13.5.2008 | 10:28
Karismatíska hreyfingin.
Heil og sæl kæru vinir!
Á árunum 1972-1974 varð hér mikil trúar vakning, meðal kristinna manna, sú var kölluð
náðar gjafa hreyfingin.Þessi vakning var ekkert ósvipuð og það sem gerðist þegar heilagur andi kom yfir postulana, og sagt er fráí Postulasögunni.Þeir fylltust krafti og heilögum anda.Það var einmitt þetta sem gerðist með okkur líka sem vorum þarna með. Trúin varð meira lifandi. Við vorum svo mikið snortin af kærleika Jesú.Og ég man hvað við elskuðum Jesú mikið, og hann okkur.Við vorum tendruð af ást til hans.Og Biblían varð einhvernvegin auðskildari.Ég man hvað mig hungraði í að kynnast Drottni mínum og orðinu hans betur .Ég las og las Biblíuna oft yfir frá fyrstu síðustu til hinnar síðustu.Og í dag by ég að þess. Ég þekki vel orð Guðs. Við unga fólkið á þessum tíma vorum svo áhuga söm um að lesa og læra Guðs orð að við skrifuðum Biblíuvers niður á lítil spjöl og gengum með þau á okkur og lærðum utan bókar.Léttir söngvar voru ekki til á þessum árum, bara sálmar,Og okkur vantaði létta sálma til
að syngja,þá sungum við bara söngva með Biblíu versum.Beint upp úr orðinu. Og andi Guðs útbytti sínum náðargjöfum meðal fólksins.Tungutal, útlagning ( þyðing á tungutalinu) greining anda,
spádómaÉg var vitni að spádómum sem komu fram á þessum árum,sem rættust.Þannig að ég get staðfest að var ekkert bull.Þannig starfaði Guðs heilagi andi meðal okkar. Og margt fleira. Og andi Guðs hefur ekkert hætt að starfa þannig.Hann starfar en.
En þannig var upphafið að þessari karismatísku vakningu hér á landi. Og ég gæti sagt ykkur miklu meira frá þess,en ég læt þetta nægja til fróðleiks í dag.
Bið þess að þið öll sem lesið þetta mættuð fyllast krafti Guðs og heilögum anda.
Þetta var merkilegt tímabil í sögu kristninnar hér á landi,og mun ekki taka enda,því Kristur starfar en!
Kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.5.2008 | 11:30
Stórt ókleift fjall.
Sæl verið þið öll!
Í morgun þegar ég var að lesa Guðs orð,las ég í Sakaría 4:7
Hver ert þú stóra fjall?....skalt þú verða að sléttu.
Þannig er oft í lífinu,að stundum eru aðstæður okkar eins og stórt
ókleift fjall.Reiknaðu þá með almáttugri hönd Guðs sem gerir kraftaverk.
Jafnvel áður en málin leysast skaltu lofa hann í trú fyrir stórvirki hans.
Mundu líka að himneskur faðir þinn er hjá þér! Hann stendur með þér
af því hann elskar þig!
Gleðilega hvítasunnuhátíð, hátíð heilags anda.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2008 | 13:04
Eyru þjóðarinnar.
Sæl verið þið heilsa ykkur í Jesú nafni!
Það geta komið þær stundir í lífi okkar að við verðum órétti beitt.En þá kemur Guðs orð okkur einu sini en til bjargar og segir okkur, að þótt við lifum jarðnesku lífi,þá berjumst vér ekki á jarðneskan hátt, því vopnin sem vér berjumst með eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs.
Biðjum meira kæru vinir,biðjum fyrir landi og þjóð í Jesú nafni.Biðjum líka fyrir því að sá gleðiboðskapur
sem orð Guðs boðar nái eyrum þjóðarinnar. Og fyrir öllum þeim sem á einhvern hátt boða þetta blessaða orð Guðs, að þeir geri það eins og sendi mönnum Drottins sæmir!
Kæri vinur,lokaðu ekki á það ,að Drottinn geri eitthvað stórkostlegt fyrir þig í dag,af því hann elskar þig og þráir að blessa þig!
Hlýjar kveðjur til ykkar allra
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 14:07
Auka krónurnar.
Góðan dag!
Fyrst af öllu vil ég þakka öllum sem hafa gerst bloggvinir mínir,þeir eru eins og auka krónurnar,þær koma bara! Ég fagna ykkur öllum,og mun fylgjast með ykkar ritstörfum!
Þegar frelsarinn Jesús Kristur fæddist,var ekkert pláss fyrir Maríu móður hans og Jósep í gistihúsinu,
og þau áttu þann eina kost að hún fæddi í fjárhúsi.
Kæru vinir! Þið munuð aldrei koma að lokuðum hjarta dyrum Drottins Guðs.Hann mun ætíð taka við þér.
Af því að þú ert dyrmæt sköpun hans!
Aglow Garðabæ er með fund í kvöld kl.20 í skátaheimilinu Jötunheimar við Bæjarbraut.
Kaffið kostar 700 kr. Erna Eyjólfsdóttir verður gestur fundarins.
Við munum lofa Guð og eiga yndislegt samfélag. Sjáumst!
Kærleiks kveðja
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 08:40
Sverðið
Góðan dag, gott fólk!
Á hverjum morgni,þegar ég vakna er ég svo þakklát fyrir að fá að vakna og geta tekist á við nyjan dag.Og til margra ára hef ég byrjað hvern dag með því að tala við Drottinn Guð og lesa í orðinu hans
Biblíunni. Þegar ég rumskaði í morgun þá kom í huga minn vers úr ritningunni,sem segir svo margt.
Það er orðið í Hebrea bréfinu 4:12
Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt,og beittara hverju tvíeggjuðu sverði, og smygur inn í innstu fylgsni sálar og anda,liðamóta og mergjar.Það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.Enginn skapaður hlutur er Guði hulinn,allt er bert og öndvert augum hans.Honum eigum við reikningsskil að gjöra.
Sem þyðir að sá sem heyrir Guðs heilaga orð eða les það verður fyrir áhrifum þess,af því að það smígur inn í innstu fylgsni sálar okkar og anda.Meira að segja,það smígur inn í liðamótin og merginn í beinum okkar, og það er svo kröftugt að það er beittara tvíeggjuðu sverði.
Þetta er alveg magnað!
Ég hef hef heyrt um fólk sem heyrði þennan fagnaðar boðskap, sem ungt fólk, en það ýtti honum
til hliðar og gerði ekkert með hann.Og ég hef lesið vitnisburði þar sem fólk segir frá því að alltaf á raunastund var það haldreypið að leita á náðir bænarinnar, og fá hjálp og styrk hjá Drottni Guði.
Það gat bara gerst af því að þetta fólk heyrði þetta yndislega orð, og það tók sér bólfestu í hjarta þess.
Þú mátt alltaf leita til Guðs sem hlustar á bæna kvakið þitt, og kemur með sinn frið um leið og við
biðjum. Orð Guðs hefur áhrif og bænin virkar!!!
Náð Drottins Guðs sé með ykkur í dag!
Kveðja frá mér til þín!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 12:35
Falleg saga
Komið þið sæl!
Hér er falleg saga um fyrirgefninguna.Hún gerðist í Afríku, en er áhrifa rík.
Þegar einhver hegðar sér á óréttmætan eða ábyrgðarlausan máta hjá Babemba
í Suður Afríku er henni stillt upp í miðju þorpinu en henni er á engann hátt meinað að hlaupa í burt.
Allir í þorpinu hætta vinnu sinni og hópast saman í kringum þann sem ásakaður hefur verið.Síðan
byrjar hver einasta manneskja,óháð aldri, að segja þeim sem í miðjunni er frá öllu því góða sem
hann/hún hefur gert í lífinu.
Sagt er frá öllu því góða sem fólk man eftir úr fari viðkomandi í smáatriðum.Fjallað er um allt hið jákvæða og góða sem hann hefur gert ,styrkleikar og umhyggja dregin fram honum til hagsbóta.Hver einasta manneskja í hringnum tjáir sig.Allar sögurnar eru sagðar í hreynskilni og kærleika.Engum er leyft að ykja atburði sem hafa átt sér stað,og allir vita að þeir geta ekki búið til sögurnar.
Allir eru einlægnir og lausir við kaldhæðni í máli sínu.Þessi athöfn heldur áfram þar til allir hafa sagt
sitt um gildi einstaklingsins sem stendur í miðjunni.Ferlið getur varað í nokkra daga.
Á endanum er hringurinn leystur upp og hefjast þá mikil hátíðar höld til að bjóða hann velkominn í hópinn á nyjan leik.
Hver manneskja er minnt á gildi kærleikans, og sá sem er í hringnum er ekki dæmdur slæmur eða rekinn úr samfélaginu,þess í stað er hann minntur á kærleikannsem byr innra með honum og tengslin við þá sen næstir honum standa.
Stundum gleymum við kærleikanum, og látum ljót orð falla.Verum kærleiks rík,þó við vitum að svona athöfn verði ekki í okkar samfélagi,leyfum þá Jesú sem við eigum í hjartanu að blessa og segja
fallega hluti,gegnum okkur.Verum verkfæri kærleikans.
Drottinn Guð blessi ykkur öll í dag!
Kveðja
Halldóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2008 | 13:39
Allt sem er satt
Góðan og blessaðan dag!
Þegar ég las orð Guðs í morgun varð texti úr Filippíbréfinu 4 fyrir valinu
vers 8-9
Að endingu bræður og systur,allt sem er satt,allt sem er göfugt,rétt og hreint allt sem er elskuvert og
gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert,hugfestið það..........það skuluð þið gera!
Og Guð friðarins , mun vera með ykkur.
Þetta er heilmikill prófsteinn á það hver við erum í Guði í hversdags lífinu.
1. Allt sem er satt
2. Allt sem er göfugt
3. rétt og hreint
4. Allt sem er elsku vert
5. Allt sem er gott afspurnar, og hvað sem er dyggð
6. Og hvað sem er lofsvert,hugfestið það.
Þola þessir púnktar ljós Guðs og krítik mannanna í þínu lífi?
Það er svolítið gott að fara í gegnum svona próf í sínu daglega lífi
og athuga stöðu sína. Gangi þér vel!
Bestu kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar