Góði hirðirinn.

Marg blessuð!

Fyrir mörgum árum gistum við fjölskyldan á sveitabæ

vestur á fjörðum, sem er ekki í frásögu færandi,nema

vegna þess að þar sá ég og heyrði bóndann og konu

hans tala um kindurnar með nafni.Sjálf sá ég bara hvítar 

kindur út um allt! Nótt eina vaknaði ég við mikið jarm, og

mér fannst það vera eins og sár grátur.Um morguninn

ræddi ég við bóndann, sem leit út , og sagði , já þetta er 

hún Branda mín, svo sagði hann mér frá þessari kind,

sem átti sína raunamæddu sögu, hafði misst bæði lömbin sín

þetta sumar.

Þessi lífs reynslu saga, kemur stundum upp í huga minn, því

Drottinn Guð þekkir okkur öll með nafni, við skiptum máli!

Jesús elskar þig! Hann þekkir þig úr öllum mannfjöldanum

á þessari jörð, þú ert einstakur eða einstök.Ég kvet þig til 

að koma fram fyrir Drottinn Guð, og hann mun koma inn í þína

kringumstæður, eins og bóndinn sem þekkti hvítu kindina  með

nafni, sem var innan um allar hinar, af því hún var fyrir honum

einstök.Þú ert einstakur  eða einstök fyrir Guði!

         

                  Kveðja

                          H.
 


Það er yndislegt.

Heil og sæl!

Í Hebreabréfinu stendur að Jesús sé á himnum, 

og það segir svo fallega að hann biðji fyrir okkur.

Jesús er við hægri hönd föðurins og biður fyrir þér!

Hann er hjálp okkar á öllum stundum lífsins.Mig

langar til að minna þig á, að hvað sem kann að henda 

þig er Drottinn Jesús Kristur til staðar, og heyrir bæna ákall þitt. 

Bæna ákall þarf ekki að vera löng bæn, það er líka bæn þegar

þú andvarpar til Drottins.Og hann er á himnum og biður fyrir

þér.Það er yndislegt! 


Gömul hjón

Góðan dag!

Á ákveðnu tímabili í lífi mínu, kynntist ég gömlun fallegum hjónum.

Þau voru mjög yndæl og elskuleg, en konan var farin að kalka mjög

mikið, og sagði alltaf sömu setninguna aftur og aftur.Ef hún lagði

eitthvað til málanna var það alltaf Halldóra, ég er hálf norsk, þetta 

endurtók hún í sífellu.Þetta var að vísu allt í lagi fyrir mig, en blessaður

maðurinn hennar var greinilega orðinn þreyttur á þessu stagli sí og æ.

Svo féll hún frá í hárri elli, en ég hélt áfram að heimsækja þennann

aldna vin minn.Við ræddum eilífðar málin mjög mikið.Kvöld eitt, þegar

ég var heima, og ég hélt að enginn væri á ferð sökum ófærðar og

óveðurs, var bankað, og úti stóð þessi aldurhnígni vinur minn.

Hann vatt sér strax að erindinu,og sagði, ég er kominn til að opna hjarta

mitt fyrir Jesú.Við settumst niður og ég leiddi hann til Jesú þessa kvöldstund.

Svo sagði ég honum að hann væri orðinn ríkisborgari í Guðs ríkinu.Eins

og Biblían segir, þér eruð ekki framar gestir og útlendingar, þér eruð 

samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs.Og það var svo margt 

stórkostlegt sem gerðist þarna.Hann gat fyrirgefið í fyrsta sinn.Hann hafði

verið svikinn þrettán ára gamall, og það var eins og skuggi á lífi hans, en

á þessari stundu kom gegnumbrot, og hann fyrirgaf .Hann var að upplifa nytt frelsi

þarna.Og ég man þegar hann fór frá mér út í óveðrið, hann var eins og unglingur

hann hafði eignast innri frið,Jesús var orðinn vinur hans og svo hafði hann

fengið borgara rétt í ríki Guðs.Uppfrá þessari stund kom hann eins oft í kirkju

og hann gat, en ellikerling gerði honum erfitt fyrir.Og mér fannst það svo

gott þegar hann yfirgaf þennan heim, að ríkisborgara réttindin voru í lagi.

 

           Guð blessi ykkur í dag.

                                         H.
 


Að raula með sjálfum sér

Heil og sæl!

 

Þegar ég var örlítið yngri var sunginn söngur sem er svona og 

hefur hljómað innra með mér nú í dag.

Læt hann koma hér svo aðrir geti sungið hann líka.

Horfðu hiklaust á Jesú,

lyt himneska tígn hans

og glans.

Þá á fegurð heimsins

strax fölva slær

móts við fyllingu miskunnar hans.

 

Það er svo gott að raula gömul og góð lög, sem hafa góðann

boðskap, og framkalla notalegar stundir.

Söngur léttir líka lundina, og allt verður svo miklu skemtilegra.

Og ég segi nú bara eins og þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í söng,

söngurinn verður fallegri ef þú brosir! 

        Takk í dag.


Predikun dagsins!

Sæl og bless gott fólk!

Ég hef verið að hugsa mikið um hjarta Guðs föður.

Og mér finnst stórkostlegt til þess að hugsa,

að þegar Guð faðir skapaði himinn og jörð

gerði hann haf,og loft og land og dyr  og plöntur.

Síðast skapaði hann manninn.Svo leit hann yfir 

sköpunarverkið og sá að það var harla gott.

Þú og ég erum sköpunarverk Guðs.

Hefur þú nokkurntíma hugsað út í það 

hvað Drottini Guði finnst um þig?

Hann er harla ánægður mrð þig.Þú ert harla

góð eða góður, sú er staða þín frami fyrir Guði.

Svo kom syndafallið og sköpunin , fjærlægðist Guð.

En þá kom faðirinn til skjalanna  og sendi son sinn Jesú 

til bjargar  okkur , þessari elskuðu sköpun hans frá glötun.

Hann átti hjarta fyrir okkur, og þráði að við elskuðum hann á sama hátt.

Jesús gekk í dauðann fyrir okkur, og hann þráir að við elskum hann á sama hátt.

Jesús gekk í dauðann fyrir okkur synduga menn, það synir okkur hjarta

Guðs föður.Fyrir þetta hjálpræðisverk eigum við algjörann aðgang að hjarta

Guðs föður.Það stendur í Hebreabréfinu að við meigum nú fyrir Jesú blóð , með djörfung

ganga inn í hið heilaga.Látum oss því ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum

í  öruggu trúartrausti með hjörtum sem hreinsuð hafa verið.

Þú átt stað í hjarta Guðs föður.Þínar bænir, þitt andvarp,þín tár, 

sérhver raun sem að þig hendir, nysta hjarta hans. Þú spyrð

kanski ,afhverju þarf ég að ganga í gegnum svo mikið?

Af hverju ég?

Svo stendur hann álengdar með opinn faðminn, móti þér,

til þess að umvefja þig, hugga, styrkja og gefa þér kraft.

Útbreyddur faðmur hans, bíður eftir þér.Og ef þú ferð í þennan 

opna faðm hans, muntu ekki bara vita ,þú munt finna þann frið

sem hann einn á og vill gefa þér. Þú ert honum dyrmæt eða dyrmætur

Ég vildi svo gjarnan getað þakkað Guði fyrir þennan kærleik sem mér hefur hlotnast

að tilheyra Jesú.Við munum aldrei geta ð þakkað þessa náð sem ber,

að Guð skildi gefa okkur son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki.

En hann gerði það af því að hann elskaði þig, já hjarta hans slær fyrir þig.

Og bænaákall þitt fer ekki bara eitthvað út í tómið, nei það nær eyrum föðurins.

Á sama hátt og sjúklingurinn treystir því að skurðlæknirinn geri sitt

besta, mátt þú koma með allt þitt til Drottins Guðs, og hann mun vel fyrir sjá.

Drottinn vísaði aldrei neinum frá, og hann mun als ekki vísa þér frá.Hann

elskar þig! 

                 Bestu kveðjur og knús á alla.
 


Forn Íslenskt mál.

Sæl öll!

Er með Biblíutexta úr Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar,

en hann var sá fyrsti til að þyða það á íslensku, og það sem 

merkilegt er er að hann kom þyðingunni á prent, og er það 

fyrsta bókin sem prentuð var á íslensku.Hún er vel þess virði 

að kynna sér sögu þessa mæta mans, sem hafði hjarta fyrir

íslenskri tungu og að koma orði Guðs til þjóðarinnar .

En hér kemur texti úr Filippíbréfinu 4 kafla:

Gleðjið yður í Drottni alla tíma.Og enn aftur segi ég:

Gleðjið yður.Yðra umgengni látið kunna vera öllum mönnum.

Drottinn er nálægur. Syrgið ekki, heldur látið yðra bænir í öllum

hlutum í bænahaldi og ákalli með þakkargjörð fyrirGuði kunnar

verða.Og friður Guðs, sá hærri er öllum skilningi,varðveiti

yðar hjörtu og hugskot í Kristo Jesú. 

Svo endar þetta bréf á svo skemtilegan hátt:

Heilsið öllum heilögum í Kristo Jesú.

Yður heilsa þeir bræður sem eru hjá mér.

Yður heilsa allir bræður, sérdeilis þeir af keisarans húsi.

Náð vors Drottins Jesú Kristi sé með yður öllum.Amen 


« Fyrri síða

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Feb. 2008
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband