29.6.2009 | 21:22
Þá varð ég reið -kynferðislegt ofbeldi
Komið þið sæl!
Ég er ekki vön að blogga um annað en það sem tilheyrir kirkju og kristni.En nú ætla ég að fjalla um kynferðislegt ofbeldi.Af því að ég varð vitni að því hvernig maður misnotaði sér aðstöðu sína. Ég var stödd á ákveðnum stað innan um fólk sem ég þekkti ekki neitt.Þannig var að ég sat nálægt þessu fólki.
Það var líf og fjör og þau með áfengi. Á einum tímapúnkti kallað eldri maður í unga fallega stúlku og bað hana að standa hjá sér þar sem hann sat við borð,ásamt fleira fólki.Ekki veit ég hvort einhver tengsl voru milli hans og stúlkunnar,en finnst það líklegt (kanski var hann afi hennar) Í fyrstu byrjaði hann að tala fallega um hana og hæla henni við borðfélaga sína.Og hún stóð hjá þeim og brosti feimnislega. En svo fór þessi maður að strjúka henni um bakið og klappa henni um leið og hann hældi henni,svo fór hann með hendina á staði þar sem hann á ekkert með.Hann snéri þannig að ekki sást aftan að þeim, svo hann notaði þetta tækifæri til að þukla. Ég fylgdist með stúlkunni, sem hafði verið brosandi og átti sér einskis ills von. Svipur hennar varð allt í einu eins og hún fengi æluna uppí háls,en yrði að kyngja henni. Ég varð allt í einu svo reið,og hugsaði í fljótu bragði hvernig ég gæti komið henni til hjálpar,en því miður ég sá enga leið.
Þetta atvik hefur ekki farið úr huga mínum síðan og ég finn svo til með þessari stúlku, sem gat ekki farið í burtu.Það var búið að bá til kringumstæður af fullorðnum manni, til þess að gera henni illt.
Eruð þið hissa þó ég sé reið? Ég veit að margar konur og stúlkur verða fyrir þessu ofbeldi,þvi miður.
Hvað er hægt að gera? Hvað hefði ég getað gert? Ég finn mig seka að hafa ekkert getað gert.
En þessi stúlka á samt samúð mína alla.
Kveðja og blessunar óskir
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2009 | 15:17
Þetta verðurðu að lesa.
Góðan dag!
Orð Guðs Biblían er merkileg bók ,margra hluta vegna og líka vegna þess að hún kemur manni stöðglega á óvart.Ég er ein þeirra sem hafa lesið þessa bók áratugum saman,og það nær daglega.
Var á dögunum að lesa í nyju þyðingunni í Sakaría 1 kafla og um leið og ég las kom mér í hug Íslenska þjóðin.En þarna stendur m.a. Svo mælir Drottinn alsherjar:
Ég er gagntekin af afbrygði vegna Jerúsalem (vegna Íslensku þjóðararinnar)
Og ég er sárgramur þeim þjóðum,sem hafa verið andvaralausar.
Gremja mín var minni áður,en þó juku þær stórum á böl sitt.
Því mælir Drottinn:Í samúð sny ég mér aftur að Jerúsalem (Íslensku þjóðinni).
Hús mitt verður reist þar,segir Drottinn alsherjar,og mælisnúra þanin yfir Jerúsalem (Íslensku þjóðinni)
Og boðaðu einnig þetta: Svo mælir Drottinn alsherjar:Aftur munu borgir mínar búa við allsnægtir
og enn mun Drottinn hughreysta Síon og gjöra Jerúsalem (Íslensku þjóðina) að kjörinni
borg sinni.
Verum á verði hvern dag og biðjum fyrir landi okkar og þjóð!
Höldum vöku okkar ,kæru vinir!
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009 | 18:19
Tannlaus amma.
Sæl og blessuð!
Í hinni helgu bók stendur, þegar ég var barn talaði ég eins og barn,en þegar ég var orðinn fulltíða maður lagði ég niður barnaskapinn.Drengurinn litli var afar hrifinn af henni ömmu sinni,enda góð kona og mikil amma.En það var einkum eitt sem amma hafði umfram annað fólk sem sá stutti hreyfst af og það var að amma hafði engar tennur.Og af því að honum hafði verið kennt að biðja,þá bað hann Drottinn Guð að taka burt tennurnar sínar. Og hann lagði hjarta sitt í þessa bæn ,það vantaði ekki.
En þegar hann var orðinn fullorðinn þá þakkaði hann Guði fyrir að hafa ekki svarað þessari barnalegu bæn.Þannig er það stundum í lífinu að við erum að biðja og það er bara alls ekki það sem Guð ætlaði okkur.Guð veit hvað hann vill með okkar líf, og hans áætlun er best. Þessvegna þurfum við að kunna að segja í bænum okkar :Drottinn, verði þinn vilji.
Leiddu mína litlu hendi
ljúfi Jesú þér ég sendi.
Bæn frá mínu brjóst sjáðu
blíði Jesú að mér gáðu.
Blessunar kveðjur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2009 | 21:26
Stjörnurnar á andlitinu
KOmið þið sæl!
Þegar ég var um 15 ára gömul datt mér í hug að festa sjálf lysandi stjörnur í loftið í herberginu mínu,
að var ósköp fallegt í skammdeginu. Þetta hékk uppi nokkuð lengi.en svo fóru þær að hrapa fyrst ein og ein svo nokkrar og nokkrar. Og þær lágu oft við andlitið mitt á morgnana þegar ég vaknaði.En það merkilega var að ég var ekkert pirruð á þessu stjörnu hrapi.Eiginlega nokkuð fegin því ég fékk að mig minnir leið á þessu skrauti.Þessi stúlka í þessari frétt fór ekki eins vel og ég út úr hlutunum.Mínar voru sinn tíma í loftinu. En hún er með í andlitinu. Það er engu líkara en hún hafi rotast að vakna ekki við þessa aðgerð sem öllum finnst sársauka full,jafnvel mér sem hef bara séð þetta gert.Og myndi aldrei gera svona,enda komin yfir miðjan aldur.
Í fullri alvöru þá þurfum við öll að muna að við eigum bara eitt líf, og okkur ber að fara vel með það. Og húðflúr er nokkuð sem erfitt er að losna við nema með öðrum álíka sársauka Við þurfum öll að vanda okkur og muna að vera skynsömLífið er of dyrmætt til að gera vitleysu.En ef okkur verður á þá er bara að byrja upp á nytt,með hjálp Guðs. Við gefumst aldrei upp þó móti blási.En við þurfum styrka föður hönd Drottins Guðs með okkur.
Bestu kveðjur úr Garðabæ.
Halldóra.
![]() |
Vaknaði með 56 stjörnur á andlitinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2009 | 11:49
Líflínan.
Komið þið sæl,kæru vinir!
Mig dreymdi fallegan draum í nótt. Fannst ég liggja út í náttúrunni í fallegri íslenskri áttúrunni, og horfa til himins. Þá sé ég að það kemur keðja frá himninum niður og tengist mínu hjarta og svo sé ég að hinn endi keðjunnar tengist hjarta Jesú.Í fyrstu fannst mér þetta vera silfur keðja, en sá að þetta var einhverskonar holdleg taug sem leit út eins og keðja. Í sömu mund og þetta gerðist fann ég fyrir svo sterkri nærveru Drottins Jesú.Og þeim friði sem engu er líkur. Himneskum friði. Og hvar sem ég leit var allt svo fallegt og alltaf var þessi taug tengd mínu hjarta og Jesú.Og mér fannst ég standa upp og fara ,en alltaf vat þessi taug milli mín og Jesú,hún losnaði eða slitnaði ekki.Þegar ég vaknaði, fannst mér svo gott að vera þannig tengd Drottni, og geta farið með þennan draum út í daginn.
Kanski var þessi draumur gefinn mér af Guði?
Held að við sem viljum vera lærisveinar Krists þurfum daglega að athuga hvort að líflína trúarinnar á Jesú sé til staðar. Ég skora á okkur öll að vera heilshugar í trúnni á Jesú.
Kæru vinir! Guð blessi ykkur daginn!
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2009 | 10:14
Blessun
Blessun.
Drottinn Jesús gangi á undan þér og vísi þér rétta læeið
drottinn Jesús gangi við hlið þér svo að hann geti tekið þig í fang
sér og verndað gegn hættum
Drottinn Jesús gangi fyrir aftan þig og varðveiti þig gegn falsi
vondra manna
Drottinn Jesús veri undir þér og lyfti þér upp er þú hrasar
Drottinn Jesús veri í þér og hughreysti þig er þú missir kjarkinn
Drottinn Jesús veri umhverfis þig til að vernda þig
undir vængjum sínum
Drottinn Jesús gæti þín sem sjáald augna síns
Drottinn Jesús veri yfir þér og blessi þig
í dag og alla tíma.
Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2009 | 14:13
Sjómannadagurinn .
Komið þið sæl!
Það er sjómannadagurinn og ég óska sjómönnum til hamingju með daginn og blessunar Guðs í starfi og leik. Það eru eiginkonur og fjölskyldur sjómannanna sem eiga skylið að fá sendar hamingjuóskir í tilefni dagsins,ekki er þeirra fórn lítil.Að eiga manninn sinn eða son meiri partinn af árinu úti á sjó er líka fórn. En það voru eitt sinn hræddir sæfarendur sem í neyð sinni kölluðu á Drottinn,vegna þess að veðrið var alveg snar vitlaust. Í þeirra tilfelli svaf Jesús . Hann var um borð og þeir kölluðu á hann og Jesús gerði kraftaverk, hann styllti storminn.Ég hef nokkrum sinnum beðið Guð að breyta veðrinu mér í hag ,og hann gerði það.En í tilfelli lærisveinanna var Jesús holdi klæddur um borð og þeir urðu vitni af því þegar hann skipaði veðrinu fyrir.Það hefur örugglega verið alveg magnað. Þó að Kristur sé ekki holdi klæddur mitt á meðal okkar þá er hann það samt og það er gott að geta lagt sig og sína í Drottins hönd.
Mitt fley er svo lítið
og lögurinn stór.
Mitt líf er í frelsarans hönd.
Hann styrir bátnum
þó bylgjan sé há.
Beint upp að himinsins
strönd.
Í morgun fór ég í Grensás kirkju ,eins og ég geri stundum, og var það virkilega notalegt og gott.
Að koma í kyrrðina og góða andrúmsloftið er dáasamlegt. Nálægð Guðs góða heilaga anda var mjög mikil og ég fór virkilega blessuð af þessari stund. Takk fyrir það. Kvet fólk til þess að fara í kirkju og snerta aðeins þennan himneska frið.
Í kærleika Krists
Halldóra .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2009 | 23:11
Særður mávur, og draumur.
Komið þið sæl!
Í dag sá ég hryggilega sjón,særðan máv.Hann var svo illa særður að það hefði verið gustuk að aflífa hann.Þetta var í brekkunni niður að Smáralind. Hann var að fara yfir götuna og bílarnir stoppuðu meðan hann gekk yfir. Han dró beinlínis annan vænginn eftir götunni. Mér var einhvernvegin hugsað til okkar mannfólksins stundum erum við hálf vængbrotin. Það er eins og lífið hafi krambúlerað okkur.Þá er gott að eiga Guð sér til hjálpar.
Svo dreymdi mig draum í nótt sem er líka nokkuð táknrænn. Dreymdi silfurskál fulla af rauðum rósablöðum. Ég var einhvernvegin að virða þessa skál og þessi rósablöð fyrir mér,þegar það dettur svart rósarblað ofan í skálina,eða svona kom með vindinum. Allt í einu sé ég að þetta rósarblað er farið að dreyfa svörtum lit á hin rósablöðin. Og mér fannst eins og það koma hreyfing á rauðu blöðin ,þau vildu flyja,en gátu ekki því svarti óhreini liturinn var svo sterkur. Svo tók eitt rauðasta rósarblaðið sig til og snéri sér við ofan í skálinni og á það var skrifað:Að endingu systkyn,allt sem er satt,allt sem er göfugt,rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar,hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert,hugfestið það. Lengri var draumurinn ekki.
Þessi orð kvetja okkur til þess að vera viss um að gera alltaf það sem rétt er. En ef okkur mistekst þá eigum við Jesú sem fyrirgefur alla synd. Höldum okkur Jesú megin í lífinu.
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2009 | 12:23
Smá hugleiðing.
Góðan dag!
Ég er svo göð yfir því að fá að njóta sköpunaverks Drottins Guðs.Eitt af því er allur gróðurinn sem herra himins og jarðar hefur útbúið svo fagurlega.Svo eru það blessaðir farfuglarnir, sem koma óra vegu til þess að verpa og búa unga sína undir að fara aftur að hausti ! Þetta finnst mér magnað. Nú það sem af er sumri hef ég notið þess að horfa á þrastar móður fæða unga sín. Ég set epli út í garðinn minn og svo mætir hún með alla familíuna. Það voru tveir fullorðnir þrestir og fjórir ungar sem hringuðu sig um hálft epli. Þau mötuðu börnin sín af þvílíkri natni og pössuðu að enginn fengi meira eða minna en annar.Og svo voru ungarnir bara eins og hver önnur börn flugust á og stríddu hvert öðru,bara svona eins og hjá okkur mannfólkinu. Ég get eitt löngum tíma við eldhúsgluggan og notið þess að fylgjast með þessari fjölskyldu.Mig grunar þó að það séu fleiri þrastar fjölskyldur sem koma ,þó ég þekki þau ekki í sundur.Það hefur hvarflað að mér að þannig horfi Guð á okkur börnin sín. Gleðjist með okkur þegar það á við og gráti með okkur þegar það á við.En hann er þarna samt, hjá okkur og með okkur. Og yfirgefur okkur aldrei.Stundum er hugur okkar fullur af allskonar hlutum sem íþyngja en þá er svo gott að hafa Jesú með. Jafnvel þó við förum um dimma dali þá er hann þar.
Kveð í bili og bið Guð að blessa ykkur.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar