14.4.2008 | 13:40
Áhrifaríkt.
Sæl verið þið !
Frásagan um Jesús ,þegar hann kemur til Jerúsalem hefur verið ofarlega í huga mínum undanfarið,af því að hann fer að gráta.Jesús grét yfir Jerúsalem.Einu sinni var talað um að þetta væri stista setning
Biblíunnar.Jesús grét.Í þessu tilfelli grætur hann yfir heilli borg.Og fyrst að heil borg skiptir hann svo miklu máli, þá segir það sig sjálft að hann elskar hvern og einn borgarbúa með óumræðilegum kærleika.Hafir þú villst burtu frá honum,eða sofnað á verðinum,þá er Jesús ekki búinn að gleyma þér!
Hugur hans og hjarta er bundið við þig.Og þegar þú ert á villigötum,þá grætur Jesús vegna þín!
Ef þú heldur að þú getir átt þitt eigið skumaskot,þar sem Jesús sér ekki,þá er það ekki þannig.Hann þekkir og veit um alla hluti.Líka þá sem við höldum að séu prívat fyrir okkur. Og svo þetta sem hefur verið svo ofarlega í mínum huga, hann grætur yfir sínu fólki, yfir þér.Hefurðu hugleitt það hvað mikill kærleikur er fólginn í þessu?
Málið er einfallt,Jesús elskar þig, og þráir að eiga samfélag við þig!
Kveðja frá mér til þín,
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2008 | 13:38
Hugleiðing.
Sæl og bless öllsömul!
Mig langar til að koma með kvatningu til þín frá Orði Guðs, í dag.
Það stendur í Títusarbréfinu 2:7 Vertu grandvar í fræðslu þinni,og heilhuga,svo hún verði heilnæm og
óaðfinnanleg.Það er mjög víða í Biblíunni kvatt til þess að lesa Guðs orð, því það er eins og ljós á æfi vegi okkar, og leiðbeining, í hinum ymsu uppákomum lífsins. Það segir í guðspjöllunum að Jesús og
lærisveinarnir fóru stundum afsíðis, á óbyggðan stað til að uppbyggjast saman. En það var sjaldnast næði.En á þessu getum við séð að Jesús þráir að eiga samfélag við lærisveina sína í einrúmi.Og við þig
vil ég segja: Gefðu Drottni tíma til að ná til þín.Lestu orðið hans, notaðu bænina og vertu í ró og næði frammi fyrir honum.Já, dveldu í nærveru Jesú! Og ef þú hefur kanski fallið frá honum eða eins og dofnað í trúnni, þá eigum við góðann Guð,sem skapaði okkur hreint og beint til samfélags við sig, og því er honum ljúft að fyrirgefa okkur, og gera okkur styrk í sér. Það stendur svo fallega. Því að af mikill elsku sinni hafi hann endurlífgað oss í Kristi, þegar við drógumst frá honum.En af náð erum við hólpin og Guð hefur í himinhæðum búið okkur stað með Jesú.Þannig vildi hann syna okkur yfirgnæfandi ríkdóm náðar sinnar.Þú ert elskuð eða elskaður , af meiri og dypri ást en þig getur nokkurntíma grunað.Þú og allt þitt skipta Drottinn máli, sama hvað það nú er.Áhyggjur, heilsa,eða hvað sem er máttu koma með til Jesú. Hann vill bera það með þér.Kvatning mín til þín er að þú haldir fast við Guðs heilaga orð, farir eftir því og eigir bænasamfélag við Guð hvern dag.
Og vertu trúr allt til dauða,og Guð mun gefa þér lífsins kórónu!
Þar sem þú ert þar er Jesús, að hugsa um þig!
Blessun fylgi ykkur inn í helgina
Farið í kirkju á sunnudaginn.
Halldóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2008 | 13:35
Samtalið á kaffistofunni.
Heil og sæl !
Fyrir mörgum árum kom ég inn á vinnustað, og var stödd á kaffistofunni þar, þegar einn starfsmaðurinn fór að gefa sig á tal við mig.Hann var yfirmaður á þessum stað.Svo barst tal
okkar að trúmálum, og hann sagði mér að Jesús Kristur og kristin trú væri ekkert fyrir sig, því hann væri svo mikill byltingarmaður.Þá sagði ég honum að þá væri Jesús einmitt fyrir hann,því Jesús væri
mesti byltingarmaður veraldarinnar.Hann varð hissa. Svo fékk ég að útskyra fyrir honum hvernig fólk Biblíunnar hefði breyst við að kynnast Jesú.Svo útskyrði ég fyrir honum hvað margir á okkar tímum
hefðu breyst við að taka á móti Jesú inn í sitt líf.Það væri í raun, eins og að setja nyjann mann í gömul föt. Þetta skyldi hann mæta vel. Og á þessum tímapunkti í samræðunum vorum við stödd á opnu en
viðkvæmu svæði, og ég fann hungrið eftir friði Guðs. Þá kom einhver og ónáðaði okkur, og hann varð að fara.Ég fór líka.Það var ekki langur tími sem leið þegar ég sá andáts tilkynningu hans í Mogganum.
Þessvegna verðum við að gera köllun okkar og útvalningu vissa,svo við missum ekki af þeim friði
sem Guð gefur, og eilífa lífinu.
Komdu og láttu það lengur ei bíða!
Jesús elskar þig!
Ps. Konur! Aglow Garðabæ, er með fund í kvöld kl.20 í Skátaheimilinu Jötunheimar við Bæjarbraut.
Ruth Guðmundsdóttir talar. Tískusyning frá tískuversluninni Belladonna.Kaffið kostar 700 krónur,
Allar konur velkomnar!
Takk fyrir innlitið!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 10:21
Nafnið þitt.
Heil og sæl!
Var að lesa í Hóseabók i gærkvöldi, kafla sem ber yfirskriftina" Ást Guðs á þrjóskum lýð"
Og í 8 versinu stendur : Hvernig ætti ég að sleppa hendi af þér"Mér fannst þetta svo yndislegt,að Guð
segir þessi orð,og þau eru ætluð þér! Samt stendur í versi 7: Lýður minn hefur stöðuga tilhneigingu
til þess að snúa við mér bakinu. Amma mín sagði stundum þegar yfir hana gekk"já, margt hefur Guð yfir að líta".Og það sem er í stöðunni varðandi Guð og okkur, er að Guð mun alls ekki sleppa af okkur hendi sinni.Þetta er mjög svo sterk fullyrðing" Hvernig ætti ég að sleppa af þér hendinni"
Það er Guð sem segir við þig núna" Hvernig ætti ég að sleppa af þér hendinni! Settu nafnið þitt fyrir framan þessa setningu, og leyfðu Guðs heilaga anda að snerta við þér.
Blessunar óskir frá mér til þín
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 15:29
Bítillinn og þrjár konur.
Góðan dag!
Sir Paul McCartney er kominn í fréttirnar,eina ferðina en,og tilefnið,karlinn er með þremur konum samtímis.Ég segi nú bara , Jæja, og hvað er hann svo aftur gamall? Hann heldur kanski að hann sé 27! Er hrædd um að svona menn endi bara sem einsetukarlar.Óska honum samt sem áður alls góðs.
Svo vorkenni ég fína og fræga fólkinu að komast í heimspressuna, útá hvaða vitleysu sem er!
Mikið er gott að vera bara ég.(:-)
H.
![]() |
Með þrjár í takinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 15:05
Háu fjöllin á Reyðarfirði.
Sæl öll!
Í sálmi 125 stendur svo fallega og myndrænn texti:
Þeir sem treysta Drottni
eru sem Síon fjall, er eigi bifast, sem stendur að eilífu.
Fjöll eru kringum Jerúsalem og Drottinn kringum lýð sinn
héðan í frá og að eilífu.
Hér á árunum áður bjó ég austur á Reyðarfirði, því ég var að vinna hjá kirkjunni
á þeim tíma.Og á hverjum degi horfði ég út um gluggann og hugsaði til þessa orðs.
Háu fjöllin,nálægð þeirra og fegurð, snertu einhvern streng í mér.Það var einhvernvegin svo auðvelt að skilja það sem þetta vers segir um nærveru Drottins.Samt er það nú svo að stundum líður okkur þannig að við finnum ekki fyrir þessari nálægð Drottins.Og það er þá helst á þeim stundum sem
okkur finnst við hvað mest þurfa á Guði að halda.En hann er samt hjá okkur.Hann er hjá okkur í hljóðri nærveru sinni.Mér finnst alltaf gott að nefna nafnið Jesús,þá er eins og ég finni fyrir hans nálægð.Og ég kvet þig líka til að gera þetta.Nefndu nafnið Jesús.Það er líka gott að syngja um nafnið Jesús.
Kærleiks kveðja til þín
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 08:50
Þetta dreymdi mig í nótt.
Blessuð og sæl öll!
Ég er helst á því að mig hafi dreymt dæmisögu Jesú þegar hann mettaði fimm þúsund mans,
því mér leið eins og ég hafi verið mitt á meðal fólksins, og hafði nylega þegið brauð úr lófa Jesú.
Þessvegna ætla ég aðeins að fara í nokkur atriði úr þeirri frásögu,því hún er afar fögur og í senn
gefandi.Þetta hefst allt á því að Jesús sendir lærisveinana út tvo og tvo saman, og gefur þeim vald
til að vinna verk sem hann gerði sjálfur venjulega,og þarna eru þeir að koma aftur til baka, og eru að segja Jesú frá öllu því sem þeir höfðu gjört og kenn Ég er vissum að á þessari stundu voru þeir spenntir og glaðir að segja frá.Og Jesús hlustar,en segir svo:" Komið nú á óbyggðan stað,svo að við séum einir saman,og getum hvílst um stund.En fólk var stöðugt að koma og fara, svo að þeir höfðu ekki næði til að matast.Og þeir fara saman á bát,en fólk sá til þeirra og kom gangandi úr öllum borgum,og var jafnvel komið á undan þeim.Jesús kenndi í brjóst um þetta fólk og kenndi þeim margt,því þau voru eins og sauðir er engann hirði hefur. Og tíminn leið,og langt var liðið á daginn.Þá sögð lærisveinarnir við Jesú : Láttu fólkið fara því hér er langt til byggða , svo fólkið geti keypt sér eitthvað að borða.Þá segir Jesú þessa undarlegu setning:" Gefið þeim sjálfir að borða" eigum við að fara og kaupa brauð fyrir þann litla pening sem við erum með? Ég get vel ímyndað mér að þeir hafi verið hissa.Jesús sagðiFarið og gætið að hvað mörg brauð eru hér.Svo hafa þeir farið gengið milli fólksins, og koma með fimm brauð og tvo fiska. Kanski var þessi fiskur einhverskonar sardínur til að hafa með brauðinu.Svo segir Jesús lærisveinunum að láta fólkið setjast í grasið og skipta sér í hópa.
Á meðan þeir gerðu það tók Jesús brauðin og fiskana,leit upp til himins og þakkaði Guði,síðan skipti hann þessu milli lærisveinanna og bauð þeim að bera þetta fram fyrir mannfjöldan.og allir urðu mettir.Og svo tóku þeir saman afganginn,tólf körfur, svo og fisk leifarnar.Og það er tekið fram að þarna hafi verið um fimm þúsund karlmenn, og þá auðvitað fjöldi kvenna og barna.Þarna var Jesús
að syna okkur hvern mann hann hafði að geyma.Hann gerði þetta svo fólkið örmagnaðist ekki á leiðinni heim.Hér byrtist kærleikur Jesú á undraverðan hátt.Svo heldur sagan áfram.Jesús sendir
lærisveinana frá sér til yfir til Betsaída, síðan kveður hann fólkið og sendir það brott, en fer sjálfur til fjallsins til að biðjast fyrir.
Það sem blessar mig mjög er hvað Jesús getur gert mikið úr litlu.Ef þú ert með áhyggjur af afkomu þinni um þessi mánaðarmót, eins og svo margir eru, skaltu lyfta þessum áhyggjum þínum til Jesú,
biðja hann um lausn og hjálp,og gera þitt besta til þess að svo geti orðið.Hann getur breytt kringumstæðum.Hann er lausnarinn! Hann elskar þig! og vill vera með þér á hverju sem gengur.
Jesús átti næðisstund með lærisveinunum,hann þráir slíka stund með þér.
Kveðja frá mér til þín
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 07:56
Drottinn er með.
Góðan dag!
Það er athyglis vert og jafnframt dásamlegt að þeir sem eru að vinna að eflingu Guðs ríkisins,
það eru þeir sem starfa á akri Drottins, fara út með boðskapinn,leggja á sig ómælda vinnu, eru ekki að þessu einir á bát.Það stendur í lok Markúsar guðspjalls. Drottinn var í verki með þeim og staðfesti boðun þeirra.Drottinn var í verki með þeim!
Það finnst mér alveg meiri háttar! Sért þú að starfa á akri Drottins,og finnir stundum eins og þú sért einn,þá eru þetta skilaboð til þín.Líttu svo yfir farinn veg og athugaðu hvort þetta sé ekki raunin.
Og besta leiðin til að fá uppörfun, er að draga sig aðeins í hlé,og setjast í skjól hins Hæsta.Hann mun skyla þér eins og fugl með fjöðrum sínum,undir vængjum hans máttu hælis leita.
Við öll erum send með fagnaðar boðskapinn,en þá er líka gott að vita að Drottinn er með í verki.
Gangi þér vel!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2008 | 07:22
Gott fyrir daginn.
Góðan dag!
Í morgun var ég að lesa í Lifandi orði,góð orð og kvetjandi, og ég held að þau muni blessa þig líka.
Róm 2:Nú skuluð þið sem tókuð á móti Jesú Kristi, einnig treysta honum til að ráða fram úr málum líðandi stundar og lifa stöðugu samfélagi við hann.Verið staðföst í honum eins og jurt sem skytur rótum og sygur til sín næringu. Gætið þess að halda áfram að vaxa í Drottni, svo að þið getið styrkst í sannleikanum.Látið líf yðar geisla af gleði og þakklæti fyrir allt, sem hann hefur gert.
Þarna stendur, gætið þess að vaxa í Drottni.Hvað þyðir það? Jú það þyðir að við sjálf verðum að
passa uppá líf okkar í Guði .Við verðum að vinna að sáluhjálp okkar með ugg og ótta, eins og stendur í Kóossusbréfinu .Í guðspjöllunum stendur: Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt annað veitast yður að auki.
Svo er hér vers 10 í þessum sama kafla Kólossusbréfsins: Þegar þið lifið með Kristi, þá hafið þið allt sem þið þarfnist, því þið eruð í samfélagi við sjálfan Guð.Kristur er æðstur allra valdhafa og öll máttarverk eru honum undirgefin!
Best er að lesa þennan texta hægt yfir og skoða með athygli hverja setningu, svo að það verði okkur til blessunar í allan dag.
Hér eins og oft áðr væri hægt að vera með langann pistil, en það er ekki tilgangurinn.
Mig langar að lokum að segja við þig: Drottinn blessi þig og varðveiti í sér!
Kær kveðja til þín
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar