Afmælisgjöfin.

Góðan dag!

Þegar svona hlutir gerast í náttúrunni,eins og við upplifðum á fimtudaginn var,þá koma óneitanlega ymsar spurningar upp í hugann.Ég sjálf stóð á miðju stofugólfinu og var að jafna mig, eftir að mér var færð afmælisgjöf,frá bankanum sem við skiptum við,sem var mjög óvænt.Hjartað var á fullu,og þá kom skjálftinn!

Mér varð einhvernvegin hugsað til Adams og Evu í aldingarðinum Eden.Mér varð ekkert sérstaklega hugsað til þess að þar tældi óvinurinn Evu.Heldur hitt sem mér finnst svo stórkostlegt,og það er að Drottinn Guð var allann tímann í garðinum.Það stendur að þau heyrðu til Drottins Guðs sem var á gangi í kvöld svalanum.Sem getur ekki þytt annað en að Drottinn Guð fór aldrei neitt. Hann var allann tímann, nærri! Honum var ekki sama um þau,sama á hverju sem gekk. 

Drottni Guði er ekki heldur sama um þig,á hverju sem gengur.Hann er hjá þér.Hann yfirgefur þig ekki,hann fylgist með þér.

Hvernig er hægt að segja svona þegar fólk verður jafnvel fyrir tjóni.Þá er því til að svara

að þó að allt virðist í steik í kringum okkur, þá kemur Drottinn með þann styrk og kraft fyrir okkar andlega mann,til þess að bera okkur uppi í storm viðrum lífsins.

Munum í dag, að Drottinn er á gangi í okkar eigin garði og fylgist með1

    Blessun og náð  fylgi þér í dag!

                     Brosum  það gerir lífið miklu fallegra!

                                                 Halldóra.
 


Getur einhver ráðið drauminn?

Heil og sæl öll!

Mig dreymdi svo mikið í nótt og mig langar til að segja ykkur frá því , ef vera kynni að einhver geti ráðið drauminn. Dreymdi að það fylgdi mér og manninum mínum risa stór engill, hvert sem við fórum.Hann var ljós yfirlitum afar fallegur með gull belti um sig miðjan og sverð í sliðri sem ég tók sérstaklega eftir að var úr því fallegasta gulli sem ég hef séð. Og ég tók eftir að þar sem hann steig niður glitraði á eitthvað, og ég sá að það var eitt og eitt gull korn í fót sporum hans.Daginn út og inn fylgdi hann okkur og ég fékk fallegt bros öðru hvoru frá englinum, sem ég skildi að væri tákn um að hann væri sáttur við líf mitt og gjörðir.Svo kom að því að hann syndi mér rúmið sem mér var ætlað, og í því var

einhvers konar dúnn, sem glitraði af gulli, en ég fann að var mykri en allt sem ég hef snert.En rúnið fannst mér minna á gömlu rúmin sem forfeður  okkar notuðust við.Og engillinn sagði að þó að rúmið væri stutt og liti út fyrir að vera stutt og óþæginlegt, þá skipti það engu, því dúnninn myndi bæta það allt upp.Svo fannst mér við hafa sofið þarna, og vaknað að morgni, og engillinn var þarna í herberginu hjá okkur.Og hann segir við mig um leið og ég var að klæða mig,þvo mér og snyrta fyrir daginn, þú skalt lesa sálm 41 þegar þú vaknar.Fljótlega vaknaði ég og mundi þetta allt svo vel.

Getur einhver ráðið drauminn?

                                Englar Guðs vaki yfir ykkur  í Jesú nafni.

                                                  Kær kveðja

                                                      Halldóra.
 


Kjarna orðin.

Góðan dag,gott fólk!

 

 Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver,

sem á hann trúir glatist  ekki heldur hafi eilíft líf.  Jóh. 3:16

Þessi vers eru gjarnan kölluð Litla Biblían.Af því að þetta eru kjarna orð

kristninnar!

                     Fel ykkur Guði í dag.

                                 Kær kveðja

                                              Halldóra.
 

 

 

 


Allt sem ég þarf í raun að vita - Lærði ég frá Örkinni hans Nóa

  1. Sýndu fyrirhyggju. Það var ekki byrjað að rigna þegar Nói smíðaði örkina.
  2. Haltu þér í formi. Þegar þú ert 600 ára gamall, gæti einhver tekið uppá því að biðja þig um að gera eitthvað MJÖG STÓRT.
  3. Ekki hlusta á gagnrýnendur -- gerðu það sem þarf að gera.
  4. Byggðu vel yfir sjávarmáli.
  5. Af öryggisástæðum, ferðumst tvö og tvö saman.
  6. Tvö höfuð eru betri en eitt.
  7. Hraði er ekki endilega kostur. Hlébarðarnir komust um borð, en það gerðu sníglarnir líka.
  8. Ef þú getur hvorki barist né flúið -- láttu þig fljóta með.
  9. Berðu umhyggju til dýra eins og þau séu þau síðustu á jörðinni.
  10. Ekki gleima því að við erum öll stödd í sama báti.
  11. Þegar þú ert farinn að vaða skít uppfyrir ökkla, skaltu ekki bara standa þar og kvarta -- byrjaðu að moka.
  12. Haltu þig neðan þylju á meðan mesti stormurinn gegnur yfir.
  13. Mundu að Örkin var byggð af viðvaningum en Títanic var byggt af atvinnumönnum.
  14. Ef þú þarft að byrja að nýju frá grunni, hafðu vin með þér í því.
  15. Mundu að spæturnar innandyra eru oft hættulegri en stormurinn fyrir utan.
  16. Ekki missa af skipinu.
  17. Það er alveg sama hversu svart útlitið er, það er alltaf regnbogi við hinn endann.

Útskriftar dagurinn.

Komið þið sæl!

Í dag er hátíðis dagur hjá mörgum.Brúðkaup Jóakims og Marie í Danmörku,Útskriftar dagur margra ungra manna og kvenna, sem lokið hafa stúdents prófi.Ég var við útskrift í Flensborg í morgun, en bróður sonur minn varð stúdent. Svo verður auðvitað veisla í kvöld.Það segir líka frá hamingjudegi 

eins föður í Biblíunni.Sá hafði ástæðu til að fagna, sonur hans hafði viljað fara að heiman og bað um arfinn sem honum bar. Svo fór strákur og lifði hátt, sóaði peningunum og varð allt í einu slippur og snauður.Akkurat á þessum tíma var atvinnuleysi í landinu.Og hann, sem aldrei hafði þurft að vinna erfiðis vinnu, varð að leita sér að vinnu.Og eina vinnan sem hann fékk var að gæta svína, sem var

ekki sú vinna sem fólk sóttist eftir.Hann var svo blankur að hann átti ekki fyrir mat, og varð að seðja hungur sitt með drafinu sem svínin fengu. Og þá var eins og það kippti í hann.Hann hafði ekki farið vel að ráði sínu.Og hann hugsaði til föður húsanna,hann bræddi það með sér hvort hann ætti að fara heim til föður síns og bróður 

 .Ákvað samt að fara og vita hvernig sér yrði tekið. En hann vissi ekki að faðir hans beið eftir honum,og fór út á stétt dag hvern að gá hvort hann kæmi ekki.Jú, það gerðist einn daginn, og faðirinn fór hlaupandi á móti honum, og þeir féllust í faðma.Hann var velkominn.

Vinur, Ef þér finnst þú ekki verður þess að koma til Jesú, af því þú hafir einhverntíma farið frá honum,þá máttu vita að faðirinn himneski bíður þín,af því hann elskar þig.Þú verður ekki ásakaður

fyrir eitt eða neitt, því Drottinn fagnar þér. Og ef þú hefur aldrei lent í neinu, lifað bara saklausu venjulegu lífi, þá átt þú líka stað í hjarta Drottins.Drottinn Jesús bíður eftir þér.Það er bráð nauðsynlegt að þú vitir þetta, þegar sú stund kemur að þþu þarft á Jesú að halda.

Jesús elskar þig!

                             Friður sé með ykkur!

                                 Kveðja Halldóra.
 


Ekki búin að jafna mig.

Sælt veri fólkið!

Eg stend sjálfa mig að því ítrekað hvað ég hef sterkar skoðanir á mönnum og málefnum.

En hitt er að ég held að ég sé enginn þrasari, og blanda mér þess vegna ekki í þjóðmála umræðuna.

Svo er annað, ég hef mjög sterkar skoðanir á barna uppeldi.Ekki af því að mér finnist illa farið með

íslensk börn. Nei, því upp til hópa líður þeim flestum vel.En ég tel að það sé ein besta uppeldis aðferð

sem til er að sýna börnunum kærleika og tala við þau.Ekki öskra!

Ég varð nefnilega vitni af samskiptum móður og dóttur í gær.Og það get ég sagt, að ég er ekki en búin að jafna mig.Stelpan hefur verið um fimm ára aldur.Þegar þær koma inn í verslunina, þá byrjar sú stutta að garga og góla, og mamman sendi hana út.Þar tók ekki betra við enda yfirbyggt torg þar, og  stelpan hélt áfram öllum til ama. Hún gargaði af lífs og sálar kröftum.Svo kom mamman,þá tók nú ekki betra við.Hún danglaði í krakkann sem grenjaði bara miklu meira, togaði í handlegg barnsins og strunsaði í burtu.Og eftir sat stelpan nokkra stund  en hljóp síðan ´grátandi  í áttina sen móðirin fór.Ég er alveg viss um að,mamman hefði getað  komið í veg fyrir þetta allt með því að beigja sig niður að barninu og tala við hana. Kanski var barnið erfitt og kanski mamman illa stillt?

Drottinn Guð er sá sem sér okkur börnunum hans fyrir lífs reglum.Það eru boðorðin 10. Og þau voru sett til þess að við sköðuðum okkur ekki.Þið vitið náttúrulega öll hvernig mennirnir eru,fara ekki eftir reglum!Meira að segja ekki eftir umferðar reglum! ef allir færu nú eftir þessum boðorðum,þá væru margir betur staddir í lífinu. Ég ætla ekki að vitna hér í neitt boðorðanna, en það væri nú ekki úr vegi að við  litum sjálf í okkar boðorða spegil,og spyrðum okkur sjálf.

Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá!

Læt þetta duga í dag.       Halldóra. 


Þvotta klemmurnar.

Heilsa ykkur öllum með mikilli virðingu og kærleika!

Fyrir um30 árum vann ég í Kaldárseli við Hafnarfjörð, á sumrin með börnum í sumarbúðum þar.

Mér líkaði starfið vel,góðir krakkar og hrjóstrugt umhverfi.Merkilegt til þess að hugsa að þar var ekkert rafmagn,og allt gert uppá gamla mátan.Nema hvað að stundum þurfti að þvo lök, sem höfðu blotnað yfir nóttina,þá kom það í okkar hlut stúlknanna sem unnu þar að þvo lökin, síðan voru þau hengd út í snúru.Og þar sem það skipti máli að lökin þornuðu yfir daginn, var mjög gott ef það var vindur, sem sæi um að þurrka þvottinn.Svo var stundum hengt út í hávaða roki, og það var kallaður fátækra þurkur eða þerrir hér á árunum áður.Ég ætla ekki að ræða um það núna.Ég ætla aðeins að segja ykkur  frá þvottaklemmunum sem héldu þessu taui,á hverju sem gekk.Ég hugsaði oft með mér hvað þessar klemmur væru sterkar.Þær héldu þvottinum á snúrunum á hverju sem gekk! Ég er viss um að ef þvotturinn hefði losnað af hefði farið illa fyrir honum.

Stundum finnst mér eins og trúin mín sé lík þvottaklemmum.Hún er kanski lítil,en sterk.Og ég finn hvernig hún hefur bjargað mér gegn um lífið.Hún er sterk af því  ég veit á hvern ég trúi. Ég veit  það líka mæta vel að stundum reynir á.En þá synir afl klemmunnar, hversu mikill töggur er í henni.

Þessi líking um klemmurnar er góð þegar maður þarf að minna sig á, og þegar á reynir í henni versu!

Ó, Guð, vertu mér náðugur,því að ég treysti þér.Ég vil leita skjóls undir vængjum þínum uns storminn hefur lægt.Ég hrópa til Guðs hins hæsta, sem leysir öll mín mál. Hann sendir mér hjálp frá himnum, og frelsar mig vegna elsku sinnar og trúfesti!   Sálm 57.

Treystum Drottni undir öllum kringumstæðum!    Líka í dag!!

 

                          Blessun frá augliti Guðs til ykkar allra!

 

                                  Halldóra.
 


Las þetta kl.6 í morgun.

Góðann og blessaðann daginn, gott fólk!

Var að lesa mér til blessunar í fyrra Tímóteusarbréfi 1:17

Konungi eilífðar,ódauðlegum,ósynilegum,einum Guði sé heiður og dyrð

um aldir alda.Amen.

Ef ég væri predikari,sæi ég fljótt að út frá þessu orði  væri hægt að predika á mjög margan

og áhugaverðan hátt.  Hér er ein útgáfan:

Við sem erum kristin gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum undir mikilli blessun.

Við erum undir vernd ósynilegs Guðs, sem ber okkur yfir erfiðleikana,er hjá okkur,þegar

erfiðleikar mæta,stendur með okkur þegar okkur mætir óréttmæti,stendur við rúm okkar þegar við erum veik, og strykur okkur um vangann.Hann er jafnvel í bílnum hjá okkur í umferðinni!

Við tökum bara ekki eftir því, vegna þess að við horfum svo stíft á okkar kringumstæður, sem eru að þjaka okkur.En hann er líka konungur eilífðarinnar.Við erum eiginlega konungs börn.Og ég konungs dóttir! Unglingarnir myndu bæta hér við "Pæld íðí".

Það sem ég er að reyna að koma til skila er nærvera Guðs.Ef þú ert að vinna þar sem andrúms loftið er ekki gott.Mundu þá að ef Drottinn byr í þínu hjarta,þá er hann hjá þér, og bænin þín megnar að breyta kringumstæðunum.  Hér á síðunn þar sem  upplysingar um höfundinn eru,segi ég frá því að ég hafi áhuga á því sem fegrar okkur öll,því ég tel að trúin á Drottinn Guð geri okkur falleg.Það 

er fullvissan um að Drottinn Guð er nálægur hverju og einu okkar.Og varðenglar Guðs vaka yfir landinu okkar!

Drottinn stendur við þína hlið!

                          Blessun Guðs fylgi okkur öllum í dag!

                                       Halldóra.


Þræla hald.

Sæl öll!

Það var lítið atvik sem ég varð vitni að úti í búð í gær, sem rifjaði upp hjá mér heilmikið sem ég veit

um þræla hald á dögum Biblíunnar.Konan í búðinni sagði, ég ætlað að kaupa epli, svo gekk hún í burtu,

gekk að öðrum ávexti og segir það sama,þá spyr aumingja maðurinn, áekkert að setja þetta í poka ?

Þú gerir það, sagði hún. En um kollinn minn fór þetta:

Fjöldi þræla var gífurlegur á dögum postulanna.Og á þá var litið í besta falli sem skepnur.Og yrði þeim eitthvað á var þeim refsað oft á hryllilegann hátt.Ef þeir td blönduðu baðvatn húsbónda síns ekki eftir hans ósk,þá fékk þrællinn makleg mála gjöld, og ef honum mistókst að reka út flugu,þá gat beðið hans jafnvel dauði, sem var alls ekki það versta. Á þessum tíma voru markaðir þar sem þrælar voru seldir.Þeir voru látnir standa naktir  uppi á einhverskonar palli og væntanlegir kaupendur þukluðu og þreyfuðu  á þrælnum til að gá hvort þeir væru nógu sterkir og heilbrygðir.

En það voru til kristnir húsbændur,þeir fóru betur með þetta fólk,og borðuðu jafnvel með þeim.og þeir voru einhvernvegin miskunsamari  í öllu en aðrir.Létu þrælinn jafnvel frjálsan áður en þeir urðu

mjög fullorðnir svo þeir gætu upplifað hvað frelsi væri.

Ég las líka einhversstaðar að það kom fyrir að þrælar struku, sumum tókst það og komu sér inn í mannfjöldan þar sem þeir hurfu í mannfjöldann.Páll postuli virðist hafa eitt sinn hafa fundið þræl, og tekið hann uppá sína arma.En ef stroku þræll fannst aftur gat beðið hans krossfesting eða hann yrði brennimerktur með stafnum F, sem merkti flóttamaður. Í þessu tilfelli semhér um ræðir, er þetta þræll að nafni Ónesímus,.Páll virðist hafa komist í kynni við þennan mann því hann talar svo hlýlega um hann,er hann sendir bréf til Fílemons ( Fílemonsbréfið) og biður hann að taka á móti  honum, og biður Fílemoon að taka við þessum þræl, eins og það væri hann sjálfur, eða eins og það er orðað,

eins og elskuðum bróður. Líklega hefur Páll tekið þennan mann að sér og leitt hann til trúar, því það virðist mér sem Ónesímus hafi farið sem kristinn þræll og elskaður bróðir. Og kanski hefur Páll  gamli lagt  Ónesímusi lífs reglurnar, og sagt honum að nú yrði hann að standa sig betur , og muna að

hann eigi húsbónda í himnum.

Merkilegt er þó það sem stendur  að Páll hafi feginn viljað halda  Ónesímusi til þess að hann gæti

aðstoðað Pál í sínu starfi,þegar hann er að boða fagnaðar erindið. Getgátur eru um það að Ónesímus hafi jafnvel komið aftur til Páls og þá í þjónustu við boðun fagnaðar erindisins,þó er það ekki vitað með vissu.

Ég velti því líka fyrir mér af hverju Páll notaði ekki stöðu sína til að koma í veg fyrir þræla hald?

Kanski var það ekki gerlegt sökum fjölda þræla, en eitt er víst að hann hefur ,ásamt fleira kristnu

fólki sáð sákornum fagnaðarerindisins og beðið uppskerunnar.

Á okkar dögum eru ymsir í fjötrum. Hér verða þeir ekki taldir upp. En þú sem ert í  einhverskonar fjötrum komdu til Jesú og þygðu hans kærleiks boð að verða vinur hans!

         Drottinn blessi ykkur

                                   Kveðja   Halldóra.
 


Ráðherra, ríkur,niðurbrotinn eða þreyttur.

Góðan dag vinir!

Í dag er mér svo ofarelega í huga það að Jesús talaði við ráðherra.....hann Nikódemus,

Hann talaði við ungann ríkan mann .............Jesús þráði að verða vinur hans.

Hann talaði við fjölskyldu í sorg,........................Mörtu og Maríu,sem misstu bróður sinn

Hann talaði við kjarklausan dómara, hann  Pílatus

Hann talaði við  tvo niðurbrotna lærisveina,....................sem voru á leið til Emmaus.

Hann vill og þráir að tala við þig,.............Hann sagði " Komið til mín allir,þér sem erfiði

og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld"

 

Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað!

   Hver sem þú ert elskar Drottinn Guð þig!

 

                        Bestu kveðjur           Halldóra.
 


Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2008
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband