17.2.2008 | 14:01
Lykill.
Guð gefi þér góðan dag!
Biblían hefst á þessum orðum :
Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð.
Jörðin var þá auð og tóm og myrkur grúfði
yfir djúpinu og andi Guðs sveif yfir vötnunum
Guð sagði þá, verði ljós, og það varð ljós.
Ljósið var skapað fyrir okkur, svo að við þyrftum ekki að
ráfa um í myrkri.Guð er svona ljós,til þess að við þurfum ekki að
ráfa um óhamingjusöm og einmana.
Hann elskar þig og þráir að vefja þig að sér.Hann vill vera vinur þinn
og lysa þér í dagsins önn!
Hann sagði, ég er ljós heimsins,það þyðir að hann á nægt ljós til að
koma með ljósið sitt í þínar aðstæður.
Við þurfum ekki að vera óörugg þegar Jesús er með okkur .Hann mun koma
öllu vel til vegar, ef við felum honum alla hluti.
Og það gerum við með því að biðja til hans.Bænin er eins og lykill, lykill að hjarta Guðs
og hann er fyrir þig- og mig!
Guð blessi þig og takk fyrir að lesa þessi orð!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 10:48
Þetta er í uppáhaldi.
Kæru vinir!
Ætla að setja hér inn orð úr Hebreabréfinu,orð sem hafa blessað mig óendanlega
eins og reyndar mörg önnur vers úr Guðs orð.
Hér kemur versið:
Vér meigum því bræður,og systur,fyrir Jesú blóð
með djörfung ganga inn í hið heilaga,þangað sem
hann vígði oss veginn, nýjan veg og lifandi.
Látum oss því ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum.
Við vitum öll hvernig vegir eru vígðir.Það er oft klippt á fánalitaðann borða,
svo gengur einhver á undan og vígir þannig veginn,
Þetta gerði Jesús gekk uppað hásæti Guðs á undan okkur og opnaði
okkur veginn þangað.Við þurfum ekki að halda að okkur verði hafnað
Guð faðir elskar okkur, af því Jesús er búinn að tala máli okkar.
Með því að deyja á krossi.Nú getum við komið fram fyrir Guð, ófeimin og óhikað.
Þetta er miklu stórkostlegra, heldur en ég get orðað það. Tökum bara við þessu!
Stórt og smátt skaltu koma með til Drottins, og hann mun taka við þinni bæn.
Vegna þess að ég er að stíga mín fyrstu spor á þessum vettvangi, þá er ég
ekki tilbúin að vera með langa og tæknilega flókna pistla,en ef mér gengur vel
að læra á þetta apparat, se tölvan er fyrir mér, þá kem ég með stærra efni síðar.
En þú átt aðgang að Guðs góða hjarta.
Blessun og friður Guðs fylli ykkar hug og sál.
Kveðja Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 09:55
Bænin
Góðan daginn!
Fyrsta regla er að vera jákvæður og bjartsynn, þá gengur allt svo vel!
Í Jer.29:7 stendur:Látið yður umhugað um heill borgarinnar, sem ég
herleiddi yður til, og biðjið til Drottins fyrir henni,því að heill hennar er heill sjálfra yðar.
Með þessum orðum er ég að kvetja okkur kristið fólk til að biðja fyrir okkar bæjarfélagi
hvar svo sem við búum.Stjórnsyslan í Reykjavík þarf, eins og allir vita mikla fyrirbæn.
Guð er að kalla þig til þess að vera með í að biðja.Þú skiptir máli!
Það stendur í Esrabók5:11 Vér erum þjónar Guðs himinsins.
Drottinn hefur bara þá sem eru fúsir.Hann sagði líka, ég hefi fyrirætlanir í hyggju
með yður fyrirætlanir til heila en ekki til óhamingju. Og til þess að þessi heill komi,
þurfum við biðjandi fólk, að vera trúföst í að biðja. Okkur vantar liðs auka -vertu með!
Og svo til þess að við brennum ekki út, verðum við að halda okkur sjálf við orð Guðs
og byggja okkur þannig upp.Best er að klæða sig í alvæpni Guðs, þá erum við sterkari
á vígvellinum.Ég fjalla seinna um þann klæðnað, í þessum pistlum mínum.
Kveð í þetta sinn
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 10:35
Englavakt
Sæl öll!
Í sálmunum stendur:
Þín vegna bíður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Það er dásamlegt til þess að vita að Drottinn hefur okkur í hjarta sínu og sendir okkur
hjálp frá himni sínum.Við erum í hjarta Guðs allar stundir.Það er gott að hafa þessi orð í
huga og hjarta þegar við förum út í hvunndaginn, að englar Guðs gæta okkar!
Konur, þið eruð velkomnar á Aglow fund í kvöld kl.20 í skátaheimilinu Jötunheimar v. Bæjarbraut
í Garðabæ.Fundurinn hefst með kaffi og kræsingum sem kosta 700 kr. og er andvirðið notað til
að greiða leigu á salnum.Síðan lofum við Guð saman, heyrum guðs orð og biðjum fyrir bænaefnum.
Svo eru til sölu nokkrar bækur sem gott er að eiga og lesa. Sjáumst á Aglow fundi kl.20!
En mundu að þín vegna bíður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Kærleiks kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 09:20
Mitt innlegg í dag.
Sæl verið þið!
Ætla að miðla ykkur af því sem ég var að lesa í morgun mér til blessunar.
Fyrra atriðið er úr Róm.8:34, seinni hluti vers, en þar stendur:Hann er upprisinn og hann er
við hægri hönd Guðs og biður fyrir oss.
Og Hebr. 7:25 þar er sagt að Jesús sé á himni og biðji fyrir okkur.
Mér finnst það svo yndislegtJesús situr ekki bara við hlið föðurins á himnum, og bíður þess að
endurkoman eigi sér stað.Nei, hann hefur verkefni, hann er að vinna .Sú vinna er að biðja fyrir
okkur.Svo er hann í sínum heilaga góða anda mitt á meðal okkar.Hann stendur með okkur eins og við
stöndum með þeim sem okkur þykir vænt um.Og þegar við förum út í daginn, þá höfum við þá bestu
bænavermd sem til er, sjálfan Jesú sem biður fyrir okkur.
Njótið dagsins með Drottinn ykkur við hlið!
Kveðja til ykkar allra.
H.Á
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 22:58
Sálmur
Ljúfi Jesú, leiðbein mér, leiðin
full af hættum er, Fyrir stafni ósjór
er,Erfið lending hulin sker.Áttavitinn
er hjá þér.
Ó, minn Jesús, leiðbein mér.
Eins og huggar móðir milt Mátt þú
sefa hafið tryllt.Hlyðir ölduólgan þér,
Er þú biður " kyrrlát ver!"Drottinn
yfir hafsins her,Herra Jesús, leiðbein mér.
Svo er nálgast sé ég höfn, Syður
brim um tryllta dröfn, Lokuð virðist leiðin
mér, Legg mig þá að hjarta þér,Herra kær
og hvísla að mér "Hræðstu ei:Ég við styrið er"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 10:26
Hjól tilverunnar.
Góðan og blessaðan dagin!
Það er mikill fjársjóður sem okkur
er gefinn í Biblíunni, það er líka
svo frábært hvað þessi bók tekur
á mörgum hlutum.Eins og t.d. þetta:
Með þeim mæli sem þér mælið mun
yður, mælt verða!
Tungan er líka eldur, segir í Jakobs-
bréfinu, og hún kveikir í hjóli tilverunnar.
Sjá einnig skipin svo stór sem þau eru, og
rekin af hörðum vindum.Þeim verður styrt með
mjög litlu styri, hvert sem styrimaðurinn vill.
Þannig er einnig tungan, lítill limur og lætur
mikið yfir sér.Sjá hversu lítill neisti getur kveikt
í miklum skógi .
Þetta er alvarleg áminning til okkar allra.
Ég minnist þess fyrir löngu síðan að það kom
einstaklingur til mín, og sagði ákveðna hluti,
sem voru þannig að mér leið illa.Svo sagði þessi
viðkomandi einstaklingur, ég sagði þetta bara
til þess að mér liði ekki illa.Þetta var þannig að
það sem sagt var skipti engu máli, og best hefði verið
ef viðkomandi hefði sleppt því að segja þessi orð.
Þau voru gagnslaus og óþörf.
Sjálf er ég að reyna að vanda mig, og fara eftir orði Guðs,
og vera sú sem blessar .Það hryggir mig mjög ef mér
tekst illa upp.En Drottinn sendi okkur út í heiminn til
að vera ljós, og til þess að vera eins og borg sem fær ekki dulist.
Þannig vill hann að ljós okkar lysi meðal mannanna.
Af sama munni gengur fram blessun og bölvun,
þetta má ekki vera svo bræður og systur!
Drottinn styrki ykkur í dag!
Kveðja héðan úr bænum.
HÁ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 15:22
Þetta þarftu að vita!
Kæru vinir!
Ég er frekar seint á ferðinni í dag, því ég var að
vinna á útvarpsstöðinni Lindin f.m 102,9. Ég kvet
ykkur til að hlusta.Svo var ég að tala inn auglysingu
fyrir Aglow Garðabæ.En það verður fundur næsta
fimtudags kvöld kl.20 Allar konur velkomnar!
Við ætlum að byrja á því að fá okkur kaffi saman,
síðan munum við eiga góða stund í nærveru Drottins,
og þá mun formaður Aglow Garðabæ Helena Leifsdóttir
miðla okkur frá hjarta sínu. Ég kvet konur til að koma!
Boðskapur minn í dag er um elsku Drottins Guðs til þín.
Drottinn skóp þig í upphafi vega sinna. Á undan öðrum
verkum sínum , fyrir alda öðli.
Við-Ég og þú - vorum til í huga Drottins lögu áður en allt
varð til.Þú ert listaverk Drottins!
Leyfðu honum að halda áfram að gera meira fyrir þig.
Það gerist ef þú dvelur í nálægð hans, með líf þitt.
Friður Guðs sé yfir ykkur öllum!
Haldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 10:18
skref mín.
Góðann og blessaðann dag!
Ég hlakka alltaf svo mikið til að vakna á morgnana,
ég leggst á koddann og hugsa, o, ég vildi að það væri
kominn morgun! Svo þegar klukkan hringir,þá sprett
ég á fætur, alveg eld hress!! Svo les ég Biblíuna mér
til blessunar og fæ yndisleg orð út í daginn.Hér er eitt
sem er eins og stafur á lífs göngu minni: Skref mín
fylgdu sporum þínum, mér skriðnar ekki fótur.
Og innra með mér finn ég hvernig Drottinn gengur mér
við hlið. Ég hef alla tíð þurft svo mikið á Drottni að halda,
og hann hefur ekki brugðist mér.Og ég veit hann mun
ekki bregðast þér.Það stendur í Orðskviðunum, að þeim er
borgið sem treysta Drottni.
Munum líka það, að Drottinn elskar okkur.
Með kærleika og hlyju
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 10:30
Farið varlega í umferðinni.
Sælt veri fólkið!
Þegar ég lít út um gluggann þá er skyggnið afleitt
og snjónum kyngir niður.Og mér kom í hug hvað
Drottinn Guð er góður við okkur, og í raun skemtilegur.
Veðrið hér verður aldrei tilbreytingarlaust.Mér finnst það
frábært,jafnvel þó að maður fái leið á langri óveður tíð.
En það er svo margt jákvætt í lífinu. Og svo það sem Bók
Bókanna segir:Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gjört,
fögnum og verum glaðir á honum!
Ef þér líur á einhvern hátt ekki vel, eru hér uppörvunarorð
til þín frá himninum:
Óttast þú eigi, því ég er með þér.Láttu eigi hugfallast,
því að ég er þinn Guð.Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig
með hægri hendi réttlætis míns!
Að lokum, bið ég Guð að varðveita ykkur öll í umferðinni í dag,
og blessa Íslenska þjóð!
Með bestu kveðju
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar