Draumurinn um Lyklafell

Blessuð!

Dreymdi draum í nótt sem ég læt hér inn í dag. Dreymdi Lyklafell við Sandskeið.Mér fannst það vera bústaður ríkisstjórnar landsins. Allt í einu byrjaði fellið að hristast ógurlega og ég hugsa,það er að koma eldgos í því kemur Jóhann Sigurðard. út með trommur og slær þær ógurlega og ég skyl að hún er að reyna að stilla til friðar á stjórnarheimilinu,í því klofnar  fellið ,og ég sný mér við og lýt í átt til borgarinna.Þá kemur ógurlegt flóð eins og eldgos í áttina að Lyklafelli, en þetta var ekki eiginlegt gos heldur allskonar heimilistæki ,ísskápar ,frystikystur,stólar pottar og pönnur. Allt mjög stórt.Það var alveg ofboðslega mikið þetta flóð af þessum heimilistækjum.Mér fannst ég allt í einu standa þar sem gamla Lögbergs húsið stóð, og ég fylgdist grannt með þessum ósköpum.Og ég hugsa hversvegna Lyklafell? Samstundis kom í hugann Jú, lyklarnir eru hjá þessari ríkisstjórn.Svo sá ég ákveðna stjórnmálamenn inni í þessu fjalli, og þeir voru ekki að gera neitt. Og ég hugsa aftur.Já, þeir eru með lylana og eru ekki að gera neitt.Sorglegt. Síðan er mér litið hinum megin við fjallið,þar er þá grænt og fallegt tún og þar stendur Bjarni Benediktsson og er einhvernvegin tilbúinn að taka í taumana ef á þyrfti að halda.Svo sá ég fleiri stjórnmála menn og konur liggja í grasinu, og naga strá. En alltaf var sama flóðið af þessum heimilistækjum rennandi að þessu stjórnarheimili inni í Lyklafelli.

 


Davíð vakti athygli lögreglu.

Góðan dag!

Það sem kom fyrst upp í huga minn er ég las þessa frétt, ef frétt skyldi kalla, var bara einfaldlega  þetta: Var þetta ekki bara vinnan hans? Átti hann ekki bara að gera þetta þegjandi og hljóðalaust?

Mér finnst nefnilega að ef fólk er í vinnu og það þarf að vinna ákveðin störf þá eigi fólk bara að gera það.Ég er viss um að margir hafa gert ákveðna hluti til bjargar ymsu og ymsum en það vita bara fáir um það,kanski enginn.Nema sá sem í hlut á.Svo kemur blessaður karlinn með þetta í Kastljósið.Mér datt í hug þegar ég heyrði þetta viðtal lítill strákur sem hleypur til mömmu sinnar til að fá viðurkenningu á einhverju sem hann gerði! En þetta er nú bara mín skoðun .Ef Davíð er góður við sína konu þá er bara allt í lagi.

Hitt er að það er brynt að biðja fyrir þeim sem eru að vinna að því að leysa málin, og gera kanski margir kraftaverk,sem enginn veit um.

                    Kæru vinir ! Guð veri með ykkur!

                                              Halldóra.


mbl.is Davíð vakti athygli lögreglu á Kaupþingsviðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn frá himni Guðs inn í daginn.

Góðan daginn!

Hef verið að hugleiða orð Guðs í morgun og teiga í mig allar þær blessanir sem orð Guðs á handa mér.

Var að skoða sálm 35;27 Vegsamaður sé Drottinn hann sem ann þjóni sínum heilla! Og sálm 37:5 Fel Drottni vegu þína  og treystu honum ,hann mun vel fyrir sjá. Einnig vers 7 Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann.

Það er líka uppörfandi versið í sálmi 41:13 Vegna sakleysis míns  hélst þú mér uppi og lætur mig standa frammi fyrir auglyti þínu að eilífu.

Og í sálmi 50 stendur Drottinn er alvaldur Guð hann talar og kallar á jörðina frá upprás sólar til niðurgöngu hennar.

Og að síðustu versið í sálmi 52. Miskunn Guðs varir alla daga!

                                     Guð blessi þig  !

Guð er í gær og í dag og um alla eilífð hinn sami!

                               Kærleiks kveðja 

                                           Halldóra.


Umferarlögin.

Jæja gott fólk!

Hvað segir maður við svona löguðu? Gamalt fólk á ofsa hraða.Hún hefur kanski haldið aftur af sér alla sína bílprófs tíð, og ákveðið að láta gamminn geysa svona rétt í restina. Ég hef mætt bílum á svo miklum hraða að ég hef hálf partin farið út í kant,þið hafið örugglega öll upplifað eitthvað slíkt líka.En þá hugsar maður æ,þetta unga fólk! Svo er það ekki endilega unga fólkið sem á í hlut.Stundum er það eldra og reyndara fólk sem kítlar þannig bensín gjöfina.Allavega var hún á hraðferð þessi blessuð kona. En setjum okkur í smá stund í  spor löggunnar sem stoppar svo fullorðna konu, og lítur á öku skyrteinið,og sér að hún er fædd1905. Ég byst við að hann verði hissa, og spyrji eru augun í lagi? heyrnin? og athyglin? Það sem gerir þetta atvik svo broslegt er að það var engin umferð svo hún ákvað að gefa í. Gilda umferðarlögin ekki þegar engin umferð er? Nei. Og sennilega fer öll dómgreind út í veður og vind. Sennilega ekki vind í landinu helga þar er örugglega hlytt og lygnt alla daga.

Enþað er best að vara okkur þessi fimtugu við því þegar við verðum 95 að brjóta ekki umferðarlöginSmile

       Góðar stundir


mbl.is 95 ára á 130
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er fallegt lag við þennan texta.

Komið þið sæl!

 Mig langar til að setja hér inn sálm sem ég held mikil upp á og varð mér til mikillar blessunar á yngri árum.

 Heilaga vissa,hirðirinn minn.

Herrann er sjálfur gleði ég finn.

Lifandi staðreynd orðin það er:

Endurlausn Jesús vann handa mér.

 

Kór: Gleði míns hjarta orðinn hann er 

Óslitin lofgjörð Jesú þþví ber.

Síðar á himni ,lofa ég hann.

Hjálpræði og náð er sekum mér vannm.

 

Öllu ég sleppti allt með því vann,

eilífa lífið Jesú ég fann.

Himnanna opna og engla ég sá.

Unaðsboð flytja himninum frá.

 

Örugg hvíld nú eignast ég hef .

Engann um meiri gæði ég kref.

Sál mín er frelsuð fyrir mig galt.

Frelsarinn Jesús- Hann er mér allt.

Fanny Crosby- Bjarni Eyjólfsson.

 

Sjálri mér er Jesús mín örugg von og vissa .Hann er líka öruggt athvarf í stormviðrum lífsins.

Og að sjálfsögðu Gleði hjarta míns.

Hvers virði er Drottinn Jesús Kristur þér?

 

                  Megi hann blessa þig ríkulega!

                                       Kveðja

 

                                           Halldóra.


Skipað að auka reykingar

Komið þið sæl!

Það má nú segja að ekki sé öll vitleysan eins!

En svona eru nú hlutirnir samt.Um heiminn hefur farið sú frétt að reykingar séu stórhættulegar.Það þurfti að vísu ekker að segja okkur það. Í mínu ungdæmi voru sígarettu pakkar merktir með áletruninni að reykingar drepi,ég veit ekket um það í dag.Enda var þessi áletrun auglyst allvel hér í den. En þessi frétt segir okkur hvað stjórnvöld í Kína eru á taugum, um að þeirra framleiðsla sejist ekki. Og skikka því áhrifa fólk til þess að reykja sem "gott" fordæmi. Og þannig styrkja efnahagslífið til muna. Þeir fá þá kanski eitthvað að gera blessaðir læknarnir, að meðhöndla fólk sem hefur látið tilleiðast. Og kanski kollegana líka. Miðað við allann þann heilsu áróður sem hefur gengið um heiminn sl. ár myndi maður halda að fólk léti ekki plata sig.Svo er þetta dyrt. Þetta er eiginlega lyginni líkast.En máttur stjórnvalda í þessu landi er bara ekki á sama plani og hjá öðrum. Vesturlanda búar eru að sporna við heilsutjóni eins og kostur er,þannig að þetta eru öfugmæli.

En hveersvegna heldurðu að ég sem hvorrki reyki né nota áfengi sé að blogga um þetta? 

Það er bara ein ástæða fyrir því ,trúum sannleikanum . Jesús Kristur sagði Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.

     Guð blessi ykkur!

 

                              Kv. Halldóra.

 


mbl.is Skipað að auka reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2009
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband