Til umhugsunar

Sæl og blessuð kæru vinir!

Ætla að deila með ykkur nokkrum hugsunum sem hafa verið að koma upp í hugan í dag.

Þegar Jesús var að kveðja lærisveinana áður en hann fór til himins gaf hann þeim kristniboðsskipun

um að fara út um allann heim og kunngjöra gleðiboðskapinn.Og hann endaði þessa skipun á orðunum

Ég mun vera með ykkur alla daga allt til enda veraldar!Hann hét því að vera með í heilögum anda.

Þá vil ég segja við þig kæri vinur: Kannski er líf þitt erfitt og þú jafnvel veikur og getu lítill.Já og einmana,það geta verið svo margar orsaki fyrir vanlíðan.En þá vil ég hughreysta þig með þessum orðum Jesú ,ég mun vera með ykkur alla daga allt til enda! Ef þú getur skaltu lesa í Biblíunni,allar fallegu sögurnar um hvað hann gerði þær  munu blessa þig! Það er líka til ymislegt kristilegt efni sem  gott er að lesa.Stuttur göngutúr bætir  sálarlífið.Svo er líka svo gott að anda að sér hreinu loft,þannig að stutt útuvera hressir mann ótrúlega mikið.Svo ég nefni eitt í viðbót,þá er það mjög gott fyrir okkur að drekka vatn,og við ættum að gera það meira því það er gott fyrir okkur.Vatnið er mikil blessun Guðs.Bænin til Guðs er sá besti styrkur sem hægt að að hugsa sér,þessvegna skaltu tala við Jesú.

 Talaðu um allt í trú  við Jesú

trega þinn og kvöl og sorg.

Talaðu um allt sem þráfallt þreytir

þig,og myrkvar hyggju borg.

                           Guð blessi þig og veri með þér!

                                         Kærleiks kveðja

                                                  Halldóra.


Hugsað upphátt.

Sæl og blessuð  kæru bloggvinir!

Í dag ætla ég að hugsa upphátt.Þannig er að ég hef oft hugsað um það hvílik snilld það var að skaparinn Sjálfur Guð faðir, skyldi gefa mannkyninu boðorðin 10.Las það einhversstaðar að það hefði hann gert til þess að við sköðuðum okkur ekki,en það er eins og með svo margt,við erum endalaust að brjóta þessar örfáu reglur.Og við gerum okkur að ösnum í staðinn.Ég hef verið að taka sjálfa mig í gegn um tíma og reynt að vanda mig og brjóta ekki þessar reglur.Mér finnst eins og boðorðið,þú skalt ekki ljúgvitni bera, vera eitt það boðorð sem oftast er fallið fyrir.Á dögunum var ég að tala við konu um verð á flíkum á útsölunum.Hún sagðist hafa farið í eina ákveðna búð og verslað dáldið,sem ég bara samgladdist henni yfir að hafa gert,svo fórum við að tala um verðið ,sem ég vissi mjög vel um því ég hafði nýlega farið þar inn, og hún nefdi verð á flík og sagði ákveðna tölu sem ég vissi að gat ekki verið rétt.Hún verslaði fyrir háa upphæð en sagði mér verð sem stóðst engan vegin.En það sem mér fannst svo furðulegt af hverju hún laug að mér.Hún hefði bara getað sagt að þetta hefði kostað sitt eða eitthvað álíka.En hún vissi að nýlega hafði ég farið í aðra búð og keypt ákveðna flíka á  mjög lágu verði og kunni kannski ekki við að segja mér sannleikann.En mér var alveg sama hvað þetta kostaði,útaf fyrir sig.Og hún mátti alveg kaupa sér það sem hún vildi. En, útfrá þessu hef ég verið að hugsa um það af hverju þurfum við að ljúga hvert að öðru? Því að um leið og hún laug þarna blessuð konan var eins og það kæmu asna eyru upp með eyrunum hennar.Ég varð einhvernvegin rosalega hissa, og hugsaði um Jesú sem þarf endalaust að horfa upp á börnin sín syndga.

Þetta hljómar kannski eins og ég hafi aldrei fallið í synd,en það er öðru nær,ég er mikill syndari,en ég á líka fyrirgefningu í blóði Jesú, og um tíma hef ég verið að taka sjálfa mig í gegn og reyna að vanda mitt líf til orðs og æðis.

Það eru líka níu boðorð auk þessa sem um er rætt í þetta sinn,en ég læt þetta duga núna, og bryni okkur kristið fólk til þess að vera góðar fyrir myndir.


Lysa stðningi við Bjarna.

Sæl öll sömul!

Er nokkur ástæða til annars en styðja Bjarna?  Ef ég væri skráð í flokkinn þá myndi ég styjahann. Ég hef þá trú að hann sé í þessu embætti af því að Drottinn Guð skapari himins og jarðar vildi það.Og það er nú ekkert smá!Ég trúi því að hann setji fólk til valda og taki fólk frá völdum.Svo finnst mér bara ekkert slæmt að búa mjög nærri félagsheimili þeirri í Garðabænum.Ég nefni þetta fólk og flokkinn yfirleitt er ég rölti þar fram hjá.Ég ætla að fylgjast vel með í þessu Icesave-máli og biðja fyrir þeim sem  standa í þessu öllu.Hvort við eigum að borga eða borga ekki,ætla ég ekki að tjá mig um hér,en er örugglega sammála fjöldanum.

Ó Íslands fagra ættarbyggð,

um eilífð sé þín gæfa tryggð,

öll grimmd frá þinni ströndu styggð

og stöðugt allt þitt ráð.

Hver dagur lítil dáðá ný.

Hver draumur rætist verkum í ,

svo verði Íslands ástkær byggð

ei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggð 

sé öðrum þjóðum háð.

             Hulda- Emil Thoroddsen.

                                                 Með kærleiks kveðju

                                                        Halldóra.

                            


mbl.is Lýsa stuðningi við Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Feb. 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28          

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband