Ríkisborgararétturinn.

Sæl öll!

Þessi frétt minnti mig á mjög margt,sem skiptir máli í lífinu.Við viljum öll vera hluti af einhverju góðu samfélagi. Viðsem erum hér fædd erum íslendingar ogerum hér með ríkisborgara rétt.Svo eru alltaf einhverjir sem vilja koma og fá ríkisborgara rétt hér.Ástæðurnar geta verið ymsar,en kanski oftast þær að viðkomandi hefur kynnst íslenskum maka og þau vilja búa hér.Þá eignast  erlendi makinn  hlutdeild í  öllu því sama og við hin,eins og læknisþjónustu ofl.Og börnin ganga í skóla hér eðlilega.

En það er til annað ríki sem ekki er af þessum heimi,en það skiptirsamt svo miklu máli að vera ríkisborgari í því ríki,svo við glötumst ekki.Þetta er ríki himinsins,himnaríki.Þar er Drottinn Jesús Kristur sem veitir aðgang að því. En það er eitt svolítið merkilegt og það er að við þurfum að fá vegabréf inn í það ríki hér og nú í þessum heimi.Þurfum að velja að ganga með Drottni, og vilja eignast eilíft líf með Jesú. Og það er hægt með því að biðja hann að koma inn í líf sitt til  að verða leiðtogi lífs okkar. Ég skora á alla að koma til Jesú og verða fullvissir um ríkisborgararétt sinn í himninum. Og það sem við hljótum hér og nú er fullvissan um eilíft líf sem skiptir öllu máli og sú fullvissa að Drottinn er með okkur í þessu lífi.Hjálpar okkur og gefur okkur styrk.Meigir þú vera viss um að vera ríkisborgari í því ríki. Í hinni himins björtu borg!

Guð veri með þér og þínum!

                               Blessunaróskir!

                                               Halldóra.


mbl.is 728 fengu íslenskan ríkisborgararétt í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Fólk sem fætt er utan ESB þarf reyndar bara að búa hér í 6 mánuði til að öðlast aðgang að heilbrigðistryggingakerfinu - það kemur ríkisborgararétti ekkert við.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 11:13

2 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Takk fyrir þetta ágæti Bragi!

Með kveðju og góðum óskum.

    Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 30.3.2010 kl. 12:14

3 identicon

@ Bragi: Aðgangur að heilbrigðiskerfi er ekki endilega nóg. Sjálfur er ég Íslendingurinn búinn að vera búsettur í ESB landi í fjölmörg ár, á þar konu og hús. Konan mín er ríkisborgari ESB lands. Aldrei hef ég þurft að líða fyrir það að vera erlendur ríkisborgari, hvorki uppá vinnu né menntun né heilbrigðiskerfið.

EN... Núna um helgina voru kosningar í litla sveitafélaginu hjá okkur. Hvern viljum við sem borgarstjóra? Hvernig á hverfið okkar að þróast? Þar er ég ekki spurður álits, engan fæ ég sendan kjörseðilinn. Einungis ríkisborgarar landsins mega kjósa.

Því er ég alvarlega að hugsa um að sækja um ríkisborgarétt þessa ESB lands, þrátt fyrir að þurfa að gefa upp á bátinn þann íslenska í staðinn. Hér á ég heima, hér líður mér vel. Já, og mér líður eins og innfæddum íbúa þessa lands.

Valgeir (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:33

4 identicon

Það er atvinnu leysi hérna og við þökkum hverjum manuði fyrir það að það sé til nóg matur , hvað er í gangi ? , ahverju gerir fólk ekkert i þessu ? ,. ahverju stöðvum við ekki innflytjendur ? ?

Lúðvík Björnsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 16:32

5 identicon

ég vil biðjast afsökunar á þessari atugarsemd ,. var mjög pirraður þegar ég skrifaði hana ,. hef ekkert á moti svertingjum eða öðrum innflytjendum

Lúðvík Björnsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 16:41

6 identicon

Kæri Lúðvík, þar sem ég bý er mikið meira atvinnuleysi en á Íslandi. Er ég hér útlendingur að "stela" vinnu heimamanna? 

Innflytjendur geta verið a) flóttamenn, sem okkur ber skylda til að hjálpa (þó að sjálfsögðu upp að ákveðnu marki),  b) fólk sem kom til Íslands og fann jafnvel ástina, vill lifa lífinu á Íslandi sem 100% þáttakandi í þjóðfélaginu, c) fólk sem Íslendingar urðu ástfangnir af í útlandinu og hafa kosið að vilja búa saman á Íslandi, sem 100% þáttakendur í þjóðfélaginu, d) ? f) ? g) glæpamenn?

Ég reikna með að grúppa g) sé sú fámennasta, ef hún telur yfirhöfuð nokkurn. 

Að ekki sé til matur á Íslandi, ef svo er rétt, verður að skrifast á þjóðfélagið í heild sinni. Hvernig getur það brugðist svona rosalega? Að kenna innflytjendum einum um ófarir sínar er einfaldlega rangt.

Valgeir (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 17:25

7 identicon

ég veit það , ég var bara pirraður og skrifaði þetta , síðan gat ég ekki eytt þessu , og baðst þvi fyrirgefningar á þessu

Lúðvík Björnsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband