Orð dagsins

Góðan og blessaðan dag!

Orð dagsins er úr Orðskviðunum 22

Gott mannorð er dyrmætara en mikill auður,vinsældir eru betri en silfur og gull.

ríkur og fátækur mætast en Drottinn skapaði báða. 


Til umhugsunar í dag

Góðan og blessaðan daginn!

Í bókinni góðu stendur:"Bráðlyndur maður vekur deilur en sá sem seinn er til reiði stillir þrætu"

Vertu ekki uppstökkur,skapbráður og reiður.Því Drottinn Jesús frelsarinn á að vera fyrirmynd okkar.Vertu hógvær. Þá geturðu leiðbeint öðrum af myndugleik og með hugarfari Jesú.

Megi friður Drottins vera yfir þér í dag!

 

               Halldóra Ásgeirsdóttir.

 

 


Boðskapur dagsins

Komið þið sæl!

Það sem mig langar til að segja í dag er þetta:

Ég bið þess kæri vinur,að þú hugleiðir öll þau markmið sem Guð hefur ætlað þér,þú veljir ávallt góða veginn og þér líði vel - þar af leiðandi sé líkami þinn alheill og heilbrigður,og þér gangi vel í öllu,á leiðinni að settu marki. 3. Jóhannesarbréf 2

Bæn: Góði Guð ég bið þig að varðveita mig og vera með mér hvert sem ég fer.Gefðu mér að vera öðrum til gleði og blessunar með lífi mínu.  Amen. 


Fallegur texti og hressilegt lag.

Komið þið sæl!

Hér set ég inn fallegan texta ,sem er ein af perlunum! Og grípandi lag,sem ég raula oft :)

Ó þekkirðu ekki undurfagra nafnið,

Er oss Guð til bjargar lér? Um allan

heim er um það lofgjörð sunginYfir lönd

og höfin þver.

KÓR:Öllum nöfnum æðra er nafnið

Jesús,Og ekkert fegra á jörðu hér.Því

ekket nafn er annað til sem frelsar,Aðeins

nafnið sem hann ber.

 

Það heiti ljómar mært sem morgun

stjarnaMitt í jarðar eymd og nátt.Það

veitir hug og vonarbálið glæðir,Verði ljós

þess dauft og lágt.

 

Það skelfdu hjarta flytur frið af hæðum,

Færir hryggum sálum ró.Er stormar

æða sterkir mér í brjósti,Stillt það getur

vind og sjó.

 

Er öllum  nöfnum öðrum förlast ljómi,

Eigi bliknar Jesú nafn.Þess dyrðar-

ljómi mun um aldir alda Ævinlega haldast

jafn.

 

      Allan Törnberg - Magnús Runólfsson. 

 


Uppástunga að Reykvíkingi ársins.

Sælt veri fólkið!

Mér datt í hug að stinga upp á Reykvíkingi ársins,ef það er leyfilegt þar sem ég by í Garðabæ.

Mér finndist að róninn sem gaf litlu stúlkunni í Hgkaup blómin á dögunum,vel að þeim titli kominn.

Hann gerði góðan hlut, og nú er þún þessi flotta dama að standa fyrir söfnun fyrir ógæfufólkið.

Það er virkilega fallegt. Hún væri líka vel komin að þessari nafnbót.

allt sem þér gerið mínum minnst bræðrum það hafið þið gert mér,sagði Meistarinn !

 

                            Kær kveðja

                                              Halldóra. 

 


Segið sannleikann.

Góðan dag! 

Í dag liggur mér þetta á hjarta:

Segið  sannleikann hvert við annað  og fellið dóma af sanngirni og velvilja í hliðum yðar.Enginn yðar ætli öðrum illt í hjarta sínu og fellið yður ekki við meinsæri.Allt slíkt hata ég segir Drottinn.

Góð orð og verð þess að farið sé eftir þeim.

 

Í friði og kærleika Krists,

 

        Halldóra. 


Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Maí 2013
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 79727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband