Stutt til páska.

Sæl og blessuð öll!

Allt í einu er ég að átta mig á því hvað það er stutt til páska, kveikti ekki einu sinn þó búðirnar

væru farnar að selja páska eggin!

Boðskapur páskanna snertir hjarta mitt alltaf jafn mikið,það sem Jesús gerði á krossinum til fyrirgefningar synda okkar, er stórkostlegra en orð fá lyst.Læt hér fylgja áhrifaríka sögu um mann

sem brenndist illa í húsbruna, og var bjargað á síðustu stundu.Hann var svo illa brenndur að ekki var hægt að græða húð hans með húð annars staðar af líkamanum,eins og stundum er gert.Á sama tíma og þetta var dó annar maður, og húðin hans var grædd á þennan illa brennda mann.Með tíð og tíma gréru sár hans og hann varð heilbrygður á ny.Eitt sinn var hann spurður hvort hann hugsaði ekki oft til hans sem gaf honum í raun lífið.Nei hann hafði aldrei gert það.

Er það ekki bara svona með okkur, við hugleiðum það of sjaldan hvað Kristur gerði fyrir okkur?

Hér við tölvu skjáinn er mynd af frelsaranum með þyrnikórónuna, og ég finn til smæðar og þakklætis fyrir  það sem Jesús gerði fyrir mig, þegar ég horfi á þessa mynd.

Læt hér fylgja einn af uppáhalds sálmunum mínum:

Allt þér Jesús glaður gef ég,

gafstu sjálfur allann þig.

Ekkert vil ég undan skilja,

eiga máttu drottinn mig.

Allt ég færi þér

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús fús ég færi,

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús glaður gef ég,

gjöfin samt of lítil er.

Feginn vildi'ég fleira gefa.

Færa hjartans vinur þér.

Allt ég færi þér

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús glaður gef ég

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús glaður gef ég,

gef mér helgann anda þinn.

Herra lát mig frið þinn finna

fögnuð streyma í hjartað inn.

Allt ég færi þér

allt ég færi þér.

Allt þér Jesús fús ég færi,

allt ég færi þér.

 

              Þetta er bæn mín í dag, og kveðja til þín!

                             Halldóra.


Leitum fyrst ríkis hans.

Heil og sæl!

 Í morgun hef ég verið að hugsa um orð í Matteusarguðsspjalli 6:33, sem er svona:

En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Ég held að við

gerum allsekki nóug mikið af þessu .Það er líka vers í sálmi 37:5, Fel Drottni vegu þína treystu

honum og hann mun vel fyrir sjá. Þetta vers brynir okkur,til þess að fela Drottni allt sem að okkur lítur.

Hér er líka eitt í viðbót úr nýju þyðingunni.Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti, fyrir þá sem halda

sáttmála hans og boð. Og svo er hér vers úr Jerimía 29:11 Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til  óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

Eitt sinn kom hundraðshöfðingi til Jesú og bað hann  að koma því sonur hans lægi þungt haldinn.

Jesús sagði ekki, ég skal athuga málið, eða á eftir.Nei hann sagði :Ég kem!

Þegar við áköllum nafn Jesú kemur hann,til þess að standa með okkur, hjálpa, eða leysa málin!

Leittum fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt annað veitast okkur!

 

                      Kveðja til þín frá mér

                          Halldóra.
 


jónas í hvalnum.

Góðan og blessaðan daginn öll!

Hef verið að lesa Jónas, sem hefur flokkast undir minna spámanns rit, en samkvæmt

nyju þyðingu Biblíunnar er þessi frásögn frekar dæmisaga.Gott og vel, merkileg frásögn fyrir því.

Þetta byrjar allt með því að Jónar fær orð frá sjálfum Drottni, um að fara til Níníve, hinnar miklu borgar.

Það sem gerist er að Jónas ætlaði að flyja frá Drottni til Tarsis.

Gömlu austfirðingarnir myndu segja, er það nú viska! og ég tek undir það.

Nema hvað Jónas finnur skip, sem var á förum til Tarsis, borgaði fargjaldið og hugðist sigla burt frá augliti Drottins.Þ'a lét Guð mikinn storm koma og fárviðrið skall á hafið og við lá að skipið færist.

Skipverjar hafa örugglega verið frá ymsum stöðum, því hver og einn þeirra fór að ákalla sinn guð.Þeir

köstuðu farminum til að létta skipið, en Jónas hafði farið undir þyljur og svaf vært. Þá fór skipsstjórinn til Jónasar og spurði hann, hvað gengur að þér, þú sefur.stattu upp og ákallaðu Guð

þinn! Ef til vill hugsar hann til okkar svo að við förumst ekki. Mitt í þessum ólgusjó, vörpuðu þeir hlutkesti til að sjá hverjum þetta væri að kenna, og upp kom hlutur Jónasar.Þeir urðu skelfingu lostnir, og spurðu hann í hvaða erindagjörðum hann væri, hvaðan hann kæmi og frá hvaða þjóð.

Hann sagði þeim þetta allt, en var einhverra hluta vegna búinn að segja þeim að hann væri að

flyja frá augliti Drottins.Og þessir vesalings menn sögðu, hvað eigum við að gera til þess að hafið kyrrist og hætti að ógna okkur?

Þegar hér var komið við sögu var Jónas enþá að hugsa hvernig hann gæti flúið frá auliti Guðs, og

biður mennina að kasta sér í sjóinn, því að hann vissi að fyrir sína sök varð þetta allt.Skipverjarnir

vildu helst ekki gera það, og lögðust á árar, og ætluðu með hann í land, en gátu það ekki.Þá tóku þeir Jónas og köstuðu honum í hafið.jafnskjótt varð sjórinn kyrr.

Þá gerist hið furðulega, hvalur kom og át Jónas, og hann lifði af þrjá sólarhringa í kviði hvalsins,

og þennan tíma notaði Jónas til að biðja til Guðs.Að því búnu spúði fiskurinn Jónasi upp á þurrt land.

Sagan er svolítið lengri, og lesið þetta endilega, Jónas var ekki hættur að mögla við Guð.

Ég læt þetta nægja núna, og enda á orði Biblíunnar, ef þér í dag heyrið raust Drottins Guðs, þá

forherðið ekki hjörtu yðar!

 

                              Kveðja og knús

                                             Halldóra.


Yndi hjarta míns

Blessuð og sæl!

 

 Lát ekkert harðneskjulegt orð þér um munn fara,því þeir

sem eru harðir  fá strangan dóm.En sælir eru miskunnsamir, 

því þeim mun miskunnað verða. 


Gerðu hið góða.

Góðan daginn gott fólk!

Í Efesusbréfinu stendur, að við séum smíð Guðs sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka.

Við erum nánast englar sendir til að gera góð og falleg verk. Ég hitti á dögunum

yndæl og elskuleg hjón, hlyjan og góðleikinn skein af öllu þeirra lífi. Og maðurinn sagði

frá því þegar hann lagði sig sjálfann og bílinn sinn í hættu, til að keyra bíllausann mann

heim.Þetta var ekki það eina.Góðleikinn til náungans var svo sérstök.Og af því að ég þekkti

til þá vissi ég að þetta er allt satt  og rétt.Svo þegar hann talaði um kirkjuna sína,þá fann maður hvar hjartað sló.

Sköpuð til góðra verka, þá á ég ekki við að við eigum að leggja okkur sjálf í hættu til að gera gott.

En við eigum að gera öllum gott, einkum trúbræðrum okkar.Guð kallar þig til að vera ljós fyrir

sig þar sem þú ert.Það er kanski eitt bros sem Drottinn biður þig um, og getur breytt deginum

hjá þeim sem fær brosið.Á einum stað í Guðs orði er talað um að Guð gaf  þjónustu sáttargjörðarinnar.Það er kanski þitt verk, eða þín þjónusta að sætta eða koma  á sáttum?

Við erum líka erindrekar Krists,það getur þytt að við biðjum fyrir öðrum t.d. vinnufélögum, nágrönnum, kirkjunni okkar, auk fjölskylu okkar.Og segjum öðrum frá Jesú, eða góðu

trúar samfélagi sem gæti blessað.Verk erindrekans spanna svo vítt svið.Verum öðrum blessun í dag,

verum Guði til dyrðar.Verum sjálf í Kristi og meðvituð um að við erum sköpuð á teikniborði himinsins

tiil þess að vera framrétt hönd Guðs,með verkum okkar og gjörðum.

En munum samt að, við verðum aldrei neitt slíkt nema vera heilsteypt og brennandi Guðs fólk!!

                                         Náð og friður frá Guði Föður sé með ykkur!

                                                         H.Á.
 


Sí auðug í verki Drottins.

Sæl elsku vinir!

Hér kemur yndisleg kvatning inn í helgina orð úr 1.Kor. 15.58

Þessvegna mínir elskuðu bræður, og systur, verið staðfastir,

óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins.Þér vitið að erfiðið yðar er ekki

árángurslaust  í Drottni.

Það er stórkostlegt að heyra frá fólki sem heyrði eitt sinn fagnaðarerindið

en villtist í burtu frá Guði, á einhverjum tímapúnkti í lífinu, segja frá því að

það sem það heyrði eitt sinn um Guð og um boðskap Biblíunnar gleymdist ekki.

Og oft ryfjaðist þessi góði boðskapur upp á rauna stundum í lífi þess.Já og Faðir

vorið, var beðið á kvöldin auk signingarinnar sem höfð var yfir börnunum.

Það er máttur í orði Guðs, það er ábyggilegt!

Og það er svo gott fyrir okkur sem höfum lagt okkar að mörkum, að vita það að

erfiði okkar er ekki árangurslaust.Það byr í hjörtunum, og hefur áhrif.

Um þessa helgi vil ég minna okkur öll á að vera sí auðug í verki Drottins.

Og þessi auðleggð okkar sem höfum lagt okkar að mörkum á þessum vetvangi

er aðeins fengin með því að við lifum bænalífi og byggjum okkur upp í orð trúarinnar.

Ég blessa ykkur öll sem eru að vinna í víngarði Drottins, og fel ykkur honum í

Jesú nafni.

                                   Með gleði og blessun í hjarta,

                                                   Halldóra.


Hjarta mitt svellur.

Heil og sæl!

Sumt í Guðs orði kunnum við svo vel að við tökum varla eftir því hvað það þyðir.

Eitt af þessu er það sem Jesús sagði í kristniboðsskipuninni.Það eru orðin:

 Allt vald er mér gefið á himni og jörð!

Þvílík orð, af munni sonar föðurins himneska.Hann hefði sem sé vald til að 

gera hvað sem honum syndist, líka það vald að láta okkur trúa á sig.En Guð

valdi að gefa okkur frjálsan vilja, en þrátt fyrir það þá elskar Guð okkur

öll, sama hver fortið hvers og eins er.Orðið segir:Ég kalla þig með nafni.Líkt

og foreldri elskar barnið sitt, alla æfi, ekki bara ungabarnið sem hjalar, svo blítt.

Það er sama hve fullorðið barnið verður, það á alltaf stað við hjarta foreldrisins.

Jafnvel þó að barnið fari þá leið í lífinu sem foreldrið hefði ekki viljað.Þannig er

það líka með Guð.Hjarta hans slær fyrir þig! 

Hann á vald til að fyrirgefa þér og mér alla synd.Tökum á móti þessari fyrirgefningu

og leyfum Drottni að eiga allt vald í lífi okkar.Þessi setning ,allt vald er mér gefið á himni

og jörð, er úr kristniboðsskipuninni.Og endar á þessum orðum, og ég vitna í Lifandi

orð.Takið eftir! Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar.

Það er ekkert smá, Drottinn er með okkur sem vilja vera með honum, alla daga.

Það er mikil blessun og það er mikil náð.Hjarta mitt svellur af þakklæti vegna

þess alls sem ég nýt af hendi Guðs föður.

 

                  Kær kveðja tilykkar allra

                                       Halldóra.


Kvatning mín til þín.

Heilsa ykkur öllum í Jesú nafni!

Í Efesus bréfinu er kafli sem talar um alvæpni Guðs,þessi klæðnaður

alvæpni Guðs er ekkert bull.Sjálf klæðist ég þessum herklæðum

á hverjum morgni, og ég finn það svo vel, hvað ég er undir mikilli

vernd Guðs.Ég tek ekki eins inn á mig framkomu og  særandi orð

sem fólk lætur út úr sér.Takið því alvæpnni Guðs til þess að þér getið

veitt mótstöðu á hinum vonda degi, og haldið velli þegar þér hafið

sigrað allt.Það er þessi leyndardómur að við verðum að halda velli í 

tilverunni, og það er bráðnauðsynlegt að vera vel útbúinn andlega

hvern dag.Ég kvet kristið fólk að taka þetta orð alvarlega og klæðast

alvæpni Guðs.

Girtir sannleika um lendar yðar

klæddir brynju réttlætisins

og skóaðir á fótum fúsleik, til að flytja fagnaðarboðskap friðarins

Takið umframallt skjöld trúarinnar,sem þér getið slökkt með öll hin  eldlegu skeyti hins vonda

Takið hjálm hjálpræðisins

og sverð andans sem er Guðs orð.

Gjörið þetta með bæn, segir Guðs orð.

Afhverju gyrtir sannleika? Jú hann gerir okkir frjáls

Afhverju þessir skór? Jú, þeir vernda för okkar í syndugum heimi.

Afhverju þessi brynja? Hún verndar okkur fyrir pílum hins illa.

Afhverju þessi skjöldur? Hann verndar okkur að pílur óvinarins nái ekki til hjartans

Afhverju þessi hjálmur? Hann er andlegt tákn um að hann verndar okkur frá óhreinum hugsunum.

Afhverju þetta sverð? Orð Guðs er máttugt,ef við fyllum hugann af versum úr orðinu, getum við notað þau sem  sverð er slær máttinn úr óvininum sem reynir að fella okkur.

Ef við gerum þetta dag hvern, helst áður en við förum út úr rúminu, munum við finna fyrir þeirri vörn sem við höfum frá himni Guðs yfir llífi okkar.

Þetta er kvatning mín til þín í dag!

        

               Kærleiks kveðja

                                          Halldóra.
 


Hentugur tími.

Sæl verið þið öll!

Ég hef verið að glugga í nyju þyðingu Biblíunnar.

Og fann í Síraks bók 39 kafla falleg vers, sem vert er

að vekja athygli á.Í versi 16 stendur",Allt er gott sem

gerði Drottinn,allt sem hann byður verður á hentugum 

tíma" Í Predikaranum stendur, að allt hafi sinn tíma, en 

ég held að við gleymun svo oft, að Drottinn hefur allt í 

sinni hendi,hann stjórnar.Í þessum sama kafla í Síraks bók

stendur líka"Öll verk Drottins eru góð, hann bætir úr ,

allri þörf á hentugum tíma"

Þegar við leggjum bæn okkar fram fyrir Drottinn Guð, ætlumst

við til að fá bænasvar strax, og vissulega gerist það oft, en stundum

sjáum við ekki nokkra einustu vísbendingu um að Drottinn ætli að

svara bæn okkar.Hér liggur svarið, Drottinn svarar á hentugum tíma.

Biðjum Drottinn að gefa okkur úthald í bæn, og minnum hann stöðugt á.

Hann mun koma með eitthvað gott á sínum tíma! 

 

                   Friður sé með ykkur öllum!

                                  Halldóra.

 


Því bryni ég ykkur!

Góðan dag!

Biblían kvetur okkur öll til þess að gera köllun okkar og útvalningu vissa.

Hún brynir okkur líka,og það stendur svo fallega en ákveðið, því bryni

ég yður bræður, og systur,að þér vegna miskunnar Guðs bjóðið fram

sjálfa yður, að lifandi heilagri Guði þóknanlegri fórn.Það er sönn og rétt

guðsdyrkun af yðar hendi.Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið 

háttaskiptum með endurnyjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna

hver sé vilji Guðs, hið góða fagra og fullkomna.

Páll lætur ekki staðar numuð þarna, heldur kvetur hann okkur áfram  og

segir í Þessalónikubréfinu,Takið meiri framförum.

Það er nefnilega þannig að við verðum að taka framförum á svo mörgum

sviðum lífs okkar. Á göngu okkar með Guði er líka þörf á því.Það gerum

við með því að lesa orð Guðs, biðja og rækta bænasamfélagið við hann.

Ég vil nota þetta tækifæri til að bryna okkur öll, að vera stöðug í eftir 

fylgdinni við Drottinn Guð, lesa orðið hans og taka framförum!

 Gangi þér vel og Guð veri með þér!

 

         Kveð með hinni fögru kveðju, Verið blessuð!

                                                                     HÁ.
 


Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Feb. 2008
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband