Banna trúboð í skólum

Komið þið sæl!

Drottinn Guð miskunna þú Íslensku þjóðinni í Jesú nafni.


mbl.is Banna trúboð í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Djöfullinn er ekki aðgerðalaus...

Vilhjálmur Stefánsson, 4.10.2011 kl. 23:19

2 Smámynd: Alexandra Briem

Ég held við ættum að hafa meiri áhyggjur af því hvort við erum að virða almenn mannréttindi og viðhalda vissu hlutleysi menntakerfisins í einkamálum sem þessum, en því hvort einhverjar yfirnáttúrulegar verur eru pirraðar út í okkur.

Alexandra Briem, 4.10.2011 kl. 23:22

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já hann gerir það örugglega nú sem endranær.

En hvernig er það Halldóra, ef þú setur þig í spor annarra, myndir þú t.d. vilja að fulltrúar frá Siðmennt eða Vantrú fengju að messa yfir ÞÍNUM börnum SÍNAR lífsskoðanir?

Skeggi Skaftason, 4.10.2011 kl. 23:33

4 identicon

Um höfund þess bloggs: "Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna". Fólk sem trúir á skaparan er brenglað, ekki venjulegt.

Kjartan (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 23:35

5 identicon

Sammála Halldóra, og tek heilshugar undir fallega bæn þína, í Jesú nafni!

                                                  Jón Viðar Guiðl.

jon viðar guðlaugsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 23:49

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sælt veri fólkið!

Vilhjálmur,takk fyrir innlitið!

Andrés Helgi,Yfirnáttúrulegar verur hafa ekkert með þetta að gera,þetta eru bara skoðanir fámenns hóps.

Skeggi,nei.

Kjartan,hvað sem þér finnst um mig,skiptir engu máli.

Jón Viðar,takk fyrir hlýlega kveðju.

Við búum í landi sem játar kristna trú, og ég bið þess að svo meigi vera.

Hirðingarfyllst Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 5.10.2011 kl. 00:00

7 identicon

Þar fór Besti flokkurinn með þetta.

Ég bjóst við miklu af flokkinum, en hann er á engan hátt betri en aðrir flokkar á neinum sviðum, nema kannski sem skemmtiefni.

En hann er verri en aðrir íslenskir flokkar að því leytinu til að hvað eftir annað stendur hann gegn kristinni trú.  En það er kannski bara af því að hinir vinstri flokkarnir hafa ekki haft almennilegt tækifæri til þess að standa gegn kristinni trú á sama hátt.

En þetta er samt bara í samhljómi við það sem Biblían boðar og flestir kristnir menn vissu fyrir.

Andri (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 00:07

8 identicon

Halldóra, hvenær var jörðin undir fótum okkar spurð hverrar trúar hún væri? Hvernig fer land annars að því að játa eitthvað? Eða, bíddu, áttu kannski við að allir íbúar þessa lands játi kristna trú? Varla, því þá værirðu að ljúga.

Kári (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 00:31

9 identicon

Halldóra: Sé að þú svaraðir notandanum "Skeggi" með einföldu nei-i. Værirðu til í að útskýra afhverju? Afhverju á einn hópur að fá að troða sínum brengluðu hugmyndum inn í hausin á börnum en ekki annar? Við lifum á tímum jafnréttis, hvernig væri bara að hætta þessari vitleysu og kenna börnum hvað trú er, og leyfa þeim svo að dæma sjálf hvort þau vilja trúa á ævintýri eða ekki?

Annars er málið einfalt: Þú kennir ekki eitthvað eins og það sé staðreynd ef það eru engar sannanir fyrir því.

Arnar (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 00:37

10 identicon

Hvað... þeir eru ekkert gegn kristinni trú, þeir eru að virða almenn mannréttindi og trúfrelsi sem Ísland á að standa fyrir.

Agnar (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 00:44

11 Smámynd: Alexandra Briem

Halldóra, ég skil ekki af hverju þú neitar því að um yfirnáttúrulegar verur sé að ræða. Þú sjálf talar um Guð og Jesú í póstinum þínum. Ég stóð í þeirri trú að kristnir litu á þá sem yfirnáttúrulegar verur?

Og ég held hreint ekki að jafnrétti gagnvart ríkisvaldinu óháð trúarbrögðum og að virða þá mannréttindasáttmála sem við erum aðilar að, séu bara einhver sérviskuskoðun einhvers fámenns hóps.

Alexandra Briem, 5.10.2011 kl. 00:55

12 identicon

Vantrú og Siðmennt eru einnig trúfélög aka kirkja þar sem þau boða að þeirra trú sé best og rétt og önnur trú eða boðskapur hindurvitni.

 Grunnur alls er byggður á því hverju við trúum.

Einu sinni var sagt "ég hugsa, því er ég" en það segir í raun aðeins hálfa söguna.

Raunin er sú að til að hugsa þarftu að trúa og efast ergo "ég trúi og get því sannarlega hugsað og er því sannarlega til".

Alla tíð hefur verið rifist um hvað er rétt og rangt, hvort hitt eða þetta sé eða sé ekki. Hvert var upphafið og endirinn. Hvort kom fyrst hænan eða eggið.

Það stendur í stjórnarskránni að hér sé trúfrelsi og því hefði í raun átt að leyfa alla trú og trúboð en ekki banna þar sem slíkt hlýtur að verra í mótsögn við trúfrelsi.

Þegar einn getur ráðið hvað er rétt og hvað er rangt styttist óðum í að keflið vindi upp á sig og boð o bönn rísa á báða bóga og deilur hefjast aftur.

Það skal vera frelsi eða ekki.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 01:33

13 identicon

Skeggi: Já hann gerir það örugglega nú sem endranær. En hvernig er það Halldóra, ef þú setur þig í spor annarra, myndir þú t.d. vilja að fulltrúar frá Siðmennt eða Vantrú fengju að messa yfir ÞÍNUM börnum SÍNAR lífsskoðanir?

Halldóra: Nei.

Þá skiluru hvaðan fólk er að koma með þetta... Það að við erum minnihluti (sem ég vafast um) skiptir engu máli.

Kristófer (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 04:18

14 Smámynd: Ingólfur

Óskar, þér er frjálst að iðka og jafnvel boða þína trú. En ég er ekki frjálst að boða börnum þína trú inn í opinberum skólum. Með því móti er bæði þitt trúfrelsi og trúfrelsi skólabarna tryggt.

Ingólfur, 5.10.2011 kl. 04:28

15 identicon

Kristnir þurfa bara að spyrja sjálfa sig; Viljum við íslam í skóla?

Að vilja ekki íslam í skóla er að vilja ekki kristni eða önnur trúarbrögð í skóla.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 08:02

16 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þeir sem vilja breytingu og telja sig ekki geta gert hana á þess að kollvarpa öllu kunna ekki almenna kurteisi og virðingu.

Við Íslenska Þjóðin erum kristinn trúar og flest okkar alin upp í þeirri trú. Það er ekki eins og við séum dónaleg og ókurteis við aðra trúarflokka og höfum við verið opin fyrir því að hleypa fólki hér inn í Landið algjörlega burt séð frá því hverrar trúar það er.

Við ætlumst til þess að okkur sé sýnd virðing til baka og að ætlast til þess að Þjóðfélagið allt breyti sér fyrir einhverja einstaklinga sem hafa ekki sömu trú er yfirgangur og frekja....

Þegar ég byrjaði í grunnskóla þá voru krakkar frá öðrum trúarfélögum og þeim var sýnd virðing, og er ég að vitna í tíma fyrir rúmum 45 árum. Þegar fullorðnir einstaklingar eru að tala um að það sé verið að troða trúarskoðun á börn þeirra í skólum landsins þá er eitthvað að þar heima fyrir...

Finnst mér full ástæða til að taka undir orð síðuhöfundar án þess að þekkja nokkuð til hennar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.10.2011 kl. 08:05

17 Smámynd: Reputo

Það eru ekki nema um helmingur íslensku þjóðarinnar sem kallar sig kristna og um 74% stuðningur er við aðskilnað ríkis og kirkju. Það má því leiða að því líkur að meirihluti þjóðarinnar sé þessu mjög hlynntur. Ég get allavega talið þá á fingrum annarar handar, af þeim sem ég hef rætt við, sem eru á móti þessu og hafa þeir engin marktæk rög getað fært fyrir sinni afstöðu.

Virðing fyrir öðrum er orðalag sem ríkiskirkjan þekkir ekki, enda hefur ávalt þurft að nauðbeygja hana með lögum í átt til mannréttinda og frelsis. Þetta er mikið því gæfuspor fyrir íslensku þjóðina að koma prestum og þeirra handbendum úr opinberum stofnunum, og vonandi sjá önnur sveitafélög sóma sinn í því að taka upp sambærilegar reglur.

Ég furða mig alltaf á því afhverju þeir ásælast leik- og grunnskólabörn svona mikið. Afhverju eru þeir ekki að reyna komast inn í framhalds- og háskóla landsins ásamt vinnustöðum? Gæti það verið af því að þeir eru í beinu trúboði, en fólk sem komið er yfir fermingu sér orðið í gegnum lygarnar. Það að ásælast lítil börn til að vinna hugmyndum sínum brautargengi er ekkert annað en andlegt níð.

Ef einhverjum foreldrum eru ósáttir, hafa þeir alla möguleika á að innræta börn sín sjálfir eða í gegnum barnastarf kirkjunnar. Látið mín börn í friði.

Reputo, 5.10.2011 kl. 08:41

18 identicon

Ingibjörg vill bara vaða yfir skólabörn með sína persónulegu hjátrú.. vegna þess að það er búið að brjóta á börnum svo lengi, þess vegna er þetta í lagi.

En Ingibjörg er líka eitt þessara barna, eitt af þessum börnum sem lenti í því að verða forrituð á honum Jesú í skólum þessa lands.. síðan það gerðist hefur Ingibjörg borgað skatta til lítils hóps manna AKA presta, sem segjast vera umboðsmenn hins eilífa lífs.

Ingibjörg er bara fórnarlamb..

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 08:57

19 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Algjörlega sammála þér Halldóra, Óskar og Ingibjörg. Húmanistar og aðrir trúleysingjar auk vinstri manna eiga fulltrúa í þessari svokallaðri mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar. Ég veit ekki til þess að það sé fulltrúi frá t.d. Þjóðkirkjunni eins og eðlilegt hefði verið við svona viðurhlutamiklar ákvarðanir. Það er greinilega verið að innræta trúleysi frá Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Er það mannréttindi?

Annars ætti mbl bloggið að loka fyrir nafnlaus skrif á blogginu í athugasemdakerfinu eins og Eyjan.is hefur gert. Ótrúlegt að fyrirbæri eins og hugleysinginn DoktorE komist endalaust upp með persónuleg níð í garð kristinna hérna í skjóli nafnleysis.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.10.2011 kl. 09:32

20 identicon

Trúfélögin Vantrú og Siðmennt kvarta sáran yfir yfirgangi Þjóðkirkjunnar og benda á hversu mörg % eru skráðir meðlimir Þjóðkirkjunnar.  Benda má þá á að vart mælist í % fámenn klíka ofangreindra trúfélaga Vanrúar og Siðmenntar sem í krafti mikils minnihluta hefur tekist að koma því í huga fólk að um trúboð sé starfrækt í skólum.   Umhyggja þessa fólks fyrir hlutlausum skóla er útópískt vegna þess að hlutleysi í skólastarfi er og mun aldrei verða.  Það eitt að úthýsa kirkjustarfi utan skólatíma sem eins og ég veit best hefur verið og mun verða, er ekki hlutleysi. 

Þór Hauksson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 09:36

21 Smámynd: hilmar  jónsson

http://www.youtube.com/watch?v=3LtiyefHCe4&feature=player_embedded

hilmar jónsson, 5.10.2011 kl. 09:39

22 identicon

Guðmundur St Ragnarsson: Það er miður að þú vitir ekki til þess að fulltrúi frá t.d. Þjóðkirkjunni hafi komið nálægt svona viðamikilli ákvörðun. Fulltrúi Biskupsstofu og einnig kennari við KHÍ sem starfaði áður sem prestur voru í starfshópnum sem lögðu grundvöllinn að þessari breytingu (og engin óeining var innan þess starfshóps, heldur voru allir sammála.)

Ef þú lítur svo á að fyrrverandi prestur og fulltrúi Biskupsstofu séu ekki þarna fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, þá veit ég ekki hvað þú vilt kalla fulltrúa Þjóðkirkjunnar.

Jónatan (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 10:29

23 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er kristin heimsmynd og lífsskoðun RÉTTHÆRRI á Íslandi en önnur lífsskoðun, t.d. guðlaus lífskoðun?

Skeggi Skaftason, 5.10.2011 kl. 10:44

24 Smámynd: Reputo

Guðmundur: Ég veit ekki til þess að það sé fulltrúi frá t.d. Þjóðkirkjunni eins og eðlilegt hefði verið við svona viðurhlutamiklar ákvarðanir.

"Árið 2007 kom út skýrsla Leikskóla- og Menntasviðs Reykjavíkur um samstarf kirkju og skóla. Í hópi skýrsluhöfunda voru fulltrúar frá öllum hlutaðeigandi aðilum; skólastofnunum borgarinnar, Biskupsstofu og Alþjóðahúsi. Ein af megin niðurstöðum hópsins var sú að móta þyrfti skýrar starfsreglur um samskipti trúar- og lífsskoðunarhópa og skóla Reykjavíkurborgar."

Þannig að jú, það voru fulltrúar kirkjunnar þarna ólíkt því sem önnur trúfélög fengu. Einnig er vert að nefna að einungis kirkjan átti fulltrúa í A nefnd stjórnlagaráðs sem tók á kirkjuskipan ríkissins. Það er alveg magnað að sumt fólk sjái ekki yfirganginn í þessari stofnun.

Þór: Trúfélögin Vantrú og Siðmennt kvarta sáran yfir yfirgangi Þjóðkirkjunnar og benda á hversu mörg % eru skráðir meðlimir Þjóðkirkjunnar.  Benda má þá á að vart mælist í % fámenn klíka ofangreindra trúfélaga Vanrúar og Siðmenntar sem í krafti mikils minnihluta hefur tekist að koma því í huga fólk að um trúboð sé starfrækt í skólum.

Vantrú er ekki trúfélag og hefur ekki þá stefnu að smala í félagsskapinn. Þess má geta að um 50% þjóðarinnar er kristin og um 20% trúlaus. Hin 30% fylla önnur trúfélög en kristin og þeir sem hafa einhversskonar persónulega trú. Þannig að allt tal um mikinn minnihluta er fjarstæða. Ástæðan fyrir 78% trúfélagsaðildar að ríkiskirkjunni er einmitt vegna yfirgangs og öfga hennar. Að barn sé skráð í túfélag móður og hafi svo engann fjárhagslegan ávinning af því að segja sig úr söfnuðinum útskýrir þessar kolröngu tölur sem þó er flaggað við hvert tilefni.

En eins og ég hef sagt áður að það þarf alltaf að nauðbeygja kristna söfnuði með lögum að virða mannréttindi og jafnrétti. Sem dæmi: Þrælahald, kosningaréttur kvenna, réttindi samkynhneygðar og nú síðast réttindi barna ásamt ýmsu öðru sem til mætti telja.

Sem betur fer er fólk að opna augun meira og meira fyrir þessu rugli sem viðgengst. Þegar kynslóðin sem er á leikskóla núna verður komin við stjórnvölin reikna ég með því að trúleysi verði um 85% meðal þjóðarinnar.

Ef þú villt að barninu þínu verði innrætt trú um arabíska afturgöngu skaltu gera það sjálfur. Ég vill að ég og mínir fái frið fyrir öfgum og yfirgangi ríkisirkjunnar.... loksins.

Reputo, 5.10.2011 kl. 10:51

25 identicon

Guðmundur.. ef þér er svona illa við "Nafnleysi", ekki þá vera hræsnari og samþykkja biblíu, hún er jú að stórum hluta skrifuð undir nafnleysi/alias.

Takið líka eftir að Guðmundur fer ekki bara fram á að trúarsöfnuðurinn hans fái aðgengi að börnum, heldur fer hann líka fram á ritskoðun.

Er Guðmundur ekki geggjað frábær

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 11:00

26 Smámynd: hilmar  jónsson

Djöfullin er ekki aðgerðalaus.

hilmar jónsson, 5.10.2011 kl. 11:02

27 identicon

Vonandi er Guðmundur ekki lögfræðingur í sakamálum.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 11:14

28 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl veri fólkið!

Kári,mig minnir að það standi í lögum landsins að Þjóðkirkjan skuli játa kristna trú,eða eitthvað í þá átt.En svo aftur á móti kemur það að hverjum er frjálst að trú á það sem hann vill.

Arnar,það eru til sögulegar sannanir fyrir lífi og starfi Jesú Krists.Í öðru lagi þá þarf að kenna börnum meðan þau eru í umsjá okkar hinna fullorðnu,þar á meðal um trúna.Og það ræðst af afstöðu foreldranna hvað kennt er.En ef þú talar við mjög fullorðið fólk og spyrð um trúna,kemur oftast fram Guðs trúin sem hefur blessað og styrktþetta fólk á æfiskeiðinu, og gerði ekkert nema gott.

Guðmundur,takk fyrir innleggið,Doctor E,er einn af þessum mönnum sem þurfa frið og fyrirgefningu inn í sitt líf, og það geta engin trúarbrögð fyllt upp í það nema Drottinn Jesús Kristur, sem ég trúi að sé að banka á hjartadyr hans.

Andrés Helgi,í mínum huga er Guð meira og æðra afl en yfirnáttúruleg öfl.Fyrir mér er hann skaparinn,sem meðal annars skapaði þig,og gerði það svo undur vel!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 5.10.2011 kl. 12:03

29 Smámynd: Óli Jón

Halldóra: Þú segir, réttilega:

En svo aftur á móti kemur það að hverjum er frjálst að trú á það sem hann vill.

Málið er bara að þegar börnum er innrætt trú, þá er þetta val að miklu leyti tekið af þeim. Flestir burðast um með sína 'barnatrú' eftir þessar linnulausu innsetningar í leik- og grunnskólum og telja sig eiga að trúa án þess að hafa nokkurn tíma tekið persónulega og sjálfstæða afstöðu til trúarinnar. Þetta er sorglegt, en sorglegra er að trúaðir skuli telja þetta í lagi og að magnið sé mikilvægara en innihaldið. Það er gjarnan vitnað til þess að um 80% þjóðarinnar séu skráð í kristinn söfnuð, sem er rétt, en það gleymist að geta þess að þarna fer hinn réttnefnda 'Hagstofutrú' þar sem fólk er skráð í trúfélag án þess að trúa því sem þar er fram fært. Þjóðin er því Hagstofutrúuð, ekki kristin! Á því er stór og veigamikill munur.

Ofar í athugasemdum segir þú ennfremur:

Við búum í landi sem játar kristna trú, og ég bið þess að svo meigi vera.

Finnst þér í raun og veru eðlilegt að trúarsannfæring fari eftir því hvar þú fæðist? Þessi yfirlýsing segir það eitt að ungabörnum hefur verið innrætt trú hér með skipulögðum hætti og þau skráð í trúfélag móðir, í gegnum tíðina Ríkiskirkjan. Þetta hefur ekkert með trú að gera og það veistu vel. Þarna er hreinlega verið að verja alda gamla hagsmuni, sem er skiljanlegt því auðvitað vilja allir vera í vinningsliðinu, en raunveruleg trú hefur verið skilin eftir enda hentar hún ekki í þessu tilfelli. Það er nóg að börnin trúi því að 'Jesús sé besti vinur barnanna', þau þurfa ekkert endilega að trúa á hann sjálfan.

Trú er ekki persónuleg, það breyttist fyrir löngu síðan. Hún liggur eftir landfræðilegum línum og innan landamæra liggur hún í fjölskyldum. Það segir allt sem þarf að segja.

Óli Jón, 5.10.2011 kl. 13:33

30 identicon

Fyrirgefa mér??? Fyrir hvað? Ég hef ekki neitt til að biðjast fyrirgefningar á.

Allra síst mun ég láta einhvern meintan son guðs/eða aðra taka á sig eitthvað sem ég hef hugsanlega gert + að hugmyndafræði um erfðarsynd er eitthvað sem allir ættu að berjast gegn.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 13:38

31 Smámynd: hilmar  jónsson

Maður fyrirgefur ekki djöflinum og doctorE er hann sjálfur neti klæddur...

hilmar jónsson, 5.10.2011 kl. 13:50

32 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll Óli Jón!

Börn eru ekki sjálfkrafa skráð í Þjóðkirkjuna við fæðingu.

Þegar ég fæddi mín börn var ég spurð hvar í trúfélagi ég væri

og voru börnin þá skráð í það trúfélag.Það er rétt að þau eru skráð í

trúfélag móður. Í dag erum við fjölskyldan skráð í frjálsa fríkirkju og

erum virkilega ánægð þar.Hagstofan er bara "umhaldsstofnun" og skikkar ekki einn eða neinn til að vera þar sem hann vill ekki vera.

Hvað sem þér finnst um það að trú liggi í fjölskyldum eins og þú kallar það,þá sé ég bara ekkert að þvíEn ég hef líka séð fólk rísa upp sem manneskjur við það að gefa Guði líf sitt og LIFA kristnu lífi.

Góðar stundir.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 5.10.2011 kl. 14:17

33 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Doksi! Ég hef nú soldið gaman að þér.

Því ég veit að þú ert skinsamari en þetta blaður.

Sannleikurinn gerir okkur frjáls!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 5.10.2011 kl. 14:20

34 identicon

"... með áhuga á Bók bókanna ..."; er það "Blekking og þekking" eftir Níels Dungal?

Björn (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 19:28

35 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Björn,Mína þekkingu á Bók Bókanna, sem er Biblían hef ég ekki sótt í Níels Dungal.

Hann var spíritisti,ég er það ekki.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 5.10.2011 kl. 21:54

36 Smámynd: Egill

http://media.lunch.com/d/d7/488777.jpg

þægilegt að vera með svona er þaggi ?

Egill, 5.10.2011 kl. 22:02

37 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hagstofan er bara "umhaldsstofnun" og skikkar ekki einn eða neinn til að vera þar sem hann vill ekki vera. 

Það hefur margoft komið fyrir að útlendingar sem flytjast til landsins hafi verið skráðir í trúfélag án sinnar vitundar. Ágætis vinur minn þurfti t.d. að skrá sig þrisvar úr ríkiskirkjunni, því í hvert sinn sem hann flutti milli húsa var hann endurskráður, þrátt fyrir að hafa beðist undan því. Eins eru börnin ekki spurð álits, og ekki einu sinni foreldrarnir. Faðirinn hefur nákvæmlega ekkert um þetta að segja, og jafnvel þó móðirin ákveði að skrá barnið í annað trúfélag en hún sjálf tilheyrir, þarf hún að leggja sig sérstaklega fram við það.

Auðvitað væri miklu eðlilegra að börn væru skráð utan trúfélaga við fæðingu, og foreldrar sjálfir látnir sjá um að skrá það í klúbb að eigin vali. Þætti þér það ekki dálítið ankannalegt ef börn væru sjálfkrafa skráð í t.d. stjórnmálaflokk föður við fæðingu? Jafnvel þó faðirinn væri ópólitískur með öllu eða hefði gerst sjálfstæðismaður, eins og gerist stundum þegar menn eldast, yrði barnið átómatískt félagi í Vinstri Grænum, vegna þess að pabbi þess skráði sig í flokkinn þegar hann var í menntó. Pabbinn þyrfti síðan að fara og fylla út eyðublað til að taka fram að ómálga barnið sé ekki gallharður stuðningsmaður Steingríms J.

Það væri langbest að ríkið hætti að skrá trúfélagsaðild fólks, en á meðan þetta er svona væri þó skömminni skárra að láta fólk sjá sjálft um trúarskráningu og -uppeldi barna sinna.

Ef trúin er ykkur svona mikilvæg, ættuð þið að heimta að fræða börnin sjálf í staðinn fyrir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana, sem, verandi skylda, eiga ekki að mismuna börnunum eftir trúarskoðunum (foreldra) þeirra. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.10.2011 kl. 00:03

38 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Tinna,mér er það ljúft og skilt að boða fagnaðarerindið.

Og ég treysti ekki skólanum til þess að gera það jafnvel

og ég sjálf.Ábyrðin er alltaf fyrst og síðast foreldranna.

Takk fyrir innlitið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 6.10.2011 kl. 00:41

39 identicon

Það eru foreldrar sem skrá börnin sín í trúfélög og enginn er skikkaður til að vera í trúfélagi. Það eru líka foreldrar sem láta skíra og ferma börnin sín, það hafa allir val. Skólarnir stunda ekki trúboð, en meirihluti þjóðarinnar er kristinn (um það er ekki deilt) og ísl. menning er grundvölluð á kristnum trúargildum (á því er enginn vafi), nú er fámennur (ég fullyrði það) hópur íslendinga sem vill ráða yfir hinum, það er kúgun. Kallar fólk það réttlæti, hvað með þau börn og foreldra sem hafa aðra skoðun, er tekið tillit til þeirrra? nei, alls ekki og það er meirihlutinn.

Fæstir íslendingar eru heittrúarmenn og því hefur ísl. trúarlíf verið ákaflega frjálslegt og enginn verið þvingaður til eins varðandi trúarbrögð innan skóla, hvorki af kristnum söfnuðum né öðrum. Innan skólakerfisins hefur verið reynt að sýna fram á flóru trúarbragða og menningaheima. Tekið hefur verið tillit til óska foreldrar sem ekki vildu að börn þeirra yrðu fyrir áreiti af trúarboðskap á skólatíma, þau þurfa bara að segja nei. Með þessum ráðstöfunum er ekki tekið tillit til þess meirihluta sem segir já. Engin trúboð hafa farið fram í skólastofum, í kennslu eða innan skólans og fulltrúum annarra trúarbragða hefur ekki heldur verið úthýst eða rægðir.

Ég skil ekki þessi læti varðandi þessi mál, hvað er svona slæmt að börnin læri fallega sálma, hlusti á góðan boðskap, tileinki sér góð gildi og fleira gott sem felst í orðum og boðskap kristinar trúar og annarra trúarbragða ef út í það er farið. Óttast þessir forræðishyggjumenn að börnin verði óhæf að greina á milli valkosta þegar þau vaxa úr grasi. Boðskapur flestra trúarbragða er sá sami, elska náungann, sýna tillitsemi, ekki stela, vera umburðarlynd þ.e. að  leita þess jákvæða og forðast hið neikvæða. Það má víst ekki á Íslandi í dag, því miður höfum við kosið yfir okkur öfl sem algjörlega misskilja þau verkefni sem þeim voru falin.

Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 09:17

40 identicon

Hættu að bulla Ásdís; Um leið og þú segir að galdrabókin þín fái aðgengi að börnum, þá ertu að kalla yfir börnin aðrar galdrabækur að auki, eins og td kóran.

Það er nefnilega jafnrétti sem skiptir máli, að kalla á Jesú inn í skóla er að kalla á Múhammad inn í skóla. Það er ekki hægt að halda og slepppa.

Þetta er ekki neitt vandamál, trúaðir fara með börn sín í trúarstúss utan skóla. Allir ánægðir og sáttir

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 09:24

41 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Ásdís,takk fyrir þitt ágæta innlegg!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 6.10.2011 kl. 10:03

42 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

"Reglurnar fela í sér að trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni. Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar- og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir."

"Upplýst fræðsla um kristna trú, trúarbrögð heimsins, lífsskoðanir, siðfræði, heimspeki og íslenska menningu, er mikilvæg í öllu starfi skóla borgarinnar. Trúarleg innræting og boðun tiltekinna lífsskoðana á þar ekki heima. Það er á hendi foreldra að ala börn sín upp í þeirri trúar- og lífsskoðun sem þeir kjósa. Um það munu starfsmenn Reykjavíkur standa vörð samkvæmt mannréttindastefnu borgarinnar og þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirgengist"

Það er ekki verið að úthýsa kristni með öllu úr skólum, það er verið að banna "trúboð" í skólum.

Það er ekki verið að halda börnum frá trúboði eða banna það að boða þeim nokkura trú, það er verið að banna trúfélögum öllum frá því að fara með sitt trúboð inn á opinberar stofnanir.

Það er ekki verið að banna börnum að stunda trú, það er verið að banna skólunum að þrýsta á börn að stunda trúarathafnir eða þrýsta á börnin trúarlegu efni.

Þetta er ekki árás á kristni, heldur er þetta liður í að vernda börnin okkar allra frá því að verða fyrir trúarlegum þrýstingi í menntastofnunum borgarinnar.

Hans Miniar Jónsson., 6.10.2011 kl. 10:13

43 Smámynd: Reputo

Ásdís, það er bara ekki endilega rétt hjá þér að meirihluti þjóðarinn sé kristinn. Frá trúarlífskönnun sem gerð var að beiðni ríkisskikjunnar árið 2004 kemur fram að 52,9% landsmanna telja sig kristin. Þetta prósenta nær yfir alla kristna söfnuði landsins. Á síðustu 7 árum hafa aldrei fleiri sagt sig úr kristnum söfnuðum og því má leiða líkur að því að kristnir séu komnir í hreinann minnihluta. 19,6% af þjóðinn var trúlaus s.kv. þessari sömu könnun og má því áætla að sú tala sé komin vel yfir 20% í dag. Hin ca 30% skiptast á milli annara trúsöfnuða og þeirra sem hafa einhverskonar persónulega trú. í ofánlagt hefur verið meirihlutastuðningur fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju í hart nær 20 ár, og stendur nú í 74%. Þetta er því bara hreint og beint rangt hjá þér að þetta sé einhver fámennur hópur og ætla að byðja fólk um að hætta að útvarpa þessum lygum aftur og aftur og kynna sér málið.

Skólarnir stunda auðvitað ekki trúboð heldur prestarnir sem hafa haft óheftan aðgang að leik- og grunnskólabörnum.

"Boðskapur flestra trúarbragða er sá sami, elska náungann, sýna tillitsemi, ekki stela, vera umburðarlynd þ.e. að  leita þess jákvæða og forðast hið neikvæða."

Já, þetta er það sem flest allir hafa að leiðarljósi. Afhverju þarf að eyrnamerkja þetta kristni? Heilbrigt fólk þarf ekki trúarbögð til að vera gott, og í raun gefur trúleysi fólki miklu meira rími til að vera gott ef út í það er farið.

"Óttast þessir forræðishyggjumenn að börnin verði óhæf að greina á milli valkosta þegar þau vaxa úr grasi."

En afhverju reyna þeir eingöngu að komast inn á stofnanir þar sem óhörðnuð börn eru? Hvað liggur að baki ef ekki innræting? Afhverju ekki framhalds- og háskóla og vinnustaði? Getur það verið að þar verði árangurinn ekki enginn og því sé betra að komast í börnin sem trúa flestu sem fullorðnir segja? Ef þetta er innrætt í börn frá leikskólaaldri að Jesús sé besti vinur barnanna getur verið erfitt að slíta sig frá því á fullorðinsárunum eins og dæmin sína. Það er sennilega meginuppistaðan í þeim sem telja sig kristna í dag. Þetta var innprentað í þau í æsku án þess að þau hefðu nokkurt val um það. Þetta er líka ein af ástæðunum fyrir þessu kolranga félagatali ríkiskirkjunnar sem nú telur um 78% íbúanna. Fólk heldur að það sé kristið af því að nær ekki að slíta sig frá barnatrúnni og hefur svo engann fjárhagslegan ávinning af því að afskrá sig.

Ég vona bara að þjóðin beri þá gæfu með sér að losa sig undan þessum öflum sem vilja eyrnamerkja hana, eigna sér og kúga.

Reputo, 6.10.2011 kl. 10:29

44 identicon

Hvað á að koma í staðinn...???? Ekkert....???  Hvert sem ég fer erlendis virði ég trú þeirrar þjóðar sem ég kem til. Hér á bara ekki að gera það. Og fyrir hvern er það gert...???. Mér varð ekkert meint af því í skóla að læra bíblíusögur sem þá voru kenndar en ekki nú. Mér varð ekkert heldur meint af því að læra boðorðin tíu. Eigum við að ætlast til þessa að allir foreldrar setji með sýnum börnum og fræði þau um trúmál....???  Held ekki. Alla vega þá mjög lítill hluti. Ég held að það skaði bara ákkurat ekki neinn að læra grunngildi lífsins þótt það sé gert í kristni. Ekki vill ég sjá skólana með ekki neitt veganesti fyrir börnin okkar, því það er alveg á hreinu að foreldrar nútímans hafa engan tíma til að gera það. Þeir sem halda örðu fram, eru örfáir einstaklingar og minnihluta hópar sem hafa eins og alltaf, olnbogað sig áfram á öxlum þeirra sem hafa sýnt þeim æðruleysi hingað til.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 11:10

45 identicon

Hvaða biblíusögur viltu að börn heyri Sigurður; Viltu að þau heyri að það eigi að grýta fórnarlömb nauðgana til dauða, myrða þá sem vinna á "hvíldardaginn"; Nú eða það eigi að skera þungaðar eiginkonur óvinarins á kvið, rífa út fóstrin og slá þeim við stein.

Eða viltu bara að þau fái að heyra þetta ~5% sem fólki er sagt frá.. og öllu ógeðinu sleppt

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 11:21

46 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ásdís: Ef ekkert trúboð fer fram í skólum, þá breytist ekkert við að banna það, er það? Hefur bann við einhyrningum mikil áhrif á þig? Hver eru svo kristin trúargildi? Að drekkja þeim sem halda framhjá? Að bera út börn? Að lemja homma? Að neita að virða trúarskoðanir annarra? Að troða kristni upp á lítil börn í óþökk foreldra þeirra? 

Sigurður; Þú hefur sem betur fer nákvæmlega ekkert að segja um menntun eða trúaruppeldi annarra manna barna.Að halda því fram að börn fái ekkert veganesti ef prestar fá ekki að halda að þeim Jesúsögum er auðvitað út í hött, þó þú viljir sjálfsagt meina að helmingur þjóðarinnar hafi engin "grunngildi" - hey, eru ekki bara allir sem ekki eru akkúrat eins kristinn og þú siðlausir? Meirihluti mannkyns er auðvitað prinsípplaus með öllu, vegna þess að hann fékk ekki að syngja Jesús er besti vinur barnanna í fyrsta bekk!

--

 Börnum verður áfram kennt um kristni, sem og önnur trúarbrögð. Áfram verður mest kennt um kristni, samkvæmt námsskrá. Það er eingöngu verið að banna trúboð. Það er ekki svona erfitt að skilja þetta. Hættið að snúa út úr.

 Að þið skulið þykjast hafa áhyggjur af því að börnin muni ekki læra neitt um kristni en á sama tíma halda því fram að meirihluti þjóðarinnar sé kristinn og kristnin allt í kring er dálítið fyndið, er það ekki? "Börn verða að læra um kristni af því að allir eru kristnir á Íslandi, en það verður að gerast í skólanum vegna þess að svo fáir eru kristnir á Íslandi!"

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.10.2011 kl. 12:07

47 identicon

Tinna, ég er þér alveg sammála um að það eigi ekki að stunda trúboð í skólum og ætla mér heldur ekki að taka að mér menntun eða trúaruppeldi barna. Það sem ég var að reyna að koma á framfæri ,að börn hafa gott af því að læra einhver gildi til að byggja upp virðingu og náungakærleik fyrir hvort öðru. Ætli það sé ekki bara verið að færa þetta aftur í það horf þegar ég var í skóla, þá hétu tímarnir bíblíusögur og man ekki betur en okkur fannst þetta bara skemmtileg sögustund. DoctorE eða hvað sem hann heitir, vill greinileg að börnin læri bara það ljótasta sem til er í flestum trúarbrögðum og skauti yfir restina. Vona að þetta komsit nú rétt til skila mín meining í þessari umræðu.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 12:30

48 identicon

Ég bara skil ekki afhverju það er ekki hægt að kenna börnum góð gildi og haga sér vel án þess að troða kristni inn í það. Sumir hérna láta eins og að allir þeir sem eru ekki kristnir séu siðlausir glæpamenn.
Það að haga sér vel í samfélagi tengist nkl ekkert kristni og því þarf ekki að troða því í börnin okkar.

Ég hef ekkert á móti trúarbrögðum, en Þetta lýsir dálitið skoðun minni
http://b2.is/?sida=tengill&id=378433

Tryggvi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 14:01

49 identicon

Sigurður, biblían er svo langt frá því að vera eins og þér var kennt í skóla, við fermingu; Biblían er hræðilega ljót bók, guð biblíu er eitt mesta skrímsli skáldsagnanna;

Flestir sem segjast vera kristnir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að leggjast undir; Lásu einhverjar trúarjátningu + eitthvað um hvað Jesú væri svalur að deyja svo það þyrfti ekki að brenna allt mannkyn.

Menn þurfa að vera alvarlega skertir til þéss að getað lesið biblíu og sagt: Já þetta er málið, þessu ætla ég að trúa og bora inn í börnin mín.

Það þarf að vera skertur til þess að samþykkja guð Abrahams, annað hvort skertur vitsmunalega séð, græðgislega séð; Eða hafa skerta þekkingu á innihaldi þeirrar trúar sem menn eru að leggjast undir.

Trúarbrögðin vinna eftir formúlinni: Hvað ungur nemur gamall temur... Þess vegna leggja þau ofuráherslu á að ná til barna, þá er góður möguleiki á að ná í sauði til æviloka, jafnvel þó þeir verði ekkert nema kristilegir kúltur sauðir, þá eru það samt sauðir sem munu líklega verja trúna/svindlið.

Þú ert líkelga eitt þessara barna Sigurður.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 14:10

50 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Tryggvi, góðu gildin eiga upphaf sitt í kristinni trú.

Með virðingu og þökk

Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 6.10.2011 kl. 14:45

51 identicon

Hvað með á stöðum þar sem kristni þekkist ekki? Eru engin góð gildi þar?

Tryggvi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 15:33

52 Smámynd: Reputo

Góðu gildin eru flest öll tekin úr eldri ritum og trúarbrögðum Halldóra.

Reputo, 6.10.2011 kl. 15:36

53 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Reputo,Góðu gildin koma úr trúarbrögðum,örugglega satt,

en kærleiksboðsskapurinn.Allt þetta góða kemur úr Guðstrúnni.

Tryggvi,Á þá staði þar sem kristni hefur ekki verið boðuð enþá eru kristniboðar

með í huga og jafnvel komnir til þess að hjálpa þeim sem í myrkri heiðninnar búa

til ljóssins og friðarins.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 6.10.2011 kl. 15:44

54 identicon

Halldóra, svona rök halda ekki vatni þó svo að okkur íslendingum hafi verið kennt góð gildi í gegnum kristni, þýðir það ekki að þau séu komin frá kristni, vitum vel að það er til fullt af stöðum í heiminum þar sem engin hefur heyrt minnst á jesús eða kristni og þau samfélög virka vel og fólk lifir eftri góðum gildum og siðferði.

´Mig langar ekki að leggjast í einhvern sandkassa og vera með skítakast en þetta er einmitt málið, fólk heldur að þetta hafi allt saman að gera með kristni, það er í raun ekkert nema heilaþvottur, þessu er stimplað ínn í fólk þegar það er á barnsaldri og það er auðvelt. Svo um leið og fólk eldist þá hætta margir að trúa, afhverju ætli það sé?

Einnig fór góðvinur minn í guðfræði í háskólanum, hann talaði oft um það að fæstir þeir sem voru að læra með honum voru í raun trúaðir, enda erfitt að trúa þessu þegar þú lest þetta og lærir þetta skipulega grínaðist hann oft með.

Staðreyndin er sú að trúarbrögð treysta á fáfræði og trúgirni hjá fólki til að halda völdum, þetta er einmitt ástæðan afhverju kirkjan vill fara í grunnskóla en ekki menntaskóla/háskóla/vinnustaði þar sem fólk er búið að læra að pæla í hlutunum en ekki bara kokgleypa öllu sem því er sagt.
Það er engin tilviljun að trúarbrögð eru sterk þar sem menntun er lítil og veik þar sem menntun er mikil.

Bara taka það fram aftur að ég hef ekkert á móti trúarbrögðum, fólk má rækta þau eins og það vill á bara á meðan það truflar ekki mig reynir ekki að troða því yfir á aðra og börn þeirra.



Tryggvi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 15:55

55 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Tryggvi: "Mig langar ekki að leggjast í einhvern sandkassa og vera með skítkast". Falleg orð. Svo segir þú: "Þetta er ekkert nema heilaþvottur". "Trúarbrögð treysta á fáfræði og trúgirni". "Kokgleypa við öllu sem sagt er". Engin tilviljun að trúarbrögð eru sterk þar sem menntun er lítil og veik þar sem menntun er mikil".

---

Alveg með hausinn á kaf í sandkassa þrátt fyrir "vilyrði" um annað Tryggvi. Til hamingju með það og bullandi "skítkast" og fordóma líka má bæta við. Þú hefðir gott af því að kynna þér níunda boðorðið. Kristni fer mjög vaxandi í löndum eins og t.d. Kína, Suður-Kóreu og Brasilíu. Eru það vanþróuð lönd? Kristin á sterk ítök í USA. Vanþróað land með lítilli menntun. Þetta bull þitt dæmir sig sjálft Tryggvi.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.10.2011 kl. 18:47

56 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...en meirihluti þjóðarinnar er kristinn (um það er ekki deilt)...

Víst er um það deilt. Skoðaðu til dæmis þetta viðtal við þáverandi guðfræðiprófessor við HÍ, í tilefni könnunar sem var gerð fyrir ~25 árum síðan: 37% okkar virðast játa kristna trú

...ísl. menning er grundvölluð á kristnum trúargildum (á því er enginn vafi),...

Nei, sem betur fer eru kristin trúargildi ekki grundvöllur íslenskrar menningar, sem nýlegt dæmi má benda á réttindi samkynhneigðra.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2011 kl. 19:03

57 identicon

Ég sagði "Mig langar ekki að leggjast í einhvern sandkassa og vera með skítakast" svo kemur EN, þetta var meint þannig að þegar ég byrjaði í þessari umræðu þá var ætlunin ekki að vera með leiðindi og skítkast, en ég geri það núna. Þetta hefur greinilega ekki verið nógu skýrt hjá mér Guðmundur biðst afsökunar á því, en ég hélt að þætti væri nokkuð ljóst miðað við innihald athugasemdarinnar minnar.

 Hef ekki kynnt mér boðorðin aðeins heyrt fólk tala um þau, þekki ekki boðorð 9 ég kann ekki faðirvorið og þekki litið um dæmisögur og annað eins úr bíblíunni samt held ég mér frá glæpum og dópi, fer vel með kærustuna mína og vini, gengur vel í skóla og lifi ágætis lífi, allt þetta án þess að vera kristinn, alveg ótrúlegt!

Annars var flott hjá þér að geta nefnt dæmi um að kristni finnst í löndum þar sem það er menntun og þróun, enda var ég alls ekki að reyna að alhæfa, eingöngu að benda á að yðkun trúar, svosem að biðja, fara í kirkju o.s.frv.er sterkust þar sem menntun er lítil eða engin, alls ekki að segja að hún sé ekki til staðar í háþróuðum ríkjum, bara minni.
Trúboð á sér aðalega stað á stöðum þar sem fólk hefur enga menntun. Þú mátt túlka þessa sterknu fylgni eins og þú vilt, ég mun túlka hana eins og ég geri.

Annars hafa engin svör borist um afhverju trúarbrögð herja helst á ung ómótuð börn, en er það ekki einmitt að því að þau eru auðtrúa og fávís?
Afhverju leggur ekki þjóðkirkjan jafn mikla áherslu á að vera með trúboð í menntaskólum og háskólum eins og þeir gera í grunnskólum?

Tryggvi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 21:27

58 identicon

Guðmundur, í kína búa eftirhermur, þeir herma eftir öllu sem þeir telja vesturlandabúa vera hrifna af; Kínverjar telja að kristni sé eitthvað vinsælt á vesturlöndum, þess vegna eru þeir að eltast við kristni; Þegar þeir sjá að kristni er að deyja út í evrópu, á hraðri niðurleið í USA; Þá munu þeir hætta að sækja í kristni.

BTW Hafið þið séð kristna í kína? Það er alveg rosalegt, snargeggjaðir algerlega :)

Ég er sko ekki hissa á að ráðamenn í Kína telji þetta hættulegt fyrir þjóðina :)

Það þarf ekki að vera súperséní til að sjá að guðir eru manngerð fyrirbæri, ég les þessar galdrabækur, hlusta á umboðsmenn galdrakarlsins... og ég bara WTF, sjáið þið virkilega ekki að þetta er alger steypa HALLÓ

:)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 79132

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband