26.2.2013 | 14:07
Léttur kvöldmatur
Komið þið sæl!
Var með þennan spaghettí rétt í gærkvöld sem gerði lukku.Ætla þessvegna að setja uppskriftina inn hér.
280 gr spaghettí soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka
1 breéf brauðskinka
1 - 2 laukar
sveppir niðurskornir ca 4 - 5
tómatsúpa
smjörlíki til steikingar
2 matsk.hveiti
Steikja sveppi og lauk þar til laukurinn verður mjúkur ,þá er hveitið sett út í og hrært í ,súpunni helt yfir og hrært.
Spaghettíið sett í botn á fati og jukkinu helt yfir.
Borið fram strax.
Ef fólk vill þá má bera fram brauð eða salat.
Best að drekka vatn með!
Njótið vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2013 | 23:31
Hugleiðingar að kvöldi dags
Gott kvöld!
Ætla að hætta mér á hálann ís og tala örstutt um það sem í dag kallast samkynhneygð.
Oft er talað til þeirra sem eru samkynhneygðir með fyrirlitningu og þeir dæmdir hart.
Hef heyrt fólk tala svo illa og neikvætt um samkynhneygða að mér hefur liðið hálf illa.
Því hvað sem fólki finnst,þá er þetta fólk alveg eins og við sem erum gagnkynhneygð og hefur sínar tilfinningar,langanir og þrár.Ætla ekki að tala neitt um læknisfræðilegu hliðina á þessu,enda ekki á mínu valdi að gera það.En mér er ofarlega í huga vers úr heilagri ritningu sem er svona:Allir hafa syndgað og skortir Guðs dyrð! Held nefnilega að ymsir sem eru samkynhneygðir þráir djúpt og innilegt samfélag við Guð,alveg eins og ég geri.Og Drottinn Guð sagði sjálfur:"Komið til mín allir,þér sem erfiði og þungar byrðar berið og ég mun veita ykkur hvíld. Ég hef þá trú að Drottinn lýti á hjartað meðan mennirnir horfa á útlitið.Og svo annað vers úr bókinni góðu:Öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að vera Guðs börn.
Svo er önnur hlið á sama peningi og það er að ég tel að margir samkynhneygðir halda að kirkjan í heild sinni fyrirlíti þetta fólk.En mín reynsla er að lang,lang flestir tala með hlýhug og virðingu um samkynhneygða þó einhverjir hafi verið stórorðir.Og okkur væri það gleði ef samkynhneygðir kæmu í kirkju til að lofa Guð með okkur.Og Guð á erindi við okkur öll.
Ég er þannig gerð að ég held að allir hafi eitthvað gott fram að færa með lífi sínu. Og ég trúi því að hver sá sem nefnir nafnið Jesús og trúir í hjarta sínu á hann muni hólpinn verða.Og bænin er fyrir okkur öll! Það stendur á einum stað í Guðs orði að Jesús sitji við hlið föðurins á himnum og biðji fyrir okkur!Hann biður fyrir þeim sem á hann trúa. Og Guð er náðugur Guð! Hann fyrirgefur syndir!
Ef einhver er fjötraður í synd,þá vil ég minna á að það er hjálp að fá hjá Jesú!
Dæmið ekki svo þér verðið ekki sjálfir dæmdir.Ef við þekkjum boðskap Biblíunnar sjáum við að elska Jesú er svo stókostleg!
friður Guðs sé með okkur öllum!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2013 | 23:16
Gott inn í daginn.
Góðan dag!
Hér er lítil vísa úr Bænabókinni eftir séra Karl Sigurbjörnsson.
Í náðarnafni þínu
nú vil ég klæðast,Jesús.
Vík ég að verki mínu
vert hjá mér,Jesús.
Hjarta hug og sinni
hef ég til þín,Jesús.
Svali sálu minni
sæta nafnið Jesús,
ég svo yfirvinni
alla mæðu,Jesús,
bæði úti og inni
umfaðmi mig Jesús.
Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2013 | 19:36
Súkkulaðikaka með þykkri súkkulaðisósu
Gott kvöld!
Mæli með því að við bökum þessa fyrir fjölskylduna það mun gera alla glaða!
Og hvaða mamma vill ekki gleðja fólkið sitt?
Njótið vel!
![]() |
Súkkulaðikaka með þykkri súkkulaðisósu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar