jolastjarnan.net

Komið þið blessuð og sæl!

Þar sem mikið er að gera þessa dagana er ég ekkert við blessaða tölvuna

en mig langar til að benda ykkur á jolastjarnan.net sem er jólanet útvarpsstöð.

Það kemur okkur í gírinn,allavega mér við jólabaksturinn að hlusta á jólalögin.

Á þessum tíma árs er þörf fyrir góða tónlist sem tengist jólunum.Ekki spillir fyrir

að sonur minn er einn þáttargerðarmanna þar á bæSmile

Ætla að færa inn af og til kristnar hugvekjur fyrir vini mína sem lesa  þessar færslur mínar sér

til blessunar,til þess að svíkja  þau ekki! Það kemur bara í ljós.

En kæru vinir! Haldið ykkur við Krist,lesið orðið hans og lifið bænasamfélagi við Drottinn Guð.

 

             Kveðja úr Garðabæ      Halldóra.

 

 


Blessun Guðs fyrir okkur öll.

Komið þið sæl!

Við þig sem lest þessar línur vil ég segja og það eru orð Biblíunnar:

Fel þú Drottni verk þín

þá mun áformum þínum framgengt verða.

Og í Jesaja 41:10

Óttast þú eigi,því  að ég er með .

Lát eigi hugfallast,því að ég er þinn Guð.

Ég  styrki þig,ég hjálpa þér, ég styð þig

með hægri hendi réttlætis míns.

Og í sálmi 37:5

Fel Drottni vegu þína treystu honum 

og hann mun vel fyrir sjá.

Og í Kólossusbréfinu  stendur:

Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður.

Og í Jerimía 29:11 stendur;

Því að ég þekki þær fyrirætlanir sem 

ég hefi í hyggju með yður-segir Drottinn-

fyrirætlanir til heilla ,en ekki til óhamingju

að veita yður vonarríka framtíð.

Með kveðju og bæn um blessun Guðs fyrir okkur öll!

                 Halldóra.

 


Gott veganesti í dagsins önn.

Sæl og blessað veri fólkið!

Ég vil begsama Drottinn alla tíma

ætíð sé lof hans mér í munni.

Sal mín hrósar sér af Drottni

hinir hógværu skulu heyra það og fagna.

Miklið Drottinn ásamt mér 

tígnum í sameiningu nafn hans .

Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér

frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist.

Lítið til hans og gleðjist

og andlit yðar skulu eigi blygðast.

Hér er volaður maður og Drottinn heyrði hann

og hjálpaði honum úr öllum nauðum hans.

Engill Drottins setur vörð kringum  þá er óttast hann 

og frelsar þá .

Finnið og sjáið að Drottin er góður ,

sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum.

Óttist Drottinn þér hans heilögu

því að þeir er óttast hann líða engann skort.

Ung ljón eiga svið skort að búa og svelta

en þeir er leita Drottins fara enskis góðs á mis.

vers 16 Augu Drottins hvíla á réttlátum

og eyri hans gefa gaum að hrópi þeirra,

ef réttlátir hrópa þá heyrir Drottinn

úr öllum nauðum þeirra frelsar hann þá 

Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurkramið hjarta

þeim er hafa sundurkraminn anda hjálpar hann.

 

Kæru vinir!

Þegar við lesum þennan sálm,þá sjáum við glöggt að það er lausn í þessum sálmi.Það stendur þarna : Ég leitaði Drottins  og hann svaraði mér,og frelsaði mig frá öllu því sem ég hræddist.Og svo heldur sálmurinn áfram og það stendur í 7 versi" Hér er volaður maður " sem hrópaði og Drottinn heyrði hann.Orðið "volaður" þyðir niðurbrotinn. Og það segir að Drottinn hjálpaði honum,úr öllum nauðum hans. Svo kemur 8 vers  og þar stendur : Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann og  frelsar þá.Síðan kemur ; Finnið og sjáið að Drottinn er góður.Orðið " sjáið" í þessu samhengi þyðir  takið eftir.Þá verður versið Finnið og takið eftir  að Drottinn er góður.Sæll er sá sem leitar hælis hjá honum.Óttist Drottinn þér hans heilögu,því að þeir sem óttast Drottinn lyða engann skort.Þessi orð Biblíunnar eru fyrirheiti. Ef þú ert hræddur um að lyða skort á einhverju sviði þá eru hér fyrirheit, sem þú ættir að halda í . Ég trúi því að Guð geri vel við þá sem  treysta honum.Því  þeir sem treysta honum fara einskis góðs á mis.Við skulum skoða vers 16 Augu Drottins hvíla á réttlátum og eyru hans gefa gaum að hrópi þeirra.Ef réttlátir hrópa þá heyrir Drottinn.

Niðurlag sálmsins er að Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta,þeim er hafa sundurmarinn anda hjálpar hann. Þetta er svo dyrmætt  veganesti inn í daginn, og við sérhverjar aðstæður lífsins.

   Drottinn blessi ykkur!

                              Kveðja Halldóra.


« Fyrri síða

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Des. 2008
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband