Blogg dagsins.

Komið þoð blessuð og sæl!
Það er annar dagur jóla og mesta hátíðin að ganga yfir.Það er alltaf viss spenningur á öllum heimilum fyurir jólin,að ekki sé minnst á blessuð börnin sem bíða spennt.En við meigum aldrei gleyma hinum kristnu jólum að sonur er oss gefinn!Og það sem er svo stórkostlegt að hann sem lifði og var deyddur reys upp frá dauðum og hann lifir í dag!
Ætla að deila með ykkur hugsunum mínum þennan daginn.Hugsunum sem gefa lífi mínum tilgang!
En það stendur í Hebreabréfinu 7;24 En hann er að eilífu og hefur prestsdóm þar sem ekki verða mannaskipti.Þessvegna getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim.
Hér er verið að tala um Jesú.Hann er að eilífu og hefur hlutverk þar sem ekki verða mannaskipti.Og svo lifir hann til þess að biðja fyrir okkur!
Hvað er betra í lífinu en þetta? Að vita að sjálfur Jesús sonur Guðs hefur þetta starf í himninum að biðja fyrir okkur.
við munum þetta kannski ekki þegar á reynir í lífinu og okkur finnst við í vondum málum,en þá stendur Jesús bænavaktina yfir þér! Jafnvel þó enginn annar gerði það þá er það öruggt.
Þessar línur verða ekki mikið lengri í þetta sinn,en mig langaði bara að minna þig á hvað Jesús er að gera fyrir þig. Hann er að biðja fyrir þér!

Kærar kveðjur og Drottinn blessi þér daginn!

Halldóra.


Komin heim með dæturnar

Góðan dag!

Get ekki orða bundist yfir því hvað ég samgleðst þessari fjölskyldu.Frá því fyrstu fréttir bárust af þeim í vandræðum sínum úti,hef ég haft þau í hjarta mínu og huga stöðuglega.Þó að ég þekki þetta fólk ekki neitt,þá urðu þau vinir hjarta míns!Og hafa verið í bænum mínum.
Það er okkur öllum mikilvægt að eiga öruggt skjól, og nú eru þau komin heim í örugga skjólið sitt.Ég fæ jákvæða gæsahúð hvað eftir annað bara við að hugsa til þess að dæturnar fallegu,hafa eignast góða foreldra og eru komnar hingað heim.Og ég bið algóðan Guð um að þær eigi eftir að eiga gott líf, og eignast góða vini hér. Og óska þeim Guðs blessunar í framtíðinni!

Og góðu vinir! Munum eftir að hver dagur er gjöf frá Guði!

Bestu kveðjur úr Garðabæ.

Halldóra.


mbl.is Komin heim með dæturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumurinn.

Komið þið sæl!
Það hefur komið nokkrum sinnum fram hér á blogginu að mig dreymir oft mjög mikið
og oft eru það draumar með góðum boðskap,sem sé ekkert rugl eins og sumir draumar eru.
Nema hvað, mig dreymdi draum fyrir nokkru:Dreymdi ægilega stóra jarðýtu koma eins og ofan af Hellisheiði, og hún ruddi miklum snjó og ófæru á undan sér og opnaði veginn sem var algerlega ófær vegna veðurs og mikillar snjókomu.En það sem gerði þennan draum eftir minnilegan,er að við stýrið var sjálfur frelsarinn.
Og ýtan var ekki knúin áfram með bensíni,heldur var hópur fólks sitthvoru megin við ýtuna og kraftur hennar var biðjandi fólk.Fólk sem stóð bænavaktina og bað, hvernig sem viðraði og vék ekki frá þessari ýtu.Og mér fannst eins og ýtan væri að koma með nýjan og ferskan vind frá augliti Drottins.Vakningu til þjóðarinnar.
Og mér fannst eins og ýtustjórinn sem var frelsarinn,kalla út um gluggann til mín.Að hann sé að ryðja veginn fyrir vakningu og endurnýjun til íslensku þjóðarinnar.Og hann vilji gera það með miklum krafti.Búsáhalda byltingin svokallaða, vakti mikla eftirtekt.En þessi vakning myndi vekja meiri athygli og margir fá snertingu Guðs góða heilaga anda.Og á meðan þessu samtali stóð hélt fólkið áfram að standa bænavaktina, og lét ekkert trufla sig.
Og áfram hélt ýtan og ruddi veginn og sá sem styrði var á leiðinni til að mæta fólki og gefa þeim nýtt líf með sér og endurnýja trú og samfélag þeirra sem hafa verið hálfvolgir.
Ég er búin að hugsa mikið um þennan draum, og ákvað að byrta hann hér.

Drottinn blessi ykkur!

Bestu kveðjur

Halldóra.


Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Des. 2012
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband