Besti spegillinn.

Komið þið sæl!

Hér kemur smá hugleiðing úr GUðs orði. Úr Filippíbréfinu 4:8-9

Að endingu kæru vinir ,allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint,allt sem er elskuvertog gott afspurnar,hvað sem er dyggð , og hvað sem er lofsvert hugfestið það.Þetta sem þér hafið  bæði lært og numið, heyrt og séð til mín,það skuluð þér gjöra.Og Guð friðarins mun vera með yður.

Þetta vers hefur verið í huga mínum í nokkra daga. Mér finnst líka merkilegt að Páll postuli segir  að það sem þið hafið lært og numið af mér,það skuluð þið gjöra! Það hafa örugglega fáir menn efni á því að tala svona.En hann var sérleg fyrirmynd annarra Guðs bararna,Heill og sannur í sionni trú.Hann átti sér fyrra líf ,líf án Guðs .En svo kom Kristur inn í hans líf , og það varð stórkostleg breyting á hans lífi. Svo kemur hann með þetta orð.Allt sem er satt og göfugt, og elskuvert og gott afspurnar. Ég þarf ekki að telja upp fleira. En spyr mig sjálfa og síðan þig,stöndum við undir þessu í okkar daglega lífi? Ég er mjög meðvituð um að ég er Krists og reyni að vera honum til sóma, og gera það sem er fallegt og gott.Og það hryggir mig ef ég set blett á Drottinn minn með því að vera ekki heil og sönn. 

Kæri vinur! Lestu þetta vers og skoða þú hjarta þitt um leið frammi fyrir Jesú Kristi,hann er besti spegillinn.

  Gangi þér vel  og Guð blessi þig!

                        Kærar kveðjur

                                                      Halldóra.


Frábærir tónleikar

Komið þið sæl!

Langar til að segja ykkur frá frábærum tónleikum sem verða í Íslensku Kristskirkjunni Fossaleini 14 Rvk.

miðvikudaginn 25 nóvember kl.20.Þar verður á ferðinni hin frábæra lofgjörðarhljómsveit kirkjunnar með útgáfutónleika.En þau voru að gefa út diskinn Hvern sem að þyrstir.Auk Odds og félaga verða gesta hljóðfæra leikarar.Meðal annars verður leikið á úgúlele sem verður forvitnilegt Og það mun ekkert kosta inn. En diskurinn góði verður til sölu.Þetta er tækifæri til að hlusta á góða tónlist, og njóta góðrar samveru í kirkjunni.

Frændi minn hann Alfreð Ingvar trommarinn í bandinu á afmæli þennan dag, og kanski verður sunginn afmælissöngurinn fyrir hann.Hveer veit.

 Kvet ykkur til að mæta og eiga þarna ánægjulega stund.

Já og kaupið diskinn,ég get ekki hætt að hlusta.Hann er uppáhalds diskurinn minn!

    Á miðvikudag kl. 20  í Íslensku Kristskirkjunni !!!!!

            Kærleiks kveðjur!

                                           Halldóra.


Til umhugsunar .

Komið þið sæl!

Hef verið að hugleiða það hvað útivera er góð fyrir líkama,anda og sál.Hef verið mikill göngugarpur gegnum tíðina,en nú um nokkurt skeið hef ég ekki farið í göngutúra,þó það hafi verið veður til þess. Og ég finn það á mér hvað mig vantar að komast út að ganga.Það hressir mann svo mikið!

Og við þá sem finna til þunga innra með sér í skammdegis myrkrinu  vil ég segja, farið .Út að ganga!

Við þurfum að hlúa að okkur sjálfum,og vera góð við okkur á heilbrigðan hátt,borða hollan mat,fara út að ganga,og lesa Guðs orð. Í því er faliinn dyrmætur fjársjóður sem fólk hefur ekki komið auga á.Biblían hefur einhverra hluta vega misst virðingu sína hjá svo mörgum,en það eru mikil mistök.Hún er fjársjóður sem gagn er að og gaman að lesa.Það hljómar kanski ankanalega,en þannig er það.

Svo þurfum við að halda áfram að vera góð við hvert annað og vera uppörfandi .Jákvæð!

Nóg í bili til að melta, kæru vinir!

    Óska ykkur öllum góðs og megi friður Guðs vera með ykkur.

                              Kveðjur úr Garðabæ

                                              Halldóra.Smile


Útvarpsþáttur frá í gær.

Góðan dag góðu vinir!

Allstaðar í mannlegu samfélagi er fólk misjafnt,og sumir eru þannig að þeir eru elskaðir hvar sem þeir eru,hafa slíka nærveru. Aðrir eru þannig að það er óþæginlegt aðvera með þeim og á vinnustöðum vill helst enginn vera með þeim.Man eftir konu sem upplifði sig svo frábæra þar sem hún vann,en þegar hún hætti saknaði hennar enginn. Í gær heyrði ég þátt á Lindinni fm 102,9 um höfnun.Og hveernig fólk sem er með þessa tilfinningu kemur fram.Þetta fólk hefur þau sterku einkenni að yta öðrum aftur fyrir sig til þess að upphefja sjálft sig.Og konan sem var með þáttinn kom með ritningarvers sem ég hef oft lesið en aldrei skylið eins vel og við að hlusta á þennan þátt. það er 2. korintubréf 10:12 Ekki dirfumst ver að telja oss til þeirra eða bera oss saman við suma af þeim er mæla með sjálfum sér.Þeir mæla sig við sjálfa sig og bera sig saman við sjálfa sig og eru óskynsamir.En vér viljum ekki hrósa oss  án viðmiðunar heldur samkvæmt þeirri mælistiku sem Guð hefur úthlutað oss.

Mér fannst þetta merkilegt orð og held að það sé gott fyrir okkur öll að muna að við erum öll jöfn frammi fyrir Guði og að öðru fólki finnst þeir leiðinlegir sem eru ekki hógværir og kærleiksríkir.

Við höfum öll hlutverk,það þá helt að vera öðrum til gleði og Guði tl dyrðar. Og ég hef svo oft sagt það hér að vinarlegt bros getur verið svo mikil blessun.En kæru vinir versið sem ég vitnaði til  ætti að vera okkur í huga allar stundir.Verum öðrum til gleði og blessunar.

  Guð veri með okkur í dag.

   Góðar kveðjur úr Garðabæ

                                              Halldóra.


Þingheimur tekur í nefið.

Góðan og blessaðan dag!

Já það er ymislegt sem þarf að ræða ,líka í þinginu. Ég er nú alveg hjartanlega sammála þessari ágætu þingkonu að tóbaksnotkun margra er algjört ullabjakk! Að ekki sé talað um munntóbaks notkun,það er bara miklu verra.Man eftir því hér í gamla daga að hann afi inn elskulegur tók í nefið og sagðist hafa gert frá 13 ára aldri, og ég hef aldrei fengið kvef! Og það held ég að hafi verið alveg rétt.Hann varð 97 ára blessaður. Amma var aldrei hrifin af þessu en lifði með því að sofa hjá manni sem vaknaði til að taka í nefið. Og rúmið var eins og hjá þingmönnunum útatað í  neftóbaki. Afi var með það sem við kölluðum tóbaksklúta, rauð munstraða og bláa með kúreka munstri. Ég verð að játa að mér finnst það ekki passa að vera í hvítri skyrtu og jakkafötum og taka í nefið. Finnst að það ætti að banna þetta tóbak líka.Svo er það algjört milljón að það skuli hafa veerið þögn eftir þessa ræðu þingkonunnar.Fyrir mér þyðir það ,þögn er sama og samþykki.Óska þingheimi alls góðs,ráðherrum og fjölskyldum þeirra  og bið Guð að blessa land og lyð.

      Þar til næst

                  Gangið á Guðs vegum.

                                                        Halldóra.


mbl.is Kvartaði yfir neftóbaksnotkun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nyfædd börn með hreim.

Komið þið sæl!

Þessi frétt segir mér ymislegt frábært,fyrst það hvað við eru stórkostlegt sköpunarverk. Og hvað Guð er stórkostlegur skapari.Við veitum því ekki eftir tekt svona dags daglega.En við erum snilldar vek Guðs! Svo þetta með þessa rannsókn,þá datt mér í hg að ég söng  og sönglaði mjög mikið meðan ég gekk með mín börn.Og söngur er mér mikils virði og ég  sé ekki betur en áhugi á tónlist hafi skylað sér til sona minna.Og tónlist göfgar manninn,segir einhversstaðar. Talandi um tónlist þá var Lofgjörðarsveit Íslensku Kristskirkjunnar að gefa út geisladisk með yndislegri lofgjörð. Ég get ekki hætt að hlusta á hann. Kvet alla sem hafa áhuga á kristilegri tónlist að fá sér þennan dásamlega disk! Og það verður samkoma kl.20 í kvöld og þá verður hægt að kaupa disk.

        Horfum á hvert annað og sjáum hvað við erum frábær af hendi skararans.

 

                                  Kær kveðja

                                      Halldóra.


mbl.is Nýfædd börn gráta með hreim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérlega gott brauð

Sælt veri fólkið!

Það er alltaf svo notalegt að baka fyrir heimilisfólkið, og þessvegna datt mér í hug að gefa hér brauð uppskrift.,

800 gr. hveiti

300gr. rúgmjöl

2 matsk sykur

2 tesk salt

8-9 tesk. lyftiduft

10 des mjólk

2 brauð. Bakað á 175 gr.

Ég hef notað kornblöndu úr Krónunni eða Hagkaup, en sumir nota bara það sem til er á heimilinu og blanda saman.

Einfalt og þægilegt. Og best heitt með osti og smjöri.

       Njótið vel!

Eitt í viðbót, það má aldrei gleyma að biðja borðbæn og þakka Drottni fyrir velgjörðir hans.

 

                                 Með góðri kveðju 

                                              Halldóra.


Þjófurinn slasaðist í látunum.

J'a það sannast best að það fylgir því engin blessun að brjótast inn.Ó nei.Fólki hefnist alltaf fyrir það sem það gerir íllt.Hvað svo sem það er.Þessi slasaðist illa á hendi og honum  blæddi mjög, og hefur örugglega þurft að fara á slysó.Og svo þegar læknirinn hefur spurt mann angann hvernig þetta óhapp vidi til hefur hann örugglega ekki sagt satt,heldur búið til einhverja lyga sögu um slys.Þetta eru svona pælingar varðandi það sem fólk er að gera sem það ætti als ekki að gera. Eitt boðorðið er þú skalt ekki stela, og annað þú skalt ekki bera ljúgvitni. Það er bara staðreynd gott fólk að boðorð Biblíunnar eru okkur gefin til þess að við sköðum okkur ekki! Það mun aldrei verða til góðs að brjóta þessi boðorð. Ég er ekki að segja að til séu einhverjir fullkomnir sem eru synd lausir,það er enginn.En við getum reynt að gera hið góða fagra og fullkomna. En ef okkur verður á þá er Guð náðugur og fyrirgefur hverja synd.

Meira að segja eiga allir von.Guð fer ekki í manngreinar álit,allir eiga sjens.En við þurfum að biðja Guð að fyrirgefa okkur.Og hann gerir það. En hann vill líka að við tökum okkur á hættum að gera slæma hluti og vöndum okkur í hvívetna.

  Ekki meira að sinni.

            Verið Guði falin.

                                         Halldóra.


mbl.is Þjófurinn slasaðist í látunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsmyndin okkar.

Komið þið sæl!

Það er annars merkilegt hvað sjálfsmyndin getur flækst fyrir fólki.Sumir hafa svo lága sjálfsmynd að það er næstum sjúklegt, og svo er til fólk sem hefur svo háa hugmynd um sjálft sig.Best er ef þetta getur vegið hvað annað upp.Til er fólk sem finnst það vera ljótt,leiðinlegt og að hamingjan hafi verið öllum öðrum gefin en því sjálfu.Og gleymir að maður veit aldrei hvað með öðrum byr.En ég skal segja ykkur nokkuð gott.Já það er vikilega gott fyrir sálin.Að þegar Drottinn Guð skapaði himinn og jörð ,hafið loftið,blómin og dyrin ,þá skapaði hann manneskjur.Og hann leit yfir sköpunarverk sitt og sá að það var harla gott!!! Þú og ég erum undir þessari skoðun hans.Og hann er harla ánægður með þig! Svo er hitt að við getum aukið við sjálfsvirðingu okkar með því að brosa og vera hugguleg til fara.Og konur snyrti andlit sín ,þannig aukum við sjálfsmat okkar.Og það er ekki síst fyrir okkur sjálf.Við erum öll dyrmæt,og Guð setti okkur í þetta samfélag til þess að vera gleði fyrir hvert annað.Hver og einn getur verið gleðigjafi.Guð hossar ekki neinum meir en öðrum það er alveg klárt. En hann gaf okkur vit og vilja sem hann vill að við notum sjálfum okkur til gleði og einnig fyrir aðra.

En fyrst er að muna að við erum harla góð sköpun Guðs, og hann hefur velþóknum á okkur.Hann fyrirgefur hverja synd sem við höfum drygt og þráir að gefa okkur auðugt og blessað trúarlíf með sér. Þessi pistill ætti kanski að vera ítarlegri útskyring um hvað þú ert frábær, en ég er að reyna að hafa þetta einfalt til þess að þú  meðtakir betur það sem skiptir máli.Þú þarft ekki að hafa lága sjálfsmynd því þú ert handaverk Drottins Guð,hannaður á teikniborði himinsins!

 


Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Nóv. 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband