Caritas samþykkt en Lady hafnað

Sælt veri fólkið!

En á ný fær mannanafnanefnd mig til að hugsa og jafnvel brosa.Því ég kom á bóndabæ vestur á fjörðum fyrir nokkrum árum og þar var tík sem bar nafnið Lady,hún var að vísu ekkert lík neinum smala hundi.Hafði verið  ræktuð og tekið þátt í keppnum og unnið skyldist mér.Þessi tík var dáldið mikil lady í sér.Þessvegna er nafnið Lady meira svona hunda nafn í mínum huga.Hvað varðar hin nöfnin eins og Addú,þá er þetta örugglega gælu nafn einhverrar stúlku eða konu.Þolly er bara nafnið hennar Þollyar Rósmunds,tónlistarkonu,og maður orðinn vanur því.En Logn er nafn sem foreldrar ættu að hugsa sig betur um áður en þeir gefa dóttur sinni það.Það kallar bara á stríðni.Og það þarf nú enga sérstaka útskyringu á það.
Sjálf er ég talsmaður þess að við gefum börnum okkar falleg og íslensk nöfn,sem börnunum  getur alltaf þótt vænt um.Nafnið er jú það sem fylgir okkur alla æfi.

Og svona í lokin,þá kvet ég foreldra til að biðja fyrir börnunm sínum og fela þau í Guðs góðu hendur.

 

             Bestu kveðjur á alla!

                                   Halldóra. 


mbl.is Caritas samþykkt en Lady hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppörfun dagsins

Góðan dag!

Sjá,hönd Drottins er ekki svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans ekki svo dauft  að hann heyri ekki.   Jes.59,1

  Biðjið og yður mun gefast! 

                      Í friði og kærleika

 

                             Halldóra. 


Ábending dagsins

Sælt veri fólkið!

Treystu Drottni af öllu hjarta og reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.

Orðskviðir Salómons 3,5

Í barnslegu trausti er mikill kraftur fólginn því það hefur áhrif á hjarta föðurins.

Guð faðir bregst ekki heldur trausti barns síns.Komdu eins og barn í fullkomnu trausti til föðurins

með öll vandamál lífs þíns,og þú færð að reyna hjálp hans. 

Leiðin að hjarta föðurins er bænin.

 

                    Guð blessi þig alltaf!  

                              Halldóra .

 


Gleðifrétt dagsins.

Komið þið sæl!

Gleðifrétt dagsins er úr heilagri ritningu:

Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist eki heldur hafi eilíft líf.

Drottinn Guð elskar alla menn og þráir samfélag við þá.Hann spyr ekki um syndalistann.Hann er fyrirgefandi Guð!Hann er náðugur og vill þér vel.

 

            Guð blessi þér daginn!

 

                        Halldóra. 


Uppörfun dagsins.

Góðan dag!

Kristur,þú hefur heitið því að vera með okkur í heiminum,í bænum okkar og tilbeiðslu.

Þökk fyrir að mega mæta þér þar.

 

                                     (Fjársjóður)

 

                              Guð blessi þér daginn.

                                      Halldóra. 


Gott að muna.

Heil og sæl!

Íklæðist því eins og Guðs útvalin,heilög og elskuð börn hjartagróinni

meðaumkun,góðvild,auðmykt,hógværð og langlyndi.

Kólossusbréfið 3;12 


Bæn dagsins.

Guð gefi þér góðan dag!

Guð!

Þakka þér fyrir að ég á heimili.

Þakka þér fyrir alla hlutina sem ég má hafa í kringum mig og skipta mig máli.

Blessaðu heimili mitt og og þau öll sem ganga hér inn og út.

Gef okkur gleði þína og kærleika.

       Amen.

 

                           (Fjársjóður)

 

   Drottinn gefi þér friðsaman og góðan dag!

 

                        Halldóra. 


Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Júní 2013
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband