14.2.2010 | 00:11
Valentínusar dagurinn.
Komið þið sæl!
Í dag er Valentínusar dagurinn, sér Amerískt fyrirbæri sem hefur náð fótfestu hér.En það sniðuga í stöðunni er að við hjónakornin opinberuðum þann dag 1986.Þá hafði þessi dagur ekki fest sig í sessi hér,svo við vissum ekkert af þessu fyrr en löngu seinna. Þessi dagur sem tileinkaður er þessum Valentínusi er góð áminning til allra um að halda við ástinni.Ástinni sem var einu sinni eins og ganga á bleiku skyi,en hefur breyst í djúpa og sanna vináttu.Ef við tölum alltaf fallega hvort til annars og sínum það að okkur þykir vænt um hvort annað, og látum hinn aðilann vita að við elskum hann,þá erum við örugglega á góðri leið.Og þannig ættu allir dagar að vera,kærleikur og væntumþykja. Í okkar hjónabandi höfum við gert okkur far um að biðja saman, og það er nokkuð sem ymsum þykir erfitt að gera, en ég skal segja ykkur það að færir hjónabandinu og lífinu sjálfu ómælda blessun.Það vermir líka hjarta mitt í hvert skipti sem minn maður þakkar Guði fyrir að hafa gefið sér mig.Þannig er ástin,einhvernvegin svo falleg. Og ég kvet alla elskendur til að biðja saman og leggja alla hluti í Guðs hendur.
Guð blessi ykkur kæru vinir!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2010 | 12:11
Fékk að skila rangeygri konu.Ææ
Góðan dag!
Maður byrjar bara á því að segja ææ þegar þessi frétt er lesin.Karl greyið gat hann ekki fengið að sjá þessa tilvonandi konu sína með eigin augum.Ég á nú bara óskaplega erfitt með að skylja þessi trúarbrögð, og þennan klæðnað á heitasta stað jarðar? Er viss um að það eru alveg ágætis konur margar þeirra og fallegar eftir því bak við þennan búning.En það hefði nú kanski verið' hægt að laga þessi augu með gleraugum.Nema hann hafi verið skotnari í systurinni?En þá er líka spurning hvort hún hafi svipt hulunni af andliti sínu? Þetta eru svona minniháttar pælingar hjá konu sem les þessa frétt, og byr við frelsi.HIns vegar er ég vissum að Guð almáttugur ætlaði ekki að hafa þetta svona.Hann er stoltur af sköpun sinni hvað fegurð varðar, og elskar alla menn og allar konur,án skilyrða.Ég held líka að Drottni hafi ekki verið neitt á móti skapi að aumingja konan færi og léti taka þessi hár af andlitinu.Það eru til ymsir sjúkdómar sem framkalla hárvöxt í andliti kvenna.En svo mikið veit ég að það eru til lyf við því.Svo er það nú bara gamli góði plokkarinn!
En við þig sem lest þessar línur og ert með einhvern móral vegna útlits, vertu hugrakkur þú varst hannaður á teikniborði himinsins.Og þar eru ekki gerð mistök!
Kveðjur og blessunaróskir
Halldóra.
![]() |
Fékk að skila rangeygðri konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.2.2010 | 11:09
Alveg skínandi loðna.
Sælt veri fólkið!
Verð að segja það að þessi frétt gladdi mig mjög mikið og ég gat ekki annað en hugsað "Guð er góður
Því það er vissulega mikil blessun fyrir landið þegar vel veiðist! Og ég í hjarta mínu blessa alla íslenska sjómenn og bið þeim og fjölskyldum þeirra velfarnaðar.Því þeir leggja oft mikið á sig til að færa þjóðinni björg í bú! Sjálf á ég engar tengingar við sjómenn,eftir því sem ég best veit. En ég bið fyrir þeim og bið Guð um góðann afla,svo að blessanir Drottins Guðs megi hlotnast þessari yndislegu þjóð í ríkara mæli.
Og ég bið að þú megir eiga dásamlegan dag í dag og friður sé með þér!
Blessunaróskir.
Halldóra.
![]() |
Alveg skínandi loðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.2.2010 | 12:18
Ef við gröfum nóug djúpt finnum við gull.
Sæl og blessuð!
Sagan segir frá bóndakonu í vestur heimi sem þráði að lifa heilögu lífi .En henni gafst lítill tími til að lesa í Biblíunni.Þá kom henni ráð í hug .Hún keypti sér nokkrar Biblíur.Ein hafði hún í hlöðunni,aðra í borðstofunni og þá þriðju á eldhúsborðinu.Þannig gat hún lesið svolítið á þeim stað þar sem hún var stödd,hvað sem hún var að gera.William Carrey , sem lagði grunninn sð heimskristniboði fór að á svipaðann hátt.Hann las í Biblíunni meðan hann var að gea við skó.Því er ekki ætíð svo farið að sá kristni maður lesi mest sem hefur drygstann tímaOft eru önnum kafnir menn best að sér í Biblíunni.Þeir opna Biblíuna ekki aðeins á helgistund einu sinni á dag,heldur er hún sífellt í notkun,þegar þeim gefst eitthvert tóm til. Fyrst í stað segir óvinurinn að það sé óeðlilegt að liggja sí og æ yfirBiblíunni,líkt og þegar aðrir lesa blöð og tímarit.Síðan segir hann að það sé hræsni.Satan vill halda okkur frá orkulindum. Sé honum vísað á bug í nokkur skipti finnst okkur brátt óeðlilegt að lesa lítið í BiblíunniSumir kvarta yfir því að þeir fái svo lítið uppú því að lesa Biblíua.Já, þannig er það um allt nytt.Það er heldur engin ánægja að byrja að læra á fiðlu.En á að hætta við það af þeim sökum?Ef við leggjum niður skólagöngu af því að við kunnum ekki að lesa,lærum við aldrei að lesa.Fjársjóður Biblíunnar er ekki alltaf á yfirborðinu.Ef við gröfum nóug djúpt finnum við gull. Lestu oft í Biblíunni og lestu í samhengi.Strikaðu undir það sem þú skylur og talar hvað mest til þín.Þá mun skylningur þinn vaxa.Biblían opnar bara fyrir þeim sem opna hana oft!
Guð blessi þig í dag!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2010 | 11:00
Stúlka barði hákarl og flæmdi burt.
Góðan dag!
Þetta er nú soldið hetjuleg frétt!! Fjórtán ára stúlka barði hann í hausinn með sundbretti. Mjög gott að þetta gekk vel ,og að hún slapp þó nokkuð vel,þrátt fyrir að hákarlinn biti hana um mittið. Var það furða þó henni væri ekki trúað í fyrstu?En örin sönnuðu þetta.
Mér datt nú bara barátta lífsins í hug,allir menn glíma við eitthvað, og sumt er eins og hákarls bit, og skylur eftir sig sár.Svo eru það freistingar þessa lífs,sem hafa fallið margann manninn og konuna.Ef fólk hefði nú áttað sig aðeins á því að freistingarnar koma frá hinum illa eins og hákarlinn fyrirvara laust,þá væri ymislegt öðruvísi.Mér finnst það alveg frábært af Guði skaparanum að koma með boðorðin 10, sem leiðbeiningu til alls mannkyns.Og ef við færum í einu og öllu eftir þeim væri margt öðruvísi.Meira að segja hefði fall bankanna ekki orðið.Því það gerðist bara af því að boðorðin voru ekki virt.Merkilegt hvað þau ertu máttug! Samt ekki því allir vegir Guðs eru elska og trúfesti,fyrir þá sem gæta sáttmála hans og vitnisburða.Flott hjá þessari stelpu að lemja frá sér þegar það vonda kom,við ættum að gera það líka þegar hinn illi kemur í ljós engils líki.
Góðar stundir.
![]() |
Stúlka barði hákarl og flæmdi burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar