Bænin.

Blessuð öll!

Mig lamgar til að fjalla um bænina hér í dag. Bænin er lykil atriði samfélags okkar við Drottinn.

Bæn okkar getur verið hróp til Guðs, eða bara hljótt andvarp.Fögur orð eru ekki það sem hrífur Guð,það  er afstaða hjartans, sem breytir öllu. Biblían segir Knyjið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Stundum fáum við bænasvar strax, og  á öðrum stundum verðum við að biðja með þrautsegju, jafnvel

í langann tíma.Bænin er því leyndardómur, á meðan að allir menn hafa aðgang að henni.Sjálf er ég í nánum tengslum við bænina.Í mínu persónulega trúarlífi og svo þjóna ég á bænalínunni á Lindinni, og þar fæ ég að heyra um stórkostleg bænasvör, sem jafnvel engir aðrir fá að heyra um.Ég ætla ekki að fara neitt dypra í það mál hér.En eitt er víst að það hafa gerst  hin ótrúlegustu kraftaverk.

Í 1. Pétursbréfi 5:7 setendur: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því hann ber umhyggju fyrir yður.

Það er bæn að koma með áhyggjur sínar fram fyrir Drottinn, og biðja hann um hjálp. Eyru Drottins eru ekki svo þykk að hann heyri ekki! Hann hlustar, og kemur til bjargar á réttum tíma, allavega ekki of seint,ef við erum trúföst.Þú skiptir Drottinn máli. Hann elskar þig og vill vera þér samstíga,

hjálpa þér og vera með þér í ólgu sjó lífsins.Bænin er sú leið. Tilvera okkar verður öll léttari og ánægjulegri ef við leggjum allt í Drottins hendur.Þessvegna notaðu bænina, treystu Drottni og hann mun vel fyrir sjá!

                      Megi Drottinn blessa þig ríkulega, og allt þitt hús!

                                          Kveðja

                                                          Halldóra Ásgeirsdóttir 


Landspróf.

Gott fólk!

Heilsa ykkur í Jesú nafni!

Mig langar til að gefa ykkur hlutdeild ó orði Guðs úr Efesusbréfinu kafla4, þar sem verða greinaskil og heitir "Nytt líf".Þar sem hinum kristnu er beinlínis bannað að hegða sér eins og heiðingjum.Það stendur svo skemtilega: skilningur þeirra er blindaður og þeir eru fjærlægir lífi Guðs, vegna vanþekkingar, sem þeir lifa í, og sínu harða hjarta.Þeir eru tilfinningalausir og hafa ofurselt sig lostalífi, svo að þeir fremja allskonar siðleysi af græðgi.En þannig hafið þið ekki lært að þekkja Krist.Því  að ég veit  að þér hafið  heyrt um hann og hafið verið um hann fræddir  eins og sannleikurinn er í Jesú.

Þetta er alveg magnað! Og höldum áfram: Þið eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast  hinum gamla manni, sem er spilltur af tælandi girnd, en endurnyjast í hugsun, og íklæðat hinum nyja manni,sem er skapaður eftir Guði í réttlæti  og heilagleika sannleikans.

Svo kemur upptalning: Leggið nú af lygina og talið sannleika hver við náunga sinn.,því vér erum hvers annars limir.Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar,Gefið djöflinum ekkert færi.Hinn stelvísi hætti að stela ( ég er á því að hér sé líka átt við að við stelum ekki gleði annarra með því að tala illa um þá eða til þeirra) og leggi hart að sér, og geri það sem gagnlegt er með höndum sínum, svo hann hafi eitthvað til að miðla þeim sem þurfandi er.Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt sem gott er til uppbyggingar,þar sen þörf gjörist,til þess að það verði til góðs þeim er heyra.Hryggið ekki Guðs heilagan anda, sem þér hafið verið innsiglaðir með til endurlausnardagsins.Látið hverskonar beiskju vera fjærlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt. verið góðviljaðir hver við annan miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð

hefur í Kristi fyrirgefið yður. 

Það er svolítið gott að spegla sig í þessum orðum, og spyrja ,hef ég?

Hef ég sagt ósatt?Hef ég reiðst?

Hef ég stolið?

Hef ég sært einhvern með orðum mínum?

Er ég fullur beiskju eða mannvonsku?

Get ég fyrirgefið?

Þetta er hálfgert landspróf,fyrir okkur öll!

Ég veit það eitt að enginn fær 10-En gangi ykkur vel- Ég er fallin.

En það góða í stöunni er að Jesús fyrirgefur syndir, og við getum byrjað uppá nytt.

 

                          Kær kveðja Halldóra 


Skaut eiginkonuna.

Skaut eiginkonuna! Ég verð að viðurkenna að ég fór bara að skelli hlæja.Það er ekki fallegt, ég veit það

en mann greyið, var í vanda.Ég er hinsvegar viss um að ef hann hefði spurt konuna ráða, hefði hann aldrei þurft á byssunni að halda.Svo finnst mér þessi eiginmaður bara ekki bera virðingu fyrir húsinu sínu,skjóta gat í stað þess að bora.Ég þakka fyrir að hann er ekki tannlæknir! ég segi nú bara eins og hann afi minn forðum:Ekki er öll vitleysan eins,þó hún sé svipuð ! 


mbl.is Ætlaði að setja upp gervihnattadisk en skaut konuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til unhugsunar.

Fallegur dagur,og Guð blessi ykkur öll á þessum degi

 

  Þegar einhver verður á vegi þínum,þá heilsa

honum með blessun, og Guð mun blessa þig á ny.

   Hér er annað dáldið gott:

Gef þeim kærleiks koss í huga þér sem angra þig

með fasi sínu og framkomu.Þá mun Guð aftur og

aftur veita þér  kærleikskoss. 

 

 Það besta við lífið er að Drottinn Guð fyrirgefur syndir

og elskar okkur óendanlega. !

 

                          Að venju, brostu! Helst út að eyrum!!!

 

                             Halldóra Ásgeirsdóttir.


Um öfundina.

Komið þið sæl mín elskulegu!

Í dag ætla ég að fjalla svolítið um öfundina. En öfundin er ein sú skryngilegasta synd sem til er í

mínum huga.Fólk heldur að nágranninn sé á miklu grænna grasi en það sjálft.Hitti eitt sinn konu,

sem sagði við mig eftir stutt spjall, o, ég vildi óska þess að ég hefði svona góða heilsu eins og þú.

Hún var með kvef og kanski smá háls bólgu.En hún þekkti ekkert mína sögu, og mér finnst ekkert gaman að segja öðrum hana.Svo hún verður ekki sögð hér.En þarna laukst upp fyrir mér hvernig

öfundin getur verið.Biblían segir að hún sé rót alls ílls.Líklega vegna þess að öfundin getur orðið að hatri.Svo var það konan sem sagði við hina, þú ert alltaf svo smart, bara alltaf í nyjum fötum! Hún var ekkert alltaf í nyjum fötum, hafði ekki efni á því síður en svo, en hún klæddist bara svo vel, setti slæðu um hálsinn og þá leit hún svo smart út. Sjáið hvað þarf lítið til að við hugsum ,hún er bara alltaf.

Og maðurinn sem bónaði bílinn sinn, og hélt honum hreinum að innan,sópaði af honum snjónum

af mikill natni, fékk að heyra það líka,bara alltaf á nyjum bíl.! Gamalt máltæki segir: Aumur er öfundslaus maður.En ég er einhvernvegin þannig að ef einhver annar hefur það gott, og lífið virðist leika við hann ,þá er ég glöð.En ég veit þó hitt að undir niðri er kanski  einhver sorg, sem aðrir ekki sjá. Við erum örugglega öll að bera okkur vel.En lífið gengur sinn vana gang, og ef heilsan og efnahagurinn er í góðu málum gengur allt miklu betur,það vitum við.Annað er basl.

Ég er að fjalla um þetta mál núna vegna þess að í Síraks bók Biblíunnar er margt fróðlegt , en líka

gott veganesti  á lífs göngunni.Þar segir : Bölvaður er sá sem talar tungum tveim,friði margra hefur hann spillt. Það eru bara svo margar góðar ábendingar í þessari bók, og ég kvet fólk til að kynna sér Síraks bók.Eigum við ekki bara að gleðjast með örum,samfagna þeim  ef vel gengur  og blessa .

Og syna vináttu og góðvild, þegar á reynir? Biblían segir,að við eigum að gera öllum mönnum gott!

 

                 Var ég nokkuð búin að kvetja þig til að brosa?

                            Kv. Halldóra.


Lífið er áskorun.

Góðan dag gott fólk!

Í dag ætla ég að kvetja okkur öll til þess að horfa á okkur sjálf, sem einstök eintök af sköpun Guðs.

Höfum það hugfast að við erum hönnuð á teikniborði Drottins.Bein mín voru þér eigi hulin er ég var

gjörður í leyni, segir í hinni helgu bók.Hvað sem okkur finnst um okkur sjálf ,þá er það alveg áræðanlegt að  við erum elskuð af skaparanum. Kanski hefur lifið verið þér erfitt, þú ert kanski markaður af áföllum lífsins.Þá vil ég benda þér á það sem Biblían segir að við eigum að taka framförum.

Mér finnst það snilld að bók bókanna skuli hafa þessa kvatningu að taka en meiri framförum(1.þess.4:1) Lífið er oft hart,en það jákvæða er, að það er líka áskorun .Sjálf hugsa ég hvern dag, sem áskorun.Áskorun um að gera betur og vera betri manneskja,Drottni Guði til sóma.Oft mistekst mér, en ég geri bara betur næst. En vitið þið það ,að mér finnst lífið skemtilegt!!! Þú

hugsar kanski,þessi veit ekkert hvað lífið er.En ég veit sitthvað, lífið hefur krambúllerað mig mjög.

En gleði trúarinnar er mitt merki.Verið glaðir vegna samfélagsins við Drottinn, segir Biblían, og þessi frábæra bók lætur ekki staðar numið,heldur ítrekar boðskapinn og segir: Ég segi aftur verið glaðir!

Ef þú biður Drottinn Guð að koma inn í þitt líf með friðinn sinn og gleði sína,mun verða breyting innra með þér. Við verðum glaðari og jákvæðari manneskjur.

Þetta voru fróðleiks molarnir mínir í dag.

         Brostu það kostar ekkert, brostu það sakar ekki!

                                  Kv. Halldóra.

 


Nektar mynd af Frönsku forseta frúnni.

Heil og sæl!

Það er sem ég segi, að í upphafi skal endinn skoða.Og það sem alvarlegra er, að við eigum bara eitt mannorð.Og verði maður fyrir einhverjum hnekkjum getur það orðið dyrkeypt.Í þessu tilfelli situr hún

fyrir nakin,en gáir ekki að framtíðinni, að það gæti komið sér illa að hafa gert þetta.Jafnvel þó að hún hafi selt sig dyrt.Peningar og frægð eru ekki allt.Mannorðið er viðkvæmt, og erfitt getur verið að hreinsa það.Þessvegna,elsku vinir farið vel með mannorðið ykkar!  Það er alveg til í dæminu að við gætum komist í sviðsljósið, en þá er hætt við að fjölmiðlar grafi djúpt.

Gott mannorð er gulli betra!    Til umhugsunar!!

 

                                           Ykkar Halldóra.
 


Hvernig fagnaðarerindið breiddist út.

Komið þið sæl!

Páskahátíðin er að renna sitt skeið þetta árið, en sigurhátíðin, sem sé upprisu hátíðin  er kraftur

kristninnar.Undanfarið hef ég verið að skoða hvernig fagnaðar erindið færðist yfir Evrópu á dögum Páls postula út frá Biblíulegum skilning.Og það kom bysna margt fróðlegt í ljós, sem ég ætla að deila með þér í dag.

 Koma Páls postula til borgarinnar Þessalóniku markaði tímamót í starfi hans og boðun.Því fagnaðarerindið kom til fólksins eins og ferskur vindblær þegar hann flutti það í borginni Þessalóniku og Filippí.Svo var það að nótt eina byrtist honum syn, sem gaf til kynna að hann skyldi halda til Makkedóníu.ferðin þangað markaði þáttaskyl í sögu kristninnar, því nyjar lendur opnuðust, og kristin trú var ekki lengur bundin við neina sérstaka álfu, heldur skyldi veröldin öll fá að heyra fagnaðarerindið.Hér var nytt upphaf,hér voru tímamót, boðun fagnaðarerindisins var hafin í Evrópu.

Þessalónika gengdi lykilhlutverki  í útbreiðslu fagnaðarerindisins, vegnagreiðra samgangna.Það var keppikefli hjá Rómverjum að hafa sem besta vegi.því gott vega kerfi gat komið sér vel  þegar flytja þurfti herlið.góðir vegir hlykkjuðust um heimsveldið og voru margir þeirra í þjóðbraut.Aðalgatan í

Þessalóniku var gengdi  lykilhlutverkinu var hluti þessarar miklu þjóðbrautar.

Páll predikaði af krafti og þeir voru margir er snérust til kristinnar trúar fyrir orð hans, og fræðibæpkur telja að  þessi boðunartími Páls hafi ekki verið svo langur.Jafnvel er talið að tíminn hafi verið um þrjár vikur.Kristin boðun þarf ekki að taka  langann tíma uns árangur kemur í ljós, árangur verður  oft með undraverðum hætti á stuttum tíma, oft skjótari en eftir mikla fræðslu, og tímafreka.

En kraftur sjálfs fagnaðarerindisins  flutti það með ógnar hraða um víða veröld.Þessalóniku menn voru nýstígnir upp úr heiðindómi sem þeir voru fæddir í, og höfðu búið við alla tíð.Kristinn söfnuður varð því eins og eyland fyrir þá sem gengu veg helgunarinnar.Hættan á að þetta fólk félli synd fyrir losta og lausung, sem var talsverð á þessum slóðum, og vofði yfir.Þetta þyddi einfaldlega að, ef kristinn maður syndi ekki framför í helgun, var eitthvað bogið við líf hans.Líf kristinns manns átti

að vera óslitin sigurganga til helgunar .Það sem vekur athygli mína er að þetta ágæta fólk lagði sig fram um að lifa kristilegu líferni, því það trúði að það myndi lifa það að Jesús Kristur kæmi aftur hingað á jörð.Sumir tóku þetta svo alvarlega að þeir hættu jafnvel að vinna og gerðu ekkert annað en að stara til himins.Þeir urðu aðhláturs efni  og byrði fyrir söfnuðinn því þeir hyrtu ekki um að framfleyta sér og sínum.Páll hafði í nógu að snúast að leirétta þetta fólk og að bíða efndurkomu Drottins  sé best að hver sinni sínu starfi, afli sér og sínum sómasamlegs viðurværis með heiðri og sóma, og þjóni náunga sínumí kærleika.Að kristin trú ætti fremur að styrkja menn en veikja þá.

Læt þennan fróðleik nægja núna, en minni á að Biblían er spennandi bók!

                             Kveðja til þín frá mér

                                    Halldóra.


Smá upplýsingar um mig

Sæl öll!

Frásaga Biblíunnar um fæðingu frelsarans,líf hans og störf,og svo píslarsagan, eru allt

heimildir sem byggjandi er á.Svo skrifar Jóhannes guðspjallamaðurinn  fyrsta og annað Jóhannesarbréf. Og fyrsta bréf hans hefst á þessum orðum: Efni vort er það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt,það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem vér horfðum á, það er orð lífsins . Í bókstaflegum skilningi þá  er það þannig að viðhöfum í þessari bók Biblíunni þetta sama góða efni frá upphafi,það sem við höfum fyrir augum okkar, og það sem við þreyfum á með höndum okkar.

Í stuttu máli  þá höfum við fullkominn aðgang að þessu lifandi orði, og við ættum að notfæra okkur það

teiga í okkur þetta lifandi orð og tileika okkur það.Því að í sumun löndum verður folk að fela trú sína og

má ekki eiga Biblíu.Þetta er orð lífsins og efni hennar gerir okkur bara gott, það brynir okkur líka til

þess að vera heilshugar og sannar manneskjur.Þannig  að Biblían er verð þess að vera lesin.

Þetta get ég sagt því mín er mjög vel lesin og löngu farin ú kápunni.Á reyndar ny útkomnu Biblíuna

en mér þykir bara svo vænt um þessa gömlu,hina les ég líka en ekki eins mikið.Ég kvet til lesturs þessarar góðu bókar.

Smá upplysingar um mig persónulega í dag kl. 16-17 verð ég í  viðtali hjá Markúsi Þórhallssyni á

útvarpi Sögu, ásamt séra Gísla Jónassyni Breiðholtsklerki.

      Guð gefi ykkur friðsama og gleðilega páska hátíð!

 

                 Kveðja    Halldóra Ásgeirsdóttir.          


Eitt mannorð.

Góðann dag!

Hef verið að velta því fyrir mér  núna síðustu daga, hvað gott mannorð er mikils virði.

Kanski vegna þess að ymsir frammá menn út í hinum stóra heimi, hafa verið að dúlla sér í einu og öðru misjöfnu, sem hefur fellt þá á einu bretti, og mannorðið hefur borið hnekki.Sumir hafa jafnvel ekki borið sitt barr eftir það.Biblían nefnir það á einum stað, eftir því sem ég best veit, hvað mannorðið er dyrmætt.Og segir, betra er gott mannorð en góð ilmolía, sem á nútíma máli þyðir, betra er gott mannorð, en syndarmennska.

Hitt er svo að hafi maður syndgað, er náð Guðs til staðar, en gagnvart mönnum er oftar en ekki

erfitt að hreinsa mannorðið sitt.Við eigum nefnilega bara eitt mannorð! Stundum finnst mér að við hin kristnu munum ekki eftir þessum þætti lífsins, og högum okkur ekki eins og við séum börn konungsins himneska. Kanski hugsar fólk, ja, það sér þetta enginn, eða þetta er allt í lagi.En viljum við særa Drottinn okkar og frelsara? Smá lygi gerir ekkert til  er ein hugsunin, en við þurfum að vera á varðbergi  því óvinurinn reynir allt hvað hann má til að slæva samviskuna. Verum heldur minnug þess að Drottinn þarf á okkur að halda, til að breiða út ljósið hans.Við getum aldrei verið að hálfu leiti í ljósinu ,og að hálfu leiti í myrkrinu. Er ég of harðorð? Ef þér finnst það skaltu opna Biblíuna

og kynna þér allt um náð Drottins, sem er ný á hverjum degi!

 

       Kær kveðja til þín frá mér!

                               Halldóra Ásgeirsdóttir
 


Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Mars 2008
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband