Góð ráð.

Góðan dag!

Mig langar til þess að kvetja ykkur kæru vinir til þess að leita Drottins Guðs undir öllum kringumstæðum lífsins.Þegar vel gengur líka,ekki bara í neyð.Það er reynsla mín að það hjálpar.

Jesús sagði eitt sinn Ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. Þetta loforð stendur en.

Það stendur líka í sálmunum  Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá.

Þú skalt biðja Guð að vera með þér sjálfum og þínu fólki,síðan skaltu stækka sjóndeildarhringinn og biðja fyrir ráðamönnum þjóðarinnar að Guð gefi þeim visku og góða heilsu.

Verum samtaka í að biðja þannig blessun yfir landið okkar!

    Bestu kveðjur

                                  Halldóra.


Mælt með að konan sé yngri og klárari.

Komið þið sæl!

Þegar ég renndi augunum yfir þessa frétt  fannst mér hún tóm vitleysa,en þegar ég fór að hugsa betur um hana fannst mér hún en vitlausari. Ég hef nefnilega skoðun á þessum málum eins og örugglega flestir. Aldur er nefnilega afstæður.En fólk getur líka verið að gera ranga hluti í sambandi við sambúð eða hjónaband.Vissi af manni hér á árunum áður sem var rúmlega fertugur en konan sem hann var með var komin yfir sextugt.Og það skein út úr honum vansælan.Og hann minnt mig á karakter eins og okkar frábæra Ragnar Reykás.Því svo fór þessi náungi að yngja upp og það var hinn endinn á aldursmuninum,hún var jafnaldra mín eitthvað um tvítugt kanski nítján. Þannig að vel skal vanda það sem lengi skal standa! Það er annars merkilegt að hugsa umþað hvað það er sem dregur mann að konu? Er það útlitið? gáfurnar? trúar skoðun? eða önnur sameiginleg reynsla? Einhverntíma var talað um líkamslikt,að fólk ómeðvitað laðaðist að hvort öðru gegnum hana.Hvað svo sem það nú er þá tel ég ástina vera eins og innra segulstál sem laðar aðra manneskju að . Hér áður fyrr var það óskrifuð regla að konan væri yngri,væri heimavinnandi og hugsaði um börn og bú. Og öllum fannst það æði.Svo kom hippa tímabilið og þá fóru konur að menta sig meira og urðu kanski mentaðri en karlinn,af því að hann vann á sjónum eða sem bifvélavirki,svo dæmi séu tekin.Konan hafði bara meiri tíma til að lesa og fara í langskóla nám af því að maðurinn vann sína vinnu og börnin uxu upp.Hvað um það þá er tryggðin og ástin eitthvað sem best er að fara vel með.

Og ef eitthvað kemur upp í sambandinu þá mæli ég með að fólk sættist og hlúi hvort að öðru því það er ekkert víst að einhver önnur manneskja geti geert okkur hamingjusamari. Og ég mæli með að fólk í hjonabandi eða sambúð biðji saman,það gefur einlægninni  en stærra pláss í lífinu.

  Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi!

                    Kærar kveðjur.

                                              Halldóra.


mbl.is Mælt með að konan sé yngri og klárari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er að störfum núna.

Komið þið sæl!

Í dag langar mig að minna okkur á vers úr Hebreabréfinu 8:1 Kristur er okkar æðstiprestur.Hann situr á himnum í hinu æðsta heiðurssæti við hlið Guðs.Prestsstörf sín vinnur  hann í helgidómi himnanna,hinum sanna tilbeiðslustað. Þá spyr maður sig hvað er hann að gera á þessum tilbeiðslustað? Svarið er í Rómverjabréfinu 8:34 Því að hann dó fyrir okkur og situr  nú í hásæti dyrðarinnar á himnum og biður fyrir okkur.

Sjáið hvílkikan Guð við við eigum! Hann hefur gefið okkur Jesú sem hefur þá vinnu að biðja fyrir okkur!

Hvernig sem þér líður og hvernig sem allt er þá er Jesús að biðja fyrir þér .Jafnvel þó að enginn myndi muna eftir þér,þá man Jesús eftir þér og kallar þig með nafni.

Kæri vinur! Jesús elskar þig og bíður að heyra í þér.

  Kærar kveðjur og blessun Guðs veri með ykkur.

 

                                    Halldóra.


Þú ert frábær.

Komið þið sæl !

Það er annars alveg frábært hjá Guði  að hafa skapað þig,já og mig.Því við erum sköpuð fyrir hvert annað.Ef við værum ein í heiminum væri enginn sem brosti til okkar enginn sem faðmaði okkur enginn sem eldaði matinn og við mundum ekki nenna að skúra.Við getum haldið áfram á þessari braut. Sleppum því! Þú ert alveg einstök sköpun Guðs og hann er ánægður með þig! Kanski hefurðu farið illa með það sem Guð gaf þér.Allt í lagi með það. Guð hefur samt ekki gefist upp á þér. Ég hitti einu sinni mann sem var að starfa í kristilegu samhengi, og hann gerði grín að hinum kristnu,að vera frelsaður ,er ekki fyrir mig sagði hann.Ég sagði við hann þú gætir sjálfur frelsast einn daginn,en hann hélt nú ekki.Ég sagði honum að ég myndi talla um þetta við Guð að það væri ómögulegt að hafa mann að störfum í ríki GUðs sem hefði ekki upplifað að vera frelsaður.Nokkrum árum seinna frelsaðist þessi náungi.Hann varð brennandi fyrir Guð og ríki hans.Leiðir okkar lágu ekki saman aftur ,en ég hef fylgst með þessum manni úr fjarska. Þetta bænasvar synitr vel hvernig Guð er. Honum er ekki sama um neina manneskju,hver og ein er sérstök sköpun hans.Og í dag hefur DRottinn Guð sett þig á þann stað sem þú ert,og hann vill fá að nota þig,til að gleðja og blessa aðra.Koma með uppörfun og  gleði þar semþú ferð. Þitt hlutverk er mjög merkilegt! Að vera sendill fyrir Guð til annarra.Farðu og stráðu blessunum Guðs alls staðar þar sem þú ferð í dag.Þú ert mikilvægur!

Óttastu ekkert því Drottinn mun vera með þér!

Svo mæli ég með því að þú komir á samkomu í Íslensku Kristskirkjuna í kvöldSmile kl.20

Til að upplifa frábæra lofgjörð  og samfélag.

 

                                   Kær kveðja 

                                                            Halldóra.


Handtekinn við að hella upp á.

Sælt veri fólkið!

Þegar ég las þessa frétt ef frétt skyldi kalla þá hugsaði ég ,ææ.

Ég held að mér hefði ekki brugðið svona hræðilega þó ég hefði séð það sama og hún þessi viðkvæma

kynsystir mín.Svo held ég bara að að ég hefði haldið mína leið, og minningin um þetta atvik bara orðið að engu.Kanski er það aldurinn? Kanski er komin svo mikil ró yfir mann þegar maður hefur fyllt hálfa öld? Það er ekki gott að segja. Ég hef hins vegar aldrei misst mig þó að eitthvað óheppilegt hafi hent hitt kynið.Og hef lyst því yfir að þó að það væru hundrað alsberir karlar fyrir framan mig,þá myndi ég gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að hjálpa þeim að finna á sig spjarir.

Þetta eru svona kjánalegar vangaveltur. Og þó!

Eitt boðorð Biblíunnar er þú skalt ekki girnast hefur með þetta að gera, að við bættu því ,þú skalt ekki girnast konu nánunga þíns,þjón hans eða þernu,eða nokkuð það sem náungi þinn á.

   Njótið dagsins og helgarinnar !

                 Í Guðs friði!

                                                 Halldóra.


mbl.is Handtekinn fyrir að hella upp á kaffi berrassaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldar reglur.

Kæru vinir komið þið sæl!

Nú fer skammdegismyrkrið að skella á okkur af fullum þunga, og þá er gott að kunna nokkur ráð til þess að atyðja sig við.Hér eru örfá góð ráð:

 

Vakna á morgnana,ekki sofa fram yfir hádegi.

2.  Borða hollan morgunmat og fara svo út að labba

3. Biðja bænirnar sínar.

4.Hafa ljósin kveikt 

5. Finna sér eitthvað að gera s. s. vera með handavinnu eða góða bók.

Þetta eru mjög einfaldar reglur eða aðferðir  og auðveldar í framkvæmd.

 Gangi ykkur vel og hafið Guð með í för. 

 

                    Kærar kveðjur 

                                           Halldóra.


Kurteisi

Komið þið sæl!

Mig langar til að fjalla um ókurteisi í þetta sinn. Þannig er að ég fór út með ruslið sem ér í sjálfu sér ekki merkilegt.En í grendinni sát unglingar og voru áð spjalla saman og af því að þau töluðu hátt og fóru mikinn, leit ég í áttina til þeirra en hélt svo mínu striki. Í baka leiðinni blöstu þau við mér og mér þótti það ekkert tiltöku mál,nema hvað ein stúlkan sendi mér puttann.Ég fór bara mína leið inn til mín. Og fór að hugsa um hvernig  svona ungt fólk getur verið.Ég er ekkert sérstaklega gömul og man því mjög vel mín unglingsár, og það veit Guð að ekki datt manni neitt slíkt í hug.Virðing fyrir fullorðnum var svo mikl.

Það var lenska að standa upp fyrir fullorðnum í strætó og þótti eðlilegt. Var að hugleiða hvort við fullorðna fólkið hefðum brugðist einhversstaðar í þessum efnum.Kurteisi kostar ekkert.Og vonandi er þetta ekki algengt meðal unglinga. Þeir unglingar sem eru í kring um mig syna manni ekki slíkan dónaskap. Það er bara umhugsunarefni hvort ekki sé við fullorðna fólkið að sakast. Svo er annað ég hef séð fullorðið fólk syna dónaskap í umferðinni, alveg samskonar og þessi stúlka.Þannig að allir ættu að vera þess minnugir að syna öðrum virðingu.

Eitt boðorð Biblíunnar er heiðra skaltu föður þinn og móður og það á við um alla menn og konur.

Er bara að velta þessu fyrir mér.

   Góðar stundir og Guð veri með ykkur!

 

 


Drottningin laumast.

Sæl verið þið!

Er ég las þessa frétt kom mér í hug hvað frelsið er gott. Og hvað ég er fegin að þurfa ekki lífvörð sem eltir mig allar stundir.Þetta eru kanski fáránlegar vangaveltur,en þannig lífi lifir þetta konunglega fólk, nema þegar þau laumast í leikhús eins og fréttin greinir frá. Ég fór og sá Söngvaseið á dögunum og var yfir mig hrifin. Og leikararnir eiga heiður skilið fyrir vel gerða syningu. Mest þótti mér óþæginlegt að tengja Rúnar Frey sem fór svo vel með hlutverk Fon Tramp við ástmann Ástríðar í samnefndum sjónvarpsþætti.Mér vitandi var ekkert kongafólk í salnum,en ég átti þar konunglæega stund.

Get óhikað mælt með Söngvaseið,krakkarnir stóðu sig líka vel, og Valgerður sem María toppaði þetta allt  ásamt kaptein FonTramp  honum Rúnari Frey.

En frelsið er bara gjöf Guðs,förum vel með það og njótum þess.

                                 Kær kveðja

                                  Halldóra.


mbl.is Bretadrottning laumast í leikhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beitti Jóhanna sér gegn láninu??

Sæl verið þið!

Það eru svona fréttir sem pirra mig mjög,því þeir sem hlut eiga að máli eru nokkuð sannfærandi.Samt finnst mér það ótrúlegt að Jóhanna forsætisráðherra landsins hafi sent þvílíkt bréf til Stolrenbergs,vegna þess að svona bréf er dónaskapur bæði við þennan Stoltenberg og Íslensku þjóðina.Strákarnir Höskuldur og Davíð voru líka sannfærandi í sinni máls meðferð. Og nú spyr maður sig hverjum á að trúa.Nema segja eins og karlinn forðum,þeir ljúga allir. Það kemur hvert málið á fætur öðru upp hér á landi varðandi lands pólitíkina, og það virðist svo mikið rugl í gangi. Og ruglið er svo mikið að ég sit stundum yfir sjónvarps fréttunum og hugsa um hvað  verið sé  að tala ,því ég botna barasta ekki í öllu því sem er efst á baugi.Og ég hef stundum spurt sessunauta mína,skylur þú þetta? Og oftast er hausinn bara hristur. Svo hér til hliðar er mynd af Karl Johann og ég vona til Guðs að kongurinn blandist ekki í öll þessi ósköp. Nógir eru skandalarnir hér.

 Besta ráðið er bara að brosaSmile og hafa gaman að þessu öllu.

                                                  Bestu kveðjur

 

                                      Halldóra.


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsaveður

Góðan dag!

Það gengur fárviðri yfir landið það hefur víst ekki farið framhjá neinum.En þetta er nú örugglega bara ein af þessum haust lægðum eins og þær gerast verstar.Fór aðeins út í dag og fann hversu hressilega vindurinn tekur í .Mér finnst  best af öllu í svona veðri  að hafa það rólegt ef það er þá hægt.Veit vel að fólk á etir að koma sér heim úr vinnu og þeir sem eru á vöktum eiga eftir að komast á kvöld og nætur vaktir.En við erum ekki alsendis óvön verum eins og þessum. Man vel eftir ofsaveðri þegar ég var barn og tré rifnuðu upp með rótum.Það var alveg magnað að sjá máttinn í vindinum! Ég vona að björgunarfólki gangi vel,og fel þau Guði. Kvet okkur öll til þess að fara varlega, og ykkur vinir mínir sem ætla á mót í Vatnaskógi  í dag, óska ég góðrar ferðar, og reyndar öllum þeim sem eru á ferðinni.

Þegar stormur,þegar stormur

þegar stormar allt um kring.

Ég veikur er en víst mig ber 

hans voldug hönd að friðar strönd

þegar stormur stríður geysar allt um kring.

 

           Förum varlega og felum okkur Guði !

 

                                           Kveðja úr Garðabæ

                                                  Halldóra.


mbl.is Ofsaveður á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Okt. 2009
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 79749

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband