15.3.2008 | 12:00
Hafdjúp gleymskunnar.
Góðan dag, og friður sé með ykkur!
Þessi tími sem er núna er í mínum huga mjög sérstakur tími, hvorutveggja það að nú er
vor í lofti, og svo hitt að við kristnir menn fögnum upprisu Jesú Krists á páskadag.Mig
langar aðeins að hugleiða dagana fyrir upprisuna í lífi Jesú.Það var greinilega skammt stórra
hagga á milli í lífi hans.Á Pálma sunnudag, var honum fagnað sem konungi, borðaði kvöldverð með lærisveinunum, þeirrar síðustu,síðan tekinn höndum, síðan færður æðsta prestinum og sagður dauða sekur og þeir hræktu í andlit Jesú og slóu hann með hnefunum, og en aðrir börðu hann með stöfum.
Svo var ákveðið að krossfesta Jesú.Fyrst klæddu þeir hann í skarlats rauða kápu og fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð honum og settu staf í hönd hans.Síðan féllu þessir menn á kné
fyrir honum, sögðu ,Heill þér konungur Gyðinga og þeir hræktu á hann, tóku stafinn af honum og
slógu hann í höfuðið.Síðan eftir þessa hæðnis stund klæddu þeir hann úr , og hann klæddist sínum fötum og var leiddur út til krossfestingar.
Þar sem ég sit við tölvuna er mynd af Jesú með þyrnikórónuna, og ég finn svo til með honum, sem
er vinur minn, og skipar öndvegi í lífi mínu. Það er ekki spurt um neitt í þessu ferli hans, nema eitt
og það er að Guð Faðir sá bara þessa einu leið til að forða okkur frá eilífri glötun, að gefa Jesú í dauðann.En dauðinn gat ekki haldið honum! Jesús er sigurvegari lífsins.
Honum má kanski líkja við hlaupara sem þarf að fara ákveðna vegalengd til að komast í mark, og hann átti úthald, fullnaði þetta verk.Fyrir þig! Hann tók allar okkar syndir á sig.Jesús er okkar björgunar maður ! Hver svo sem synd þín hefur verið, þú átt von.Jesús hefur kastað syndum þínum í haf djúp gleymskunnar!
Ætla ekki að hafa þetta lengra núna, en kvet ykkur til að opna hina helgu bók og lesa um þetta
einstaka kærleiks verk!
Með bæn um blessun yfir Íslenska þjóð!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 10:14
Þetta var í huga mínum.
Sælt veri fólkið!
Þegar klukkan hringdi á náttborðinu í morgun, var sagan af honum sakkeusi svo ofarlega í
huga mínum.Kanski var mig að dreyma hann,það er spurning.
EN það voru samt ymsar hugsanir sem komu í hugann þegar ég fór að huleiða betur þessa sögu.
Ég held endilega að þessi ágæti maður hafi verið svolítið sérstakur,og þessvegna ekki fallið
sérlega vel inn í samfélagið.Þó held ég að hann hafi ekki verið neitt yfir máta öðru vísi.Hann
var í góðri vinnu,yfirtollheimtu maður, og auðugur.Ekki er nefnd nein fjölskyla, kanski var hann
líka einmana.Hann var jú óvinsæll.Og látið er að því liggja að hann hafi dregið að sér fé.
Svo var Jesús á ferðinni, og það var væntanlega ákveðin spenna í loftinu,Jesús var að koma.
Sakkeus langaði líka að sjá hver þessi Jesús var.
Það var greinilega ekki bara það að hann væri sérstakur, einmana og kanski þjófur,
sem manni finnst nú eiginlega all stór kross að bera, hann var líka lítill vexti.
Var sjálfs myndin ekki bara í steik? Jú örugglega, því hann þorði ekki að koma og láta fólkið
samborgara sína sjá að hann langaði líka að sjá Jesú.Enda kom vöxturinn í veg fyrir að hann
sæi eð heyrði vel.Hann hljóp á undan öllum og klifraði upp í morberjatré til að hafa yfir syn, er Jesús gengi hjá. Svo kemur Jesús þarna að og hann leit upp í tréð og sagði:Sakkeus flyt þér ofan, í
dag ætla ég að koma í heimsókn til þín.Og hann flytti sér niður og tók á móti Jesú glaður.
Ég sé fyrir mér undrunarsvip fólksins.Hann fer og þyggur boð hjá bersyndugum manni, sagði það.
En Jesús gerir nokkuð óvenjulegt að mati flestra,hann vill vera vinur þeirra sem kanski falla ekki endilega í
þann ramma sem flestir til heyra .Jesús kemur til hjálpar!
Kanski ert þú, góði vinur, að glíma við eitthvað sem íþyngir þér.Jesús getur breytt böli í blessun,
og gert kringumstæðurnar hjá þér góðar.Það eru góðar kringumstæður, þegar Jesús er hjá þér.
Annað gæti kanski verið erfitt, áhyggjur, veikindi, já, hvað eina.En ef þú hefur Jesús með í för
það breytir kringumstæðunum.Þegar þú hefur lagt málefni þitt fram fyrir Drottinn, skalt hvíla í honum.Jesús mun ekki bregðast þér!
Vinar kveðja
Halldóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 16:47
Eins og þegar páska egg er opnað.
Komið þið sæl!
Ég er svo glöð því veðrið er svo gott,allt er svo bjart.Ég elska það þegar byrtir og vor-lyktin kemur
í loftið.Það er á þessum tíma árs sem hyllir undir vorið,þó að það geti vissulega komið vetrar harka enþá. Svo eru páskarnir alveg á næsta leiti.Á páskunum gerðist sá einstæði atburður að Jesús dó
á krossinum fyrir þig og mig.Naglarnir sen negldir voru í lófana hans voru vegna syndar mannkynsins,
vegna minna synda.En þetta voru ekki endalokin, Jesús reys upp frá dauðum.Það er svo magnað að hugsa um þetta,því dauðinn gat ekki haldið honum! Við kristnir menn tilheyrum þessum Kristi.
Hinum lifandi.
Þessvegna tek ég undir með sálmi 34: Ég vegsama Drottinn alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.
Ég get bara ekki þagað um þetta , ég bara verð að segja frá þessu.
Eins og þegar páska egg er opnað er inní því eitthvað gott sem ekki sést fyrirfram, þannig er
það þegar við tökum trúna inn í hjarta okkar,það besta er eftir. Drottinn gengur þér við hlið í öldu róti lífsins.
Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá.
Kveðja
HÁ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 16:29
Óttast að deyja á sviði.
Komið þið blessuð og sæl!
Blessuð stelpan,fær lamandi kvíðaköst, og óttast að deyja á sviði.
Það sem ég sé í þessari stöðu er að hún á engann innri frið, sem gefur henni styrk.
Því við vitum það öll að koma opinberlega fram krefst heilmikils styrks, og úthalds.
Jesús sagði: Minn frið gef ég yður, ekki gef ég eins og heimurinn gefur.Hjarta ykkar skelfist ekki
né hræðist.Hver sá sem á Jesús í sínu hjarta á þennann frið sem breytir öllu.Ég vildi óska þess að
Maddonna kyntist þessum friði! Þá þarf hún heldur ekki að óttast dauðann, því meiri er sá sem er í þeim sem á hann trúa, en sá sem í heiminum er.Og ef Drottinn er okkar hirðir og leiðtogi lífs okkar
göngum við ekki ein lífs veginn. Sjálfur Jesús Kristur er við okkar hlið!
Hallgrímur Pétursson orti:Dauði ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt.
Í Drottins nafni, ég segi, kom þú sæll þá þú villt.
Friður sé með ykkur öllum!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
![]() |
Óttast að deyja á sviðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 23:12
Ég er hrifin af þessu.
Heil og sæl gott fólk!
Það er svo gaman að lesa Guðs heilaga orð vegna þess hve það flytur mikinn sannleika,
Hér er eitt sem gott er að fara eftir:
Að endingu, bræður og systur, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint,allt sem er elsku vert og gott afspurnar, hvað em er dyggð og hvað sem er lofs vert, hugfestið það!
Þetta er eiginlega megin reglan í lífinu, hvernig við komum fram við aðra, hvernig við breytum og hvað við tölum.Orðin okkar geta verið meiðandi og kuldaleg,en hér er okkur gefinn regla til að fara eftir.
Með kveðju
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 16:42
Hvað sem hver segir
Hvað sem hver segir ,þá eru tveir vegir, sem okkur er boðið að ganga lífsveginn á.
Gangið inn um þrönga hliðið.Því að vitt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar,
og margir eru þeir sem fara þar inn.Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins,
og fáir þeir, sem finna hann.
Sama hvað Oddur hinn Norski segir.Við getum breytt orðum og orða samböndum þvers og krus,en
alvöru málsions verður aldrei breytt. Guð blessi Norska Biblíufélagið.
Það stendur svo í Biblíunni okkar,á hinu ástkæra ylhyra:Sérhver ritning er innblásin af Guði og er nytsöm til fræðslu til umvöndunar, til leiðréttingar,til menntunar í réttlæti.
Ég á þá ósk heitasta, að allir menn og konur fari þrönga veginn, sá sem fer hann er ekki einn
því sjálfur Kristur er með í för!
Drottinn blessi þig!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
![]() |
Hætt að tala um helvíti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2008 | 13:46
Fyrirmynd.
Sæl verið þið!
Sagt er að allir þurfi að eiga sér fyrirmynd í lífinu.
Við sjáum það ríkulega á unga fólkinu sem sækist eftir að líkjast
fallegum og frægum og svo apar það upp klæðnaðinn, hárgreiðsluna
og eitthvað fleira í þessum dúr.Já þörfin er ríkuleg. Jesús sagði eitt sinn,
lærið af mér,ég er hógvær og af hjarta lítillátur, samt var hann engin gúnga.
Sjálf á ég enga fyrirmynd hvað varðar klæðaburð og þess háttar.En það er samt
ein persóna í Biblíunni, sem heillar mig mjög. Það er aðeins einn staður sem hann
er nefndur þessi náungi.Hann hét Epafras og er nefndur í Kólossusbréfinu 4:12
og Kol.1:7.Hann er sagður elskaður samþjónn ,og berst jafnan fyrir yður í bænum sínum
til þess að þér megið standa stöðugir, fullkomnir, og fullvissir í öllu því sem er Guðs vilji.
Þann vitnisburð gef ég honum, stendur þarna, að hann leggur mikið á sig fyrir yður.
Þetta heillar mig! Epafras var maður bænarinnar,og lagði mikið á sig, hann hefur
örugglega verið úthaldsgóður í bæninni.Um hvað var hann að biðja?Hann var að
biðja þess að fólkið stæði stöðugt í trúnni sinni á Guð, og fullvissir í því sem er
Guðs vilji. Það eru fleiri hetjur Biblíunnar sem eru verðir virðingar, en þessi maður
var ekkert að trana sér, og það heillar mig.
Munum eftir Epafrasi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 16:44
Rósir handa þér.
Góðan dag!
Margar rósir mynda
rósavönd.
Engin þeirra er eins,
en allar eru þær rósir.
Þær vaxa
meðal þyrna.
Þyrnarnir rífa og stínga,
Ó, hve rósirnar eru samt sem áður
yndislegar.
Þannig rós ert þú.
Þú ert það dásamlegasta
sem Guð hefur skapað.
Þú berð af öllum rósum
í fegurð þinni.
Allt frá því þú varst lítið fóstur
hafði Guð áætlun með líf þitt.
Þú áttir að verða að fallegri rós!
(höf. Gunnar Hamnöy)
Lesum þennan texta hægt og tökum hann til okkar.!
Nóg í bili. Ykkar Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 09:48
Náð Drottins er ekki þrotin.
Góðan dag kæru vinir!
Stundum er lífið okkar erfiðara en á öðrum tímum í lífinu.
Svoleiðis uppákomur taka frá okkur þrek, því öll hugsun fer
í þetta eina sem uppá kom. Við hjónin höfum það fyrir reglu
að koma með alla hluti fram fyrir Guð í bæn.Biðja hann um
að koma öllu vel til vegar fyrir okkur.Þannig dagur var hjá okkur
í gær.Við fórum saman til læknis, vegna ákveðinna veikinda hins
og áttum jafnvel von á einhverju erfiðu.En við vorum búin að leita
Drottins mjög mikið.Hittum lækninn sem sagði, það er ekkert að,
þetta er allt í lagi. Í hugann komu versin í Harmljóðunum: Náð
Drottins er ekki þrotin miskun hans ekki á enda, hún er ny á
hverjum morgni,mikil er trúfesti hans!
Drottinn er hlutdeild mín,þessvegna vona ég á hann.Góður
er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál er til hans leitar.
Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins.
Ég kvet alla til að koma með sín mál til Drottins í bæn, og fela honum alla hluti.
Með kveðju
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2008 | 22:08
Síraksbók, hvað er nú það?
Blessuð öll!
Hjarta þitt sé einlægt og staðfast
og rótt á reynslutíma.
Haltu þér fast við Drottinn og vík ei frá honum,
og vaxa muntu af því um síðir.
Tak öllu sem að höndum ber,
berðu þjáningu og neyð með þolinmæði.
Eins og gull er reynt í eldi
þannig eru þeir sem Drottinn ann
reyndir í deiglu þjáningar.
Treystu honum og hann mun taka þig að sér
gakk réttann veg og vona á hann.
Þér sem bíðið miskunnar hans
snúið yður ei frá honum svo að þér fallið.
Þér sem óttist Drottinn treystið honum
hann min eigi láta laun yðar bregðast.
Þér sem óttist Drottinn, væntið góðs
eilífrar gleði og miskunnar.
Þetta er úr Síraks bók kafla 2.
Sú bók er ein af Apókrífar bókum Biblíunnar
og er vert að vera lesin. Til dæmis þetta:Hann
hressir sálina og hyrgar augun,
veitir heilsu,líf og blessun.
ég ætla að geyma ymsa gullmola þar til síðar, en bendi á
að þessir kaflar eru mjög góðir og gleðja hjartað og sálina
í Drottins nafni.
Með kveðju og bæn fyrir ykkur öllum
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar