10.1.2010 | 22:43
Island eitt og ydirgefið.
Blessuð og sæl!
Þessi yfirskrift á fréttinni fékk mig til að hugsa; Nei við erum heilög þjóð frami fyrir augliti Drottins Guðs.
Það er búið að biðja fyrir þessari þjóð og þessu landi áratugum saman, og Drottinn mun ekki skylja okkur eftir ein og yfirgefin. hann hefur velþóknun á okkur,hveerju og einu. Svo verðum við að muna að mennirnir hafa hlaupið út úr áætlun Guðs og treyst um of á auð sinn og velgengni í peningamálum.Við sem sátum og horfðum á vissum alltaf að allt sem fer upp fer líka einhverntíma niður. Og við ræddum þau mál yfir kaffibollunum, og gátum ekkert gert.Hvað um það,þessi grein er nokkuð raunsæ,en það skiptir engu máli hvernig allt er! Drottinn er hinn sami, og mun ekkert breytast! Nú þurfum við bara að gera eins og forfeður okkar og mæður gerðu,byrja upp á nytt og biðja blessanir Guðs yfir okkur og landið okkar!
Bænin má aldrei
bresta þig.
Búin er freisting ymislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að Drottins náð.
Kærleiks kveðjur
Halldóra.
![]() |
Ísland eitt og yfirgefið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 12:34
Hugleiðing og kvatning.
Góðan dag!
Hér er ljóð eftir Dr. Sigurbjörn Einarsson.
Heilagur andi,hjálp mín trú.
Heilagur andi,hjálp mín trú,
hjarta mitt snert og opna þú,
tendra þar ljós sem lysi mér
lífsins brautina heim með þér.
Þríeini Guð í hæstri hæð
hjá mér þú ert í minni smæð,
vermdu og blessa brjóstið mitt,
berðu í hús mittljósið þitt.
Hugur og tunga allt sem er,
eilífa lofgjörð færi þér,
verk mín og dagfar vitni um þig,
vegsami þig sem elskar mig.Amen.
Kæri vinur!
Nú er sá tími runninn upp að nú er þörf á
að biðja! Biðja Guð um faræla lausn
inn í þær aðstæður sem landið er í.
Það er kvatning mín til okkar allra
að biðja Drottinn Guð skapara himins
og jarðar um að styrkja og styra þeim sem standa
í framlínu fyrir landið,til þess að allt farai vel.
Það viljum við öll.
Guð blessi okkur öll og veri með okkur!
Kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2010 | 15:54
Hann kom með reikninginn og rakti hann út.
Góðan dag!
Gamlan einsetu mann dreymdi eitt sinn draum.Hann dreymdi að satan kæmi til sín með langann pappís stranga,ræki hann sundur frammi fyrir honum og segði:Þetta er reikningurinn þinn,svo hló sá gamli hæðnishlátri.En gamli einsetumaðurinn dró kross þvert yfir orðin og svaraði " Og þett er greiðslan"
Það hafa eflaust margir mætt óvininum á slíkann hátt,þar sem hann fær fólk til að finna til sektar sinnar.Og hann ryfjar upp og minnir fólk á hversu ómögulegt það er, og að það eigi ekki fyrirgefningu Guðs.En við getum verið hugrökk og örugg ,því Kristur sjálfur tók á sig alla synd ogvið getum sett krossmark yfir þennan syndalista sem óvinurinn minnir okkur á.Það hefur vissulega verið greitt fyrir syndir okkar.Við skulum hafa augun á krossinum í stað þess að láta satan minna okkur á gamlar fyrirgefnar syndir.Því þegar þú lytur á krossinn missir satan máttinn til að svifta þig kjarki,enda er hann nú þegar sigraður! Hann getur ekki ákært barn Guðs fyrir neitt.það hefur verið friðþægt fyrir okkur og öll skuldin goldin á krossinum.
Uppá hæðinni miklu stóð heilagur kross
sem er hæddur af þúsundum enn.
Sjá ég elska þann kross þar sem fórnin var færð,
sem að frelsaði synduga menn.
Guð veri með þér kæri vinur!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2010 | 23:01
Krýsuvíkurkirkja brann í nótt.
Sæl öll!
Þetta var dapurlegt.Þetta guðshús hafði svo mikið menningarlegt gildi fyrir Íslensku þjóðina,enda byggt í upphafi 1856 eða þar um bil.Og í umsjá Þjóðminjasafnsins.Hvað er fólk að flækjast þarna á þessum tíma? Ef viðkomandi hefur haldið að enginn hafi fylgst með,þá er það misskylningur,því augu Drottins sjá hvert okkar skref.Og svo það að í lok tímanna verðu allt opinbert,vont og gott. Dáldið flókið fyrir huga okkar,en þannig mælir Biblían.Hvað varðar þessa litlu kirkju þá er mikill sjónarsviptir af henni.Og gaman væri að byggja hana upp aftur! Svo er önnur hugsun sem flygur gegnum huga minn og hún er sú að nú verður gerandinn að lifa með þennan verknað á samviskunni allt sitt líf.Samt geri ég mér grein fyrir því að sennilega var sá aðilli í þannig ástandi að hann veit kanski ekki af því sem hann gerði, eins og er.En samviskan hún veit! Mitt í þessu öllu þá er gott að vita að Guð er fyrirgefandi Guð og hann getur reyst þessa manneskju á fætur og komið henni til betra lífs, ef sá eða sú vill það frá dypstu hjartans rótum.
eitt að lokum Sannleikurinn mun gera okkur frjáls!
Í Guðs friði
Halldóra.
![]() |
Krýsuvíkurkirkja brann í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2010 | 13:37
Skemdarverk unnin á Grensáskirkju-Finn til hryggðar vegna þess.
Gleðilegt ár!
Ég er mjög hrygg í hjarta mínu vegna þessarar fréttar.Fyrir mér er þessi kirkja sú sem er mér mjög kær og ég á tilfinningaleg tengsl við hana að ymsu leiti.Ég var fermd frá þessari kirkju og við hjónin gift af pesti safnaðarins á þeim tíma.Svo sótti ég samkomur þegar Ungt fólk með hlutverk var þar til húsa á áttunda áratugnum.Burt séð frá þessu þá spyr maður sigHver er tilgangurinn? Hvað hefur þetta hús gert viðkomandi? Ef viðkomandi er pirraður út í Guð,þá er hann ekki hús úr steini,hann byr þar inni.Þannig að ef tilgangurinn einn hefur sennilega verið að skemma.Og brjóta allar þessar rúður,hvað er svona sniðugt við það? Spyr sá sem ekki veit. Eitt er allavega skyrt og það er að viðkomandi á ekki frið í hjarta,og gengur ekki um sem boðberi friðar. En ég veit að frá þessari stundu verða margir til þess að biðja fyrir viðkomandi.Og þegar við biðjum starfar Guð. Þannig að hvort sem þarna voru einn eða fleiri,þá verða sá eða þeir nefndir við Guð.Vegna þess að kirkjan er boðberi fyrirgefningar og kærleika Jesú.Og tilgangur óvinarins er að brjóta niður.En kirkjan byggir upp! Ég bið Guð að blessa þessa kirkju sem og allar aðrar kirkjur landsins, og bið Drottinn Guð himinsins að miskunna gerandanum. Biblían segir að augu Guðs hvarfli um alla jörðina , og þessvegna getur enginn dulist honum!
Að öðru leiti megi friður og kærleiki margfaldast .
Óska ykkur gleðilegs árs og blessunar Guðs1
Halldóra.
![]() |
24 rúður brotnar í Grensáskirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 79742
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar