Til umhugsunar

komið þið sæl.

Í upphafi árs setja margir sér markið.Stundum eru þessi markið hæfileg og okkur tekst að standa við þau.Önnur eru þannig að okkur tekst ekki að framkvæma þau,þó við fegin vildum.

Mig langaðibara að segja við okkur öll,að við erum ekki taparar,þó að okkur takist ekki að leysa þau markmið sem sett voru.við erum nefnilega elskuð af Guði sem sem sér bara manneskjuna með ástaraugum sínum.Ef við hrösum er hann nær en þú heldur,og í bæninni eigum við persónulegt samband við hann.Biblían segir að maðurinn,sé litlu minni en Guð.Það þyðir að við erum hæf til að leysa hin ymsu mál og framkvæma ymislegt með þeim gáfum og getu sem Guð gaf.Dyrin eru ekki gædd þessum hæfileikum,en þau eru til þess að auðga lífið og gera það fagurt.En þar er líka grimmd,og Guð gaf okkur hæfileika til að skilja það.En Guð er góður og hann gaf okkur líka dyr sem við getum átt dagleg samskipti við. Hann gaf manninum vit til að byggja hús og smíða bíla með fullkomnum græjum sem auðvelda lífið.það finnum við best þegar veður eru vond.

verum þakklát!

                        kveðja úr Garðabæ

 

 

 

 


Ferð til Akureyrar

Heil og sæl kæra fólk.

Ég hef um tíma ætlað mér að koma til Akureyrar og heimsækja son og tengdadóttur.Og loksins þegar ég læt verða af þvi,snjóar eins og það séu komin jól.Það er að vísu allt mjög fallegt þegar jörðin er hvít.En það er ekki endilega göngutúra veður.þegar ég fór úr höfuðborginni í morgun var auð jörð.En svona er nú það á einu og sma landinu.

      Guð veri með ykkur og farið varlega 

            Kveðja frá Akureyri

 

                        Halldóra


Tilefni til að gleðjast.

Góðan dag gott fólk!

Það er frekar kaldur dagur í dag. YR segir að það séu -10°og feels líke -15° En  himininn er heiður og blár  og sólin skín.Og örugglega gott að vera úti.Bara vera vel klæddiur.Og njóta fegurðarinnar. Sjálf sit ég hér með prjóna og horfi út um gluggann.

En vinir,það er alltaf hægt að sjá björtu hliðarnar.Svo eru borgar yfirvöld að gleðja okkur með  pálmatrjám - eða þannig! Vonandi verður það bull stoppað! 

En höfum  gaman að lífinu -horfum á björtu hliðarnar - brosum og dreyfum gleðinni.

Vona að þið sjáið björtu hliðarnar á því sem mætir í dag.

Ég er allavega í góðu skapi. Biblían segir að sá sem vel liggur sé sífellt í veislu.

       Guð blessi ykkur daginn!

                                   Halldóra Ásgeirsdóttir.

 


Þakklæti

sæl og blessuð öll kæru vinir!

Það hefur skipt um árstíð hér á landinu bláa,og það er orðið kol dimmt á kvöldin,og daginn hefur stitt.Allt eins og það á að vera frá náttúrunnar hendi.

En mig grunar að margir upplifi skammmdegið hér á neikvæðann hátt.En það er fegurð í myrkrinu kæru vinir,fegurð sem ljósið gerir fyrir okkur.að horfa út í myrkrið og sjá ljósin fylla umhverfið gerir mig glaða,af því að ljósið gefur byrtu og fegrar allt.Svo er um að gera að kveikja ljósin inni hjá sér og njóta byrtunnar af þeim við það sem við erum að sysla hverju sinni.Mér finnst gaman að prjóna og ljósin loga það er frábær tilfinning og ég er svo þakklát fyrir ljósin,byrtuna og fegurðina sem við njótum í skammdeginu.Vissulega hlökkum við til vorsins þegar björtu næturnar koma! En þangað til skulum við njóta fegurð byrtunnar af rafmagnsljósunum,já og endlega kveikja á kertun og gera kósý.og kakóbolli eða kaffi fullkomnar  þetta allt.varð bara að segja ykkur hvað ég er þakklát fyrir þetta allt.

Guð veri með ykkur og njótið fegurðar lífsins!

                Halldóra Ásgeirsdóttir.

 

 


Smá innlegg inn í daginn

Góðan dag!

Lífið er allskonar og veðrið líka.Og umþessar mundir rignir frekar mikið á okkur hér á suðurlandi.Góðu fréttirnar eru þó þær að það mun stitta upp einhverntíma.Á meðanvið bíðum eftir því skulum við vera bjartsyn og brosa og vera jákvæð.Það fer okkur svo vel.

Góðar stundir.

                 Halldóra Ásgeirsdóttir.


hugleiðingar dagsins

Góðan dag!

 Í Davíðssálmi 23 stendur á einum  stað:Hann hressir sál mína.

Þesssvegna langar mig að segja við þig sem ert kannski soldið dapur Biddu Guð að hressa sálar tetrið þitt! Biddu hann að vera með þér í dagsins önn.Og ég er vissum að þú finnir muninn.

Þetta er einfallt ráð sem þú ættir endilega að prófa.

 

             Guð blessi þér daginn!

                                    Halldóra Ásgeirsdóttir.


Hugleiðing dagsins

Góðan dag.

Náugur og miskunnsamur er DRottinn  þolinmóður og mjög gæskuríkur.Drottinn er öllum góður  og miskunn hans hvílir yfir allri sköpun hans.  Sálm.145:8

Langar bara að minna á þessi góðu vers,því að Jesús horfir ekki á þig sem syndara eða vonda manneskju,heldur er hann ánægður með þig  og er þér góður  og í náð sinni hefur hann strikað út syndir okkar.

Gott að hafa þetta í huga í dag.

 

               Halldóra Ásgeirsdæóttir.


Þankar morgunsins

Heil og sæl gott fólk!

það sem fór í gegnum huga minn. Í morgun er hvaðvið erum lánsöm íslenska þjóðin.

Vatnið,hitaveitan,rafmagni og margt fleira sem við njótum í svo ríku mæli,er þakkar vert.

Þessvegna verum þakklát!

Þökkum Guði fyrir allar þessar gjafir.

 

       Með þakklæti fyrir allar gjafir Guðs

 

           Halldóra.


Um nyju verslunina Costco í Garðabæ

Góðan dag gott fólk!

Þegar maður les þessa frétt um opnun þessarar verslunar,kemur fram að hún er stærst allra í Evrópu og stærri en venjulegar verslanir í USA. Og ég get ekki annað en hugsað,hvert er álit  annarra þjoða á okkur smá eyjunni í atlantshafinu? Er það græðgin sem gerir okkur fræg? Er þessi þjóð hömlulaus? Það er kominn tími til að nema staðar ogspyrja okkur hvort okkur skorti þakklæti.held að hinn venjulegi Íslendingur fari þokkalega vel með sín mál og eyði ekki um efni fram.En það er sennilega til fólk með kaupæði.það er líka vitundar vakning um matar sóun,plastpoka ofl. En mér finnst sárt að hIngað komi verslunar risi sem ætli að græða á okkur  af þvi við erum þekkt fyrir græðgi.Við þurfum öll að lifa og sumir hafa það betra en aðrir peningalega séð.En hvernig sem fólk hefur það þá er viska í því að fara vel með,hvort sem eru peningar eða matur eða annað.Ég er í sjálfu sér ekki á móti komu þessarar verslunaren mér synist þeir hafa það að markmiði að græða á okkur af þvívið erum hömlulaus íviðskiptum.

Þetta voru bara nokkrir þankar í morgunsárið.Bið Drottinn að blessa þjóðina okkar!

             Halldóra Ásgeirsdóttir


Auliti til auglitis

Góðan dag gott fólk!

Hér er ljóð eftir Sigurbjörn Þorkelsson vin minn.

Augliti til auglitis

Ef þú villt horfa 

inn í himininn,

horfðu í augun á Jesú.

 

Og ef þú villt horfa

í augun á Jesú,

horfðu þá í augu

þíns minnsta bróður.

 

                           Halldóra Ásgeirsdóttir.


Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband