Strákar í vanda.

Komið þið sæl!
Hér er einn góður til að brosa!

Faðir nokkur átti tvo syni.Þetta voru kraftmiklir strákar sem stöðugt komu sér í vanda með tiltækjum sínum.Faðir þeirra ákvað dag einn að ræða við þá um guðfræðileg málefni ef það mætti verða til þess að koma þeim til betri vegar.
Eitt sinn þegar eldri drengurinn var úti að leika sér kallaði á þann yngri og sagði. Siggi hvar er Guð? Siggi leit hægt upp á föður sinn og horfði á hann tómlátum augum og þagði.Eftir all langa þögn spurði faðir hans aftur Siggi,hvar er Guð? Engin svipbrigði sáust á drengnum sem stöðugt horfði á föður sinn þögull. Í þriðja sinn reyndi pabbi Sigga,veistu hvar Guð er? Þegar hann fékk ekkert svar syndist honum að rökræðurnar um Guð yrðu að bíða þar til síðar.
Hann sagði því,Allt í lagi farðu bara út að leika þér.Siggi lét ekki segja sér það tvisvar og hljóp í spretti út og á bak við húsið þar sem bróðir hans var að leik.Honum var mikið niðri fyrir og sagði: Nonni við erum í miklum vanda staddir.Guð er tyndur og pabbi heldur að við höfum tekið hann.

Munum að brosa,það gæti breytt deginum fyrir einhvern!

Bestu kveðjur úr Garðabæ

Halldóra.


Frumvarp um flugvöll til framtíðar

Sælt veri fólkið!
Það er bjartur og fallegur dagur í dag,en nokkuð mikill snjór enþá.Mér varð á að kíkja á þessa frétt um flugvöllinn í Reykjavík.Og það fyrsta sem ég hugsaði var,hvert á hann að fara? Þegar ég var krakki var nokkuð mikill sjarmi kringum flugvöllinn í huga mínum,gamli flugvallarvegurinn svo ósléttur að maður fékk í magann þegar keyrt var greitt.Og það var mjög spennandi fyrir okkur krakkana.Mörgum áratugum seinna þegar undirrituð var á fæðingardeildinni fann maður fyrir því að smá ónæði var af vellinum. En ég naut þess að horfa á þegar þær hófu sig til flugs og komu til lendingar samt sem áður.Þannig eru oft margar hliðar á sama máli.Í dag finnst mér yndislegt að heyra í flugvélunum og sjá þær þaðan sem ég by.Og af persónulegum ástæðum þá finnst mér flugvélar eitt það stórkostlegasta sem menn hafa búið til.Og innst inni finnst mér ákveðinn sjarmi að hafa völlinn þar sem hann er.Hvað sem öryggi,hagkvæmni og öðru líður.
Þetta er nú bara svona smá þankagangur í hádeginu.

En það allra mikilvægasta er að biðja Guð að blessa land okkar og þjóð og fela honum allt sem gert er.
Njótið dagsins.Elskið friðinn. Og Guð veri með okkur öllum!

Bestu kveðjur.

Halldóra.


mbl.is Frumvarp um flugvöll til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falleg saga.

Komið þið sæl!

Hér er falleg saga og unhugsunar verð.

Það var ekkja sem átti þrjú börn,hún hafði misst manninn sinn og var mjög fátæk.Hænurnar hennar fengu sjúkdóm og dóu,svo nú voru engin egg til að selja.Hún átti mjög lítið af mjöli í krukku til að baka brauð,en hún bakaði úr því sem til var.Daginn eftir þegar börnin voru að fara í skólann útbjó hún nesti og það var minna í nestisboxinu en áður hafði verið.Yngsti sonurinn var heima,ekki kominn á skóla aldur.Þegar börnin voru farin fór hún inn í stofu og fól andlit sitt í hendur sínar og grét.Drengurinn litli heyrði til hennar og kom og spurði,mamma hvers vegna grætur þú? Hún beygði sig niður og tók utan um litla drenginn og sagði,við erum svo fátæk og ég á ekkert mjöl til að baka brauð handa okkur.Ég varð að skrapa botninn á mjölboxinu til að geta bakað brauðið.Þá sagði drengurinn" Já, en mamma,Guð heyrir bænir og þá hlytur hann að heyra þegar þú skrapar botninn á mjölboxinu.Mamma brosti.Seinna þennan dag var bankað á dyrnar hjá þeim.Unglings drengur,sonur nágrannakonu þeirra stóð við dyrnar og sagði að mamma hans hefði beðið hann að koma með þessa körfu af því að mamma hans héldi að þau vantaði það sem í körfunni var Konan tók við körfunni og þakkaði kærlega fyrir.Í körfunni var mjöl,ávextir,egg og ymislegt fleira sem kom sér vel.Guð heyrði skrapið í tómri krúsinni!

Munum eftir bæninni. Leggðu allt í Guðs heilögu hendur.Hann mun koma öllu vel til vegar fyrir þig!

Guð blessi þig!

Halldóra.


Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Jan. 2012
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 79724

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband