við frystum.En þökk sé hugarfars breytingum okkar allra að vilja minnka plast notkun.Ég fer með tösku út í búð,reyndar á hjólum til að auðvelda mér burðinn.Svo er ég líka með innkaupa poka frá Garðabæ sem var dreift hér í öll hús,minn er orðinn frekar lasburða af notkun,og þá kemur taskan að góðum notum.Þetta minnir mig á  að í mínu ungdæmi var rautt vax utan um ostinn og ég man að krakkarnir voru að borða það því mamma þeirra sagði að það væri hollast af ostinum Mamma mín tók það af og sagði þetta ekki vera til að borða.Mér fannst ég heppin að eiga svona mömmu Hehe!

Já hugum betur að þessu plast drasli. Í mínum ísskáp er mest allt pakkað í plast nema eggin og mjólkin. Með  þessum pistli er ég bara að hugsa upphátt hvað ég geti gert.

      Góðar stundir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband