30.11.2012 | 12:26
Þakklæti.
Góða dag!
Við íslendingar erum mjög blessuð þjóð,og höfum búið við velmegun á mörgum sviðum.En við höfum gleymt að vera þakklát,og tekið hlutunum sem sjálfsögðum.
Ég er viss um að margir gleyma að þakka fyrir að vakna heilbrigðir og glaðir hvern dag!Og við höfum haft í okkur og á, en gleymt að vera þakklát.Og ymsir hafa lifað í miklum vellystingum,en ekki kunnað að vera þakklátir.Þannig er allt of mörgum farið.Ég er viss um að sá sem er þakklátur fyrir líf og heilsu og það sem hann hefur af efnislegum gæðum er hamingjusamari en sá sem á miklu meira en nóg af öllu!
En það er ekki nóg að hafa það gott,ef sálinni líður ekki vel.En sem betur fer er til hjálp fyrir flesta sem þannig er ástatt.Og svo eru það þeir sem líður ekkert sérstaklega vel á þessum dimmasta tíma ársins hér á landinu bláa og finna fyrir þunglyndi,og vita það samt að þetta lagast allt með hækkandi sól.
Þá er svo gott að muna eftir honum sem er Ljós heimsins! Honum sem er alltaf til staðar og vill hugga og hjálpa.
Honum sem er alltaf hjá okkur en er samt svo hljóður að við tökum varla eftir því.En eitt er alveg öruggt og það er að ef þú nefnir nafnið hans,nafnið Jesús kemur hann nær! Og hann þráir að þú komir og talir við hann um allt sem þér liggur á hjarta.Hann sem er Ljósið vill lýsa upp tilveru þína, og gefa þér gleði og hugrekki.
Í hinni helgu bók stendur:Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,ert þú hjá mér.
Kæru vinir!Verum þakklát og gleymum ekki Jesú sem er Ljós lífsins!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2012 | 00:03
Hugleiðingar í lok nóvember.
Komið þið sæl!
Langar til að deila með ykkur nokkrum hugsunum.
Þannig er það með okkur öll að við þráum hamingju,gleði,öryggi,og allt það besta sem hægt er að fá út úr lífinu.Þannig er hjarta Drottinns Guðs líka gagnvart hverju og einu okkar. Það stendur skrifað í hinni helgu bók,að Drottinn þekki þær fyrirætlanir sem hann hefur í hyggju með okkur hvert og eitt- fyrirætlanir til heilla en ekki óhamingju,að veita okkur vonarríka framtíð.Þannig er hjarta Guðs gagnvart þér! Og svo heldur textinn áfram og það segir:Þá munuð þér ákalla mig og fara að biðja til mín,og ég mun bænheyra yður.Og þér munuð leita mín og finna mig.Þegar þið leitið mín af öllu hjarta,vil ég láta yður finna mig - segir Drottinn - og snúa við högum yðar.Sem sé hin sanna hamingja felst í því að eiga sanna trú á Drottinn Guð.Það er mesta lífs fyllingin!Og það er hamingju,gleði og öryggi að finna í trúnni á Drottinn Guð!Lífið er stundum fallvallt og þær væntingar sem við gerðum til lífsins stóðust kannski ekki,en þá er svo gott að eiga Guð!Hann styrkir þig,hann hjálpar þér og styður þig með hægri hendi réttlætis síns.Eitt af því sem Drottinn gefur best og maður getur ekki fengið á sama hátt annars staðar er friður.Friður með stóru "F".Kvet þig til að biðja Guð að gefa þér innri Frið,sem er æðri öllum skylningi.Þegar mikið áreiti er á okkur þá er svo gott að meiga biðja Guð.Hann sem hefur fyrirætlanir til heilla með okkar líf.Og ef þú ratar á rauna veg,þá er líka svo gott að meiga biðja Guð um hjálp og styrk til þess að komast í gegnum hlutina.
Drottinn Guð gaf okkur bjartsyni og jákvæðni í vöggugjöf, og mig langar til að minna okkur öll á að okkur líður betur á allann hátt ef við erum bjartsyn og jákvæð!
Guð blessi ykkur!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar