31.1.2008 | 12:41
Eld gamall texti.
Sæl verið þið!
Hér kemur sálmur 139, úr Nýja testamenti frá
1866.
Drottinn þú rannsakar og þekkir mig.
Hvert sem ég sit eða stend upp, þá veist þú það.
Þú skynjar mínar hugrenníngar áleingdar.
Minn gáng og mitt legurúm skoðar þú og
alla mína vegi þekkir þú nákvæmlega.
Því þar er ekki eitt orð á minni túngu
að þú, Drottinn!ekki vitir það alt saman.
Þú ert fyrir framan mig, og að baki mér,
og heldur yfir mér þinni hendi.
Varð bara að leyfa ykkur að njóta þess
að lesa þetta forna mál með mér.Textinn sjálfur
er afar fallegur og um leið trúarstyrkjandi.
Svo er tilvalið að fletta upp í nyju þyðingu Biblíunnar
og bera saman.
Dagurinn í dag er hátíðis dagur í mínu lífi, og ég er Guði svo
þakklát fyrir þennan dag.Ástæðan er að í dag er sonur okkar
19 ára. Svo hér er brún terta og hamingja í dag!
kveðja Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 10:45
Tilgangsríkt líf.
Sælt veri fólkið!
Ég hef verið að lesa góða bók, undanfarið Tilgangsríkt líf heitir hún.
Ég mæli með þessari bók.Hún er í senn uppbyggjandi og fræðandi.
Er að lesa hana í annað sinn, til að ná öllum góðu púnktunum.
M.a. stendur í þessari bók:
Þú ert handsmíðað listaverk Guðs.Þú ert ekki afurð færibands,
fjölda framleiddur, án hugsunar.Þú ert sérsmíðað einstakt,
upprunalegt meistaraverk.
Guð skapaði þig og mótaði þig vísvitandi til að þjóna honum á
þann hátt sem gerir þjónustu þína einstaka.Hann blandaði
vandlega DNA- blönduna sem skapaði þig!
Svo er komið inn á svo marga góða púnkta sem skipta máli,
eins og það að það skiptir máli að vera kurteis og tillitssöm
við hvert annað.Einnig það að vera þolinmóður við fólk sem pirrar okkur.
Það er líka fjallað um hvernig kristin samfélög eiga að vera,kærleiksrík,
hlý og miskunnsöm auk þess kvetjandi og fyrirgefandi.
Bókin er eiginlega ferðala, í fjörtíu daga, einn kafli á dag.
Bókin er bara góð, kvet þig til að fá þér hana!
Guð gefi þér góðan dag og yndislegann!
HÁ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2008 | 15:46
Um konur,og fyrir konur!
Góðan og blessaðan daginn,elsku vinir!
Það er annars merkilegt hvað Drottinn Guð getur notað
okkur til þess að vera boðberar fagnaðarerindisins.Hann
notar karla, konur og börn. Í dag ætla ég að fjalla um konur
sem hafa verið sendiboðar Krists. Meira að segja stendur í
sálmunum, Konurnar sem sigur boða er mikill her"
Er það ekki merkilegt að það voru konur sem voru fyrstar til að
snúast til kristinnar trúar í Evrópu! ( post. 16:14)
Það voru líka konur sem voru fyrstar til að kunngjöra upprisuna
(Matt. 28:8)
Það voru líka konur sem voru síðastar hjá Jesú við krossinn
(Lúk. 15:47)
Marta og María voru í vinahópi Jesú (Lúk.10:38)
Jesús kallaði konur til fylgdar við sig og vitið til hann þráir
að blessa konur í dag, og gera þær að blessun.
Ég kvet ykkur konur til að biðja Drottinn að senda einhvern í
veg ykkar sem þarfnast blessunar frá ykkur.kanski bara uppörfandi orð,
hlytt handtak, eða fyrirbæn.Það auðgar líf okkar svo mikið að blessa aðra.Það er líka tilvalið að senda sms til einhvers, sem þú veist að þarf
uppörfun, nú eða bara þó það sé engin bryn þörf.Bara sá blessunum!
Ég fékk í vikunni sem leið sent svona sms með ritningar orði.ég get varla
lyst því hvað það gladdi mitt litla hjarta.
Leyfðu Guði að nota þig, sér til dyrðar í dag!
Drottinn blessi þig!
Kv. Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 17:41
Boðskapur dagsins.
Heil og sæl!
Í þessum pistlum mínum hér, hef ég reynt að vera stutt orð, en kjarnyrt.
Því að ef að textinn er of langur nennir enginn að lesa.
Í dag ætla ég að tæpa á texta úr Nýja testa mentinu, sem er mjög þörf lesning okkur öllum.
Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin.
Ég segi við yður , að þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því að hann er hásæti
Guðs, né við jörðina, því hún er skör fóta hans, né við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla
konungs.Og eigi skaltu sverja við höfuð þitt, því þú getur ekki gert eitt hár hvítt eða svart.
En þegar þér talið sé já yðar já og nei yðar nei.
Svo stendur líka þetta snilldar vers í Guðs orði:Þér hafið heyrt að sagt var,Þú skalt elska
náunga þinn, og hata óvin þinn.Ég, segi yður , og það eru orð Jesú,Elskið óvini yðar og
biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður, svo að þið reynist börn föður yðar á himni.
Og svo sagði sjálfur sonur Guðs, lærið af mér , því ég er hógvær og af hjarta lítillátur.
Sem sé ,það gilda önnur lögmál í hinum kristna heimi.
Hver er vitur og skinsamur yðar á meðal?Hann láti með góðri hegðun verk sín lysa
hóglátri speki.En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta, þá stærið yður ekki
og ljúgið ekki gegn sannleikanum.Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, djöfulleg.
Því að hvar sem ofsi og eigingirni er þar er óstjórn og allls kyns böl.
En sú speki sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm,ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg , hræsnislaus.
En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa ,er frið semja .
Las þennan texta mér til blessunar í dag, og ég veit að hann verður líka til blessunar
fyrir hvern þann sem skoðar texta dagsins!
Ætla mér að koma með slíkann kjarna biðskap annað slagið!
Kveð þá núna með, með þeirri fögru kveðju
Bless!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 12:25
Vopnið.
Góðan dag, gott fólk!
Í dag ætla ég að fjalla svolítið um freistingar.
Sjálfur Jesús Kristur, varð fyrir freistingum, eins og hver
annar maður,en hann sá við óvininum, og rak hann brott.
Satan kom að Jesú þegar hann var þreyttur og hafði fastað
í fjörtíu daga og nætur, en Jesús stóðst klæki óvinarins .
satan leggur í veg okkar líka hinar ymsu syndir, og reynir að
fella okkur.Með því að setjast á öxlina okkar og hrópa inn í eyru
og vitund okkar að hitt og þetta sé nú ekki svo slæmt,hann reynir
sem sé ymis brögð.Eitt stæsta vopn hins illa er að koma ósættum af stað.
Og gera okkur svo upptekin af þessum vondu kringumstæðum , til
þess eins að taka frá okkur gleði og frið.En við eigum vopn, sem Jesús
notaði, reka óvininn burt!
Gamall sálmur segir:Þó mannkyns morðinginn, nú magni fjandskapinn
hann engu orka kann, því áður dóm fékk hann.
Eitt orð mun fljótt hann fella!
Djöfullinn reyndi að fella sjálfan Meistarann, en Jesús notaði vopnið,
sem við kristið fólk meigum líka nota, okkur er gefið það vald.
Verum sterkir og heilshugar kristnir einstaklingar!
Hlý kveðja
HÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 12:06
Einföld leið til jákvæðni.
Heil og sæl
Hugsið ykkur hvað það er mikill munur á því að hitta manneskju sem er jákvæð og
glöð! Okkur finnst jafn ömurlegt að hitta fyrir fólk sem er alltaf neikvætt og brosir
helst ekki.Lífið er ekki alltaf eintóm gleði, það veit ég vel.En að hitta fólk sem hefur einsett sér að
brosa og vera gefandi, það gleður hjartað.Og jákvæðni, bætir heilsuna!!
Biblían segir,Glatt hjarta veitir góða heilsubót!
Ég held að það sé mjög heilsuspillandi að vera reiður og skapvondur.Þá kemur til það afl sem
byr í okkur öllum og það er að hafa hemil á sjálfum sér, ákveða það að vera jákvæður og strá byrtu
allt í kringum sig.Þá kemur friður af sjálfu sér, öllum líður vel með manni.
Og jákvætt tal, uppörfun og bros gera alltí kringum okkur að fagnaðar stund.
Ég veit það besta ráð til að fá hjálp til að eignast svona gleði og jákvæðni, er að tala við Drottinn
Guð.Og segja við hann, Drottinn fylltu mig að gleði og jákvæðni,og gefðu mér styrk til þess að taka
á móti.
Þetta er einföld leið til þess að eignast gleði, sem við getum borið áfram!
Svo er það líka mjög áriðandi að sofa vel, fara út að ganga.
Með gleði og breiðu brosi
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 10:37
Sannleikurinn mun gera okkur frjáls.
Góðan og blessaðan dag, kæru landar!
á einum stað í Biblíunni stendur að sannleikurinn muni gera okkur frjáls.
Og það er svo mikill vísdómur í því.En það sorglega er að margt fólk sér það ekki,
jafnvel fólk sem kennir sig við Krist.Ef við gerum ekki það sem rétt er, erum við
fjötruð.Jafnvel, sá sem ætlar að réttlæta sig með lygi, er í miklum fjötrum.Hvít lygi
getur varla verið svo alvarleg, hugsa sumir, en hún er jafn fjötrandi og öll önnur
synd.Bara það að segja, ég skal gera þetta, eða ég skal koma,og standa svo
ekki við gefin loforð, er líka hræðilega ljótt, því eftir stendur sá sem svikinn var.
Hvað þá öll önnur ótrúmenska.
Í Orðskviðum Salómons standa þessi viturlegu orð:Ver þú ekki meðal þeirra er
ganga til handsala., meðal þeirra er ganga í ábyrgð fyrir skuldum.
Því þegar þú hefur ekkert að borga með,villtu láta taka sængina undan þér?
Á öðrum stað í Orðskviðunum, stendur að sá sem gangi í ábyrgð fyrir náunga sinn
sé kominn á vald hans.
Og það er líka önnur kvatning í þessum dúr,mjög merkileg, en það stendur:
Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.
Og eitt í viðbót,Áræðanlegur maður blessast ríkulega!
Besta leiðin til betra lífs er að fela Drottni vegu sína treysta honum,
og hann mun vel fyrir sjá.
Munum að sannleikurinn mun gera okkur frjáls!
Brostu, það kostar ekkert!
Kveðjur úr snjókomunni
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 10:07
Kvatning og styrkur.
Góðan dag!
Biblían geymir margar hinna fegurstu perla sem við getum fundið
meðal bókmenntanna.Þó Biblían sé að öllu leiti miklu meira en bókmenntir.
Hún er Guðs orð!
Sértu dapur, á hún kvatningu og uppörfun, Jesús sagði:
Komið til mín allir þér sem erfiðið hafið og þungar byrðar
, og ég mun veita yður hvíld.
Svo er hér annað uppörfunar orð frá himni Guðs til okkar
allra:
Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin,
þá skulu þau ekki flæða yfir þig.Gangir þú gegnum eld, skalt þú
ekki brenna þig, og loginn skal eigi granda þér. Því að
ég Drottinn, er Guð þinn.
Og enn heldu blessunin áram;
Engill Drottins setur vörð
kringum þá er óttast hann
og frelsar þá.
Svo meigum við biðja eins og sálmaskáldið Davíð
gerir í sálmi 144, Rétt út hönd þína frá hæðum!
Og biðja Lausnarann um styrk og hjálp, í öllum
kringumstæðum.
Kærleiks kveðjur,
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 07:37
Kristin samfélög
Heil og sæl!
Í´Guðs orði stendur, Verið glaðir, vegna samfélagsins við Drottinn.
Ég tel að það eigi að vera gaman að fara í kirkju,eða kristilega samkomu.
Og að þær stundir eigi að vera gleði ríkar.Með þessum orðum er ég ekki að
ráðast á einn eða neinn.Man sem unglingur eftir útisamkomunum sem
Hjálpræðisherinn var með á Lækjartorgi.Tónlist og gleði.Og vitnisburður
hermanna og annarra sem þeim fylgdu, um gleði trúarinnar.Mér finnst ég
heyra óminn af þessum stundum hjá þeim, innra með mér, af því að það var
svo mikil gleði.
Svo sótti ég KFUK, barnastarfið og unglingastarfið, og það var sama sagan þar.
Alltaf svo gaman, svo mikil gleði!
Um það leiti voru stofnaðar svo kallaðar frí kirkjur, frjáls kristin samfélög, með
mikla gleði tónlist.Trommur og bassa gítarar voru allt í einu orðin kirkju hljóðfæri!
Og það sem gerðist var að allir sungu með, og klöppuðu jafnvel.
Þar rættust orð Biblíunnar: Ég var glaður er menn sögðu við mig: Göngum í hús Drottins!
Ég hef oft verið á svo yndislegum og gleðiríkum samkomum, að mann hefur ekki langað að fara
heim.Það er líka svo gott við þessar samkomur að söngurinn sem sunginn er, er yfirleitt í
tóntegund sem venjulegt fólk ræður við.Og allir taka þátt.
Á einu tímabili í lífi mínu höfðaði sálmasöngur mjög vel til mín, þá helst ef sungnir voru erfiðir og lítt þekktir sálmar.Þá reyndi ég bara að læra þá,átti líka gott með að læra utan að.
Í guðsríkinu eru því til margar leiðir fyrir okkur að sækja kirkjur og samkomur, það er eitthvað í boði
fyrir alla.Látum þessvegna ekki hjá líða að fara í guðshús!
Hér er uppskrift að því hvernig við eigum að lofa Guð í helgidómi hans.
Hallellúja!
Lofið Drottinn í helgidómi hans,
lofið hann í voldugri festingu hans!
Lofið hann fyrir máttar verk hans!,
lofið hann eftir mikilleik hátígnar hans!
Lofið hann með lúðurhljómi,
lofið hann með hörpu og gígju!
Lofið hann með bumbum og gleðidansi,
lofið hann með strengjaleik og hjarðpípum!
Lofið hann með hljómandi skálabumbum,
lofið hann með hvellandi skálabumbum!
Allt sem andardrátt hefir lofi Drottinn!
Hallelúja!
Ég segi aftur, Verið glöð!
Drottinn blessi þig í dag!
Kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 08:25
Skjól.
Guð gefi ykkur öllum góðan og skemtilega dag!
Látið orð Guðs og anda hans móta hugarfar ykkar, orð og verk.Ef þið gerið þetta
þá munuð þið fá að reyna og þekkja vilja Guðs,sem er hið góða fagra og fullkomna.
Þessi orð Biblíunnar kvetja okkur til að láta orð Guðs og heilagan anda hans, móta líf okkar, og framkomu. Biblían er áhrifavaldur.Orð Guðs getur breytt öllu okkar lífi.Ef við viljum að hið góða fagra og fullkomna ríki í lífi okkar, þá er besta leiðin að lesa orð Guðs Biblíuna, og fara eftir því, og leyfa boðskapnum að blessa þig.
Lestu þetta með opnum huga:
Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta.
Sá er gistir í skjóli hins almáttka
Sá er segir við Drottinn : Hæli mit
og háborg.Guð minn er ég trúi á!
Hann skylir mér með fjöðrum sínum
undir vængjum þínum mátt þú
hælis leyta, trúfesti hans er skjöldur og verja.
Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast
tjald þitt.Því að þín vegna byður hann englum sínum
til þess að gæta þín á öllum vegum þínum, og
þeir munu bera þig á höndum sér, til
þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.
Ákalli hann mig , mun ég bænheyra hann
ég er hjá honum í neyðinni.
Drottinn blessi ykkur á allar hliðar!
Kveðjur og knús til ykkar nær og fjær!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar