29.11.2008 | 13:57
Vaknaði við þetta.
Sæl kæru vinir!
Í dag hefst aðventan.Biðin eftir jólahátíðinni.
Mig langar til þess að blogga um annað í þetta skiptið.
Þar sem Pasíusálmarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér,leita
ég oft í þá.Æfinlega blessa þeir mig. Ég er svo heppin að
á unglingárunum gekk mér vel að læra utan að og ég lærði
mjög marga Passíusálma. Í morgun þegar ég fór á fætur
hljómaði í huga mínum þetta vers úr fyrsta sálminum
Innra mig loksins angrið sker,
æ, hvað er lítil rækt í mér.
Jesús er kvalinn í minn stað.
Of sjaldan hef ég minnst á það.
Mig dreymdi í nótt að ég væri að kenna Tímóteusarbréfið.
Og draumur þessi var svo frábær því í draumnum kunni ég það utan að.
Í öllum þessum morgun hugleiðingum mínum datt mér í hug annað vers
úr þessum sálmi.
Horfi ég í huga mér,
herra minn Jesús eftir þér.
Dásamleg eru dæmin þín.
Dreg ég þau gjarnan heim til mín.
Við ykkur biðjandi fólk vil ég segja: Höldum áfram að biðja fyrir Íslensku þjóðinni !
Biðjum Drottinn að þessar hörmungar sem yfir okkur ganga taki skjótan endi , og blessanir frá himni Guðs flæði yfir okkur.Biðjum fyrir þeim sem eru að reyna að leysa máli,en finna enga lausn,
að Guð gefi þeim visku og vísdóm. Og að Drottinn Guð verði okkur náðugur. Að koma með málin fram fyrir Guð, veitir blessun og frið.
Náð sé með ykkur frá himni Drottins Guðs!
Kveðja Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.11.2008 | 16:58
Fjársjóðurinn
Komið þið sæl!
Drottinn þurfti að spyrja Kain , hversvegna hann væri svona niðurlútur?
Og svo hélt Drottinn áfram: Ef þú gjörir rétt geturðu verið upplitsdjarfur en ef þú gerir ekki rétt þá liggur syndin við dyrnar og hefur hug á þér,en þú átt að drottna yfir henni.
Kæru vinir! Þetta er bara nákvæmlega eins í dag, syndin hefur hug á okkur,eða réttara sagt hinn illi.
Svo kemur þetta sem er svo dyrmætt og Drottinn mælti við Kain: Ef þú gerir það sem er rétt geturðu verið upplitsdjarfur.
Innra með okkur öllum er staður þar sem samviska okkar er.Og merkilegt er það að hún lætur okkur vita ef við gerum rétt eða rangt. Þessvegna ef við gerum það sem er rétt getum við verið upplitsdjörf.
Við skulum fara eftir þessu "líffæri" samviskunni, og gera það sem er fallegt og gott. Biblían segir:
Gerið öllum mönnum gott, einkum trúbræðrum ykkar og systrum. Svo sendir Drottinn okkur sem erum hans út í heiminn og segir við okkur um leið: Vertu góð fyrirmynd, stunda hið góða fagra og fullkomna.Hann hrindir okkur ekkert út og lætur okkur spjara okkur,nei okkur fylgja hlyju orðin hans : Ég er með ykkur alla daga! Svo er annað sem er líka svo gott að muna, og það eru líka orð Biblíunnar að sannleikurinn mun gera okkur frjáls!
Biblían er fjársjóður sem gott er að fara eftir og gerir okkur öllum gott. Ég kvet því alla til þess að lesa þessa bók bókanna.En það er líka gott að sækja kirkjur og kristin samfélög til þess að fá fræðslu um þetta lífsins orð. Mæli með því.
Jæja kæru vinir! Þetta nægir í dag, Guð veri með ykkur!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2008 | 16:04
Laugardagurinn 6. des.
Komið þið sæl!
Í dag mætti ég á bænastund í séra Friðriks kapellu kl.12 þar var kominn hópur fólks að biðja fyrir Íslensku þjóðinni. Þar fékk ég að heyra af bænagöngu sem verður 6 des kl. 14 frá Hallgrímskirkju og hún mun fara á Austurvöll og biðja áður en hin gangan kemur kl.15. Herbert Guðmundsson mun syngja bænagöngulag í tilefni dagsins,síðan verður ávarp og loks beðið fyrir þjóðinni.
Við erum friðflytjendur og fólk er beðið að koma með vasaljós og íslenska fánann.
Endilega þið sem getið farið takið daginn frá!
Gangan ber yfirskriftina Ljós í myrkri!
Drottinn gefi ykkur góðann og yndislegan dag.
Góðar stundir.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.11.2008 | 14:08
Sporin í sandinum.
Góðan dag gott fólk!
MIG DREYMDI MIKINN .Mig dreymdi mikinn draum:Ég stóð
með Drottni háum tindi á
og horfði yfir lífs míns leið
hann lét mig hvert mitt fótspor sjá.
Þau blöstu við þá brosti hann
" Mitt barn" hann mælti,sérðu þar
ég gekk með þér og gætti þín
í gleði og sorg ég hjá þér var"
Þá sá ég fótspor frelsarans
svo fast við mín á langri braut.
Nú gat ég séð hvað var mín vörn
í voða,freistni, raun og þraut.
En annað sá ég síðan brátt:
Á sumum stöðum blasti við,
að sporin voru aðeins ein,
-Gekk enginn þá við mína hlið?
Hann las minn hug . Hann leit til mín
og lét mig horfa í augu sér:
Þá varstu sjúkur,blessað barn,
þá bar ég þig á herðum mér"
Sigurbjörn Einarsson biskup
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.11.2008 | 23:14
Merkilegur hurðarhúnn,opnast að innan.
Góðan dag!
Í 5. Mósebók 31:6 stendur:
Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér,hann mun vera með þér,hann mun eigi sleppa af þér hendinni né
yfirgefa þig. Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast.
Og í Jes.41:10 stendur: Óttast þú eigi, því ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð.
Ég styrki þig ,ég hjálpa þér ,ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.
Við öll mætum allskonar raunum á lífsleiðinni, og það er bara lífið sjálft.Ef við reyndum aldrei neitt værum við ekki þeir karakterar sem við erum . Það eru einmitt erfiðleikarnir sem gera okkur að því fólki sem við erum.Og nú er ég komin að því mikilvæga,það er sama hvað við göngum í gegnum, Drottinn Guð hefur alltaf gætur á okkur.Hann mun ekki sleppa af okkur hendi sinni!
Þegar þú grætur, og enginn sér tárin þín,grætur Jesús með þér. Og ef þú finnur til einhversstaðar
finnur Jesús til með þér.Ef þú ert einmana,þá ertu ekki einn eða ein Jesús er hjá þér!
Ef þér finnst þetta flókið,þá er hér útskyring á því. Þetta er nefnilega ekki flókið. Leggðu höndina þína í hönd Drottins. Segðu nafnið Jesús, aftur og aftur ef með þarf.Og friður Drottins mun koma yfir þig.Friður sem er æðri öllum skylningi.
Ef þér finnst þú ekki verður að fá að koma þannig fram fyrir Drottinn,þá er hann ekkert að erfa gamlar syndir eða mistök,hann dó fyrir það allt, og nú áttu nytt upphaf. Hið gamla er farið.
Jesús er að banka á hjartadyr þínar,en það merkilega er að húnninn er þín megin!
Hvað ætlar þú að gera?
Þar til næst.
Guð blessi ykkur öll!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2008 | 23:20
Gott til að gleðja ástina sína!
Heil og sæl!
Ætla að gefa ykkur uppskrift af veislu rétti sem ég geri til hátíðarbrygða af og til.
Makkarónukökur, raðað i botninn á mótinu 25-30 stk, eftir stærð skálarinnar
ávaxtasafa helt yfir.
Þá er pela af rjóma (þeyttur)
2 eggjarauður
60gr flórsykur hrært saman
gott er að raspa rjómasúkkulaði í blönduna
Þetta er smurt yfir makkarónurnar
svo er ávöxtum eftir smekk raðað ofan á
t.d. jarðarber, bláber,vínber,kíví.
Ef fólk villhafa þetta sætara þá er
marens brotinn niður yfir rjómann
og ávöxtunum raðað þar ofan á.
Látið standa í kæli ca.3 tíma.
Til skreitingar hef ég notað bara íssósu
og sprautað yfit þetta eftir smekk.
Þetta er einfalt og gott.
Þeir sem vilja geta bleitt makkarónurnar með víni
en það geri ég ekki.
Það má líka nota aðra ávexti ,bara nota hugmyndarflugið
Þægilegt fljótlegt og gott.
Gott fyrir strákana að gleðja elskuna sína um helgina
með þessum rétt.Munið bara að hafa þetta í flottri skál,
bara til að gleðja elskuna ykkar.
Biðjið hvert fyrir öðru, og felið hvert annað Guði.
Munið að biðja fyrir börnunum ykkar, og fela þau Guði til vermdar og varðveislu.
Náð og friður margfaldist ykkur til handa!
Kveð ykkur með hinni fögru íslensku kveðju
Bless
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.11.2008 | 16:53
Draumurinn á Þingvöllum.
Sæl verið þið!
Ætla að setja hér inn draum sem mig dreymdi. Fannst ég standa við Almannagjá Þingvalla megin.
Hinum megin við gjána sá ég Geir Haarde og Ingibjörgu S. Gísladóttur,Geir kraup við gjána og dró upp úr gjánni furðulega hluti eins og Alþingishúsið,Stjórnarráðið og fleiri slíkar stofnanir, sem ég í draumnum gerði mér ekki grein fyrir hver eru.Svo sá ég Geir toga upp úr gjánni ymsa ráðamenn þjóðarinnar.Árna Mattiesen,Þorgerði Katrínu og Bjöörgvin G. Sigurðsson kannaðist ég vel við.Það var fleira fólk komið upp úr gjánni sem ég þekkti ekki.Svo voru einhverjir sem Geir dró upp með einhverskonar snörur um hálsinn,hann bysaði við að leysa af þessu fólki snörurnar áður en hann síðan dró þetta fólk upp.Mín megin sá ég seðlabankann í fjarska og þótti hann standa við sjóinn þar sem hann er.En mér stóð einhvernvegin stuggur af þessu ljóta húsi.Og mér þótti það vera í einhverri biðstöðu af því að einhver þar vildi fá Íslenska skjaldarmerkið á seðlabankann.Það sem ég dáðist mest að var hvað Geir var natinn við að draga allt þetta fólk og húsin upp úr gjánni,þó að honum bæri til þess engin skylda.Hann var í mjög fallegum jakkafötum með fallegt háls bindi og mér þótti hann vera með bindisnælu úr gull.Landslagið á Þingvöllum þótti mér vera líkast því að þar væri engin mannvirki,hús eða vegir.Bara íslenska hraunið með mosa breiðum og vatnið á sínum stað.
Ég er ekkert sérstaklega pólitísk því finnst mér hálf furðulegt að mig dreymi slíkan draum, og bið ykkur um hjálp til að ráða í hann.
Ég hef þó lagt mig fram um, að biðja fyrir þessum ráðamönnum og konum í þeirra starfi.
Veit að bænin megnar mikið, og við þurfum öll að biðja fyrir hvert öðru og þjóðinni í heild.
Ætla ekki að hafa þetta lengra núna, sendi ykkur mínar bestu kveðjur og fel ykkur Drottni Guði !
Gaman væri ef einhver gæti túlkað þennan draum.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.11.2008 | 16:31
Hænan
Sæl kæru vinir!
Við lestur Biblíunnar kemur margt skemtilegt í ljós,því það líkingamál sem Biblían er full af er oft svo einfalt og auðskylið.Her er t. d. eitt; Sá sem aflar auðs og eigi með réttu,er eins og akurhæna,sem liggurá eggjum,er hún eigi hefur orpið. Á miðri æfinni verður hann að yfirgefa auðinn og við æfilokin
stendur hann sem heimskingi.
Eins og þú veist ekki hvaða veg vindurinn fer og hvernig beinin myndast í móðurkviði þungaðrar konu,eins þekkir þú ekki heldur verk Guðs ,sem allt gjörir.
Þegar við grand skoðum þessi vers sjáum við hvílíkri visku þau eru gædd.
Það er svo margt í lífi okkar sem skiptir miklu máli.En það skiptir líka miklu máli að leggja líf sitt í Guðs hendur.Svo mikilvægt að það getur skipt sköpum fyrir allt þitt. Einn maður sem Biblían segir frá bað mjög merkilega bæn,þetta var Jabes. Bæn þessi er orðin mjög þekkt og um hana hefur verið skrifuð bók.Bænin er svona:
Blessa þú mig og auk þú landi við mig og verði hönd þín með mér,og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig.Og Guð veitti honum það sem hann bað um. 1. kron. 4:10
Við meigum biðja Drottinn Guð að bægja frá ógæfu, og biðja hann einnig að hafa hönd sína á öllu okkar lífi.Vernda okkur og varðveita.Ég trúi því að ef við leggjum okkur þannig í Guðs almáttugu hendur, verða áföll og erfiðleikar ekki eins slæm,því hönd Drottins er yfir okkar lífi.Hann varðveitir okkur. Mér finnst það gott veganesti í lífinu.
Ég hef lagt mitt líf í Drottins hendur, og ég finn fyrir þessari útréttu hönd Drottins Guðs.
Biblían segir að öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að vera Guðs börn,þessi réttur er líka fyrir þig! Misstu ekki af honum! Biddu bæn Jabesar: Blessa þú mig....
Þar til næst verið Guði falin
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.11.2008 | 10:25
Hrein samviska
Góðan dag!
Ég rakst á grein í bók þar sem fjallað er um synd gegn heilögum anda.Eitt af því sem talað var um er hvernig við særumheilagann anda.Ég átti samtal við mann sem sagði ákveðna hluti um Jesú son Guðs,frelsarann minn og ég fann hvernig þessi orð særðu hjarta Jesú,því ég sjálf varð svo særð fyrir hönd Drottins míns.Bók þessi sagði að þegar við verðum særð eða einhver særir okkur þá særum við Jesú. Þegar eitthvað nystit hjarta þitt,nystir það einnig hjarta Jesú.Þegar einhver lygur að þér og særir þig þar með þá særir það Jesú,því þú tilheyrir hjarta Drottins.Hver sá sem játar Kristur er Drottinn,er hans!
Tökum við kanski sjálf þátt í að að særa hjarta Drottins?Þú og ég?Með því að gera öðrum illt?Með því að svíkja,ljúga og segja ósatt? Mitt í öllum þessum hugleiðingum kemur orð Drottins, sannleikurinn mun gera yður frjáls!Það er frelsi í sannleikanum. Sá sem lygur eða hagræðir sannleikanum er eins og fangi með með keðju með kúlu um fót sinn.Ég talað eitt sinn við tvær konur þær voru mæður ungra hjóna.Ég spurði um ungu hjónin, hvernig þeim liði og eitthvað nánar út í þá sálma.Önnur sagðist hafa áhyggjur af þeim því þauværu að færast of mikið í fang.En hin var ekki alveg á þeim buxunum ,sagði að allt gengi voða vel,og þau væru svo hamingjusöm.Samt vissi ég að þeim leið ekki vel.Allt átti að lyta svo vel út.Þá fór ég að hugsa um það hvernig má koma í veg fyrir að þurfa ekki að segja ósatt um hluti ef maður vill ekki láta hafa eftir sér.Það er kúnst.´Trúuð kona vann í búð og yfirmaðurinn hennar vildi ekki láta ná í sig ,og og bað hana að segja að hann væri ekki við.Svo kom einhver og hún sem trúuð kona, vildi ekki ljúga og sagði,hann bað mig að segja að hann væri ekki við! Hvernig eigum við að leysa svona mál? Yfirmaðurinn er ekki við,hefði verið betra að segja, eða
eitthvað álíka.Ég trúi að við getum sagt sannleikann án þess að þurfa að grípa til lyginnar.Lygin er líka svona vopn sem óvinurinn notar og reynir að fella okkur.Við þurfum að vera vís og passa okkur á óvininum sem er svo lúmskur.
En munum að sannleikurinn gerir okkur frjáls!
Þetta eru hugsanir mínar í dag, og vonandi blessa þær þig sem lest þennan pistil minn,
Þar til næst. Verið Guði falin.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.11.2008 | 13:42
Aglow fundur í Garðabæ
Sæt veri fólkið!
Í dag ætla ég að minna á Aglow fund í skátaheimilinu Jötunheimar við Bæjarbraut á morgun kl. 20
Við byrjum með því að fá okkur kaffi sem kostar 800 krónur.Edda Swan formaður landsstjórnar Aglow á Íslandi mun tala til okkar Guðs blessað orð.Aglow í Garðabæ er tveggja ára um þessar mundir, og það verður myndasyning því tengt.Bænakarfan verður á sínum stað og við munum fá að brosa því
Ásta Lóa ætlar að sjá til þess.Þetta er ljúfur og yndislegur þverkirkjulegur félagskapur,ætlaður konum.
Mig langar til að bjóða ykkur sérstaklega sem eruð bloggvinkonur mínar að koma og eiga dyrmæta stund saman í bæn og lofgjörð til Drottins .Allar konur eru velkomnar!
Að koma á þessa fundi er eins og að koma undir verndarvæng Drottins!
Konur verið velkomnar á Aglow fund á morgun!
Svo er annað sem ég vil nefna í þessum pistli mínum og það er að náð Drottins er ekki þrotin, hún er ny á hverjum degi.Og náðar faðmur Drottins er opinn fyrir okkur öll. Og Drottinn þekkir okkur og elskar,hann er með okkur og réttir okkur hönd sína til þess að leiða okkur gegnum lífsins ólgu sjó.
Og eitt að lokum: Allt megna ég fyrir hann sem mig styrka gjörir!
Blessunar óskir og kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar