Loftið sem við öndum að okkur.

Góðan og blessaðan daginn!

Öll langar okkur til að eiga gott og innihalds ríkt líf, líf í fullri gnægð eins og Bók Bókanna kallar það.

Ef við leggjum allt okkar líf í Guðs hendur, biðjum hann um leiðsögn og trúum og treystum honum,þá mun hann vissulega vera okkur nær.Nær en loftið sem við öndum að okkur.

Biblían geymir fyrirheit Guðs, sem er svo gott að fylla hug sinn af.Eins og þetta hér: Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hefi í hyggju með yður, segir Drottinnfyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín , mun ég bænheyra yður.Ef þér leitið mín munuð þér finna mig, þegar þér leitið mín af öllu hjarta,læt ég yður finna mig segir Drottinn.

 


Vinurinn

Á einum stað í Biblíunni stendur að Jesús hafi sagt, ég kalla ykkur vini.Jesús Kristur er persóna , sonur Guðs skaparans.Hann er bæði Guð og maður.Og nú þráir hann að gefa þér kærleika og hlýju. Hann vill vera vinur þinn! Sjálf á ég varla orð til að lýsa því hvað það er mikill styrkur í að eiga Jesú sem vin.

Og hvað sem bjátar á þá er Jesús tilbúinn að hlusta, og vera okkur styrkur og hjálpari.

         Hann vill vera vinur þinn.
 


Gullmolar

Sælt veri fólkið!

Það er magnað hvað Guðs orð á við allar kringumstæður,

og það er svo gott að fá einn og einn gullmola með sér 

út í daginn.Uppörfunar orð, sem blessa.

Hér er eitt úr gamlatestamentinu:

Sjá ég sendi engil á undan þér til að varðveita þig

á ferðinni og leiða þig til þess staðar, sem ég hef fyrirbúið.

 Svo er hér annað sem gott er að taka með sér út í daginn:

Óttastu ekki því  ég er með þér.Lát ekki hugfallast.því 

ég er þinn Guð.Ég styrki þig. ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri 

hendi réttlætis míns.

Hér er líka eitt gott orð í ólgusjó lífsins:

Þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín

miskunsemi við þig ekki færast úr stað  og minn 

friðarsáttmáli ekki raskast, segir miskunnari þinn,Drottinn. 

Þetta eru gullmolar dagsins í dag!

 

         Kveðja H. 
       


Fyrirgefningin

Góðan og blessaðan daginn!

Lærisveinar Jesú báðu hann að kenna sér að biðja.

Hann kenndi þeim Faðir vorið. Og þar er bænin

Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum 

vorum skuldunautum.

Fyrirgefning er eitt af því mikilvægasta í lífinu, því

ef við lifum í ósátt við einhvern líður okkur illa og það 

kemst mein inn, sem nefnist beyskja, og beyskjan getur orðið

svo djúp að hún festir þar rætur.Og þá verður hjarta okkar 

fullt af beyskjurót, sem síðan elur af sér hatur.

Þessvegna skulum við biðja Faðir vorið, sem leiðir okkur

inn í fyrirgefningu.Og Biblían segir líka,Ef þér fyrirgefið

mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur

fyrirgefa yður. 

Svo er önnur tilvitnun í Biblíunni, sem við skulum taka mark á

og gera okkar.Ef þéruppfyllið hið konumglega boðorð

ritningarinnar: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan

þig,þá gjörið þér vel.

Og það stendur líka í Guðsorði að  hver sá sem framkvæmir

þetta mun sæll verða af verkum sínum.

Ef við gerum það ekki munum við þurfa að bera með okkur 

hjartasár, sem eru vond sár, og gróa kanski seint og illa.

Nú sjáum við betur hversu nauðsynlegt það er að fyrirgefa.

Í því er fólgið frelsi.

Kæru vinir!Notfærum okkur þetta tilboð Drottins Jesú um

fyrirgefningu, svo við getum lifað í fullkomnu frelsi og

friði.

  Nóg í dag! 


Yndislegt

Heil og sæl öllsömul!

Ég var mjög snögg að kaupa mér nýju Biblíu þyðinguna, og hef verið að lesa hana meðfram eldri þyðingunni, kanski vegna þess að sú nyja er svo falleg, og heil,en mín gamla góða , orðin mjög þvæld

og sliti.Var að lesa kafla í þeirri nyju, úr Apókryfar bókasafninu, úr kafla sem heitir Bæn Manasse, og rakst þar á nokkur góð vers, sem uppörfuðu mig, læt þau fylgja þessum skrifum mínum ídag.

Náð Drottins er ómælanleg

og fyrirheiti þín órekjandi.

Því að þú ert Drottinn,

hinæðsti, samúðarríkur 

seinn til reiði

og mildur á miskunn.

Þú Drottinn hefur af gnægð mildi þinnar

og gæsku heitið þeim er brotið

hafa gegn þér ,að þeir

megi iðrast og hljóta hjálpræði.

 

Mildur á miskunn, þyðir að hann er miskunnsamur, við alla sem til hans leita.

Yndislegt! 


Fögur saga.

Sælt veri fólkið!

Hér kemur sérstök en falleg saga.

Jesús kom eitt sinn til Jeríkó, en þar bjó maður að nafni Sakkeus, hann var sérlega lágur vexti,svo var hanní því embætti að vera tollheimtumaður og auðugur.Langaði hann að sjá hver Jesús væri en tókst það ekki fyrir mannfjöldanum, því hann var lágur vexti.Hann hljóp þá á undan og og klifraði upp í mórberjatré til að sjá Jesú, en leið hans lá þar hjá.En er Jesús kom þar að leit hann upp og sagði við Sakkeus flyt þér ofan , því í dag ber mér að vera í húsi þínu. Og hann flytti sér niður og tók á móti honum glaður.Þeir sem sáu þetta létu illa við og sögðu, hann fer og heimsækir bersyndugan mann.

En Sakkeus sté fram og sagði:Heilming eigna minna  gef ég fátækum, og hafi ég nokkuð af nokkrum, gef ég honum ferfalt aftur.Jesús sagði þá: Í dag hefur hjálpræðið hlotnast húsi þessu.Því að Mannsonurinn er kominn til að leita að hinu tynda og frelsa það.

Mér finnst þessi saga af Jesú og Sakkeusi alveg mögnuð, hún synir svo vel hver Jesús er. Þessi maður var heldur betur fyrirlitinn í sínu samfélagi, en Jesús tók málstað hans.Jesús mun alltaf standa með þeim sem eru einir,fyrirlitnir eða niðurlægðir á einhvern hátt. Sakkeus breyttist mjög við að kynnast Jesú, hann sagði að ef hann hafi einhverntíma haft nokkuð af nokkrum myndi hann  skyla því aftur.Enn þann dag í dag er Jesús tilbúinn að koma inn í líf fólks, og gefa frið. Frið, sem er öllum öðrum friði æðri .

 

              Kær kveðja til ykkar allra! 


Sagnaþjóð

Konið þið sæl!

Við Islendingar erum sagnaþjóð.Höfum haft gaman af sögum ,mann fram af manni, og víst er að margur sagna gimsteinn hefur varðveist þessvegna.Jesús Kristur notaði þessa aðferð líka, og margar sögur sagði hann sínum samtíðarmönnum.Hann kallaði þær dæmisögur, og lagði út frá þeim boðskap sinn.Ein þessarra sagna er dæmisagan um góða hirðinn.Stutt, en boðskapurinn hnitmiðaður.

Nú á einhver yðar  hundrað sauði og tynir einum þeirra.Skilur hann ekki þá níu tíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim sem tyndur er þar til hann finnur hann? Og glaður leggur hann sauðinn á

herðar sér er hann finnur hann.Og er hann kemur heim kallar hann á vini sína og nágranna og segir við þá :Samgleðjist mér ég hef fundið sauðinn sem að týndur var. 

 


Ný flík

Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkvun, góðvild, auðmykt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum.Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður svo skuluð þér og gjöra.

Drottinn Guð þráir að fela þér kærleiks hlutverk í dag!Værir þú til í að syna einhverri þurfandi manneskju meðaumkun í dag? Værirðu til í að syna einhverri þurfandi manneskju meðaumkun og hlýju? Eða góðvild? Gætirðu auðmykt þig, ef á þarf að halda og synt hógværð  og langlyndi?

Ertu til í að biðja fyrir þeim  sem erfitt er að umbera? Eða fyrirgefa? Það er kanski erfiðast.Þetta hlutverk gæti Drottinn kallað þig til að vinna, í dag!

Ertu tilbúinn til þess? Biblían kallar þetta  að vera klæddur elskunni.Við ættum daglega að klæðast þeirri flík, og vera verkfæri Drottins, og miðla kærleika og byrtu Guðs góða heilaga and alltaf allar stundir. 

    Guð blessi ykkur í dag.


Boðorðin 10

Góðan dag!

1. Ég er Drottinn Guð þinn

þú skalt ekki aðra guði hafa.

2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins 

Guðs þíns við hégóma.

3. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.

4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.

5. Þú skalt ekki mann deyða.

6. Þú skalt ekki drygja hór.

7. Þú skalt ekki stela.

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni

gegn náunga þínum.

9. Þú skalt ekki  girnast hús náunga þíns.

10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, 

þjón, þernu, fénað eða nokkuð það,

sem náungi þinn á.

 

  Boðorðin 10 voru okkur gefin til þess að við sköðum okkur ekki!

                   Kær kveðja til ykkar allra Halldóra.
 


Gömul minning

Góðan dag gott fólk!

Gamalt atvik hefur verið svo ofarlega í huga mínum undanfarna daga.

Hef líklega verið um sex ára þegar þetta gerðist.Þannig var að  á hverjum sunnudags morgni fórum við sistkynin í sunnudagaskóla, en stundum var sunnudags steikin ekki tilbúin þegar við komum heim.Þá  fór pabbi stundum með okkur sistkynin í bíltúr til að stitta biðina.Oftast var farið niður á höfn, að skoða skipin. Þá var líka öðruvísi umhorfs þar, en er í dag.Eitt skiptið vildi pabbi endilega fara út úr bílnum og

ganga út á bryggjuna.Ég tók það ekki í mál, sagði að þyrði það ekki, gæti dottið niður litlu raufarnar á bryggjunni.Samt voru þar risa vörubílar, auk annarra.En ég sá fyrir mér að ég ditti niður raufarnar, og harðneitaði að koma út.En þá gerðist það,sem festi þessa minningu svo í huga mér.Pabbi rétti fram lófann sinn og sagði: Dóra, sjáðu lófann minn,hann er stór og hann er þykkur og hann er hlyr, settu nú litla lófann þinn í stóra lófann minn, og ég skal leiða þig.Og en þann dag í dag man ég eftir tilfinningunni að leggja litla lófann minn í hendina hans pabba.Öryggistilfinningin var algjör.

Þannig bíður Drottinn Guð okkur að leggja líf okkar í hans hendur.það er öruggt að fela líf sitt í Guðs hendur.Alla tíð hef ég mátt halda í þessa sterku hendi Drottins.Hann hefur verið trúfastur.Það eru nokkuð margir áratugir frá því við fórum í þennann bíltúr, þó mér finnist ég ekki hafa öll þessi ár að baki! Enþá er hönd Drottins útrétt.

               Guð blessi ykkur daginn!
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Jan. 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband