Hálfkaraðar glæsihallir.

Góðan dag!

Undanfarna daga hef ég hitt fólk sem er við það að liggja í rúminu vegna þess að ástandið í þjóðfélaginu fer svo illa með það.Það er sorglegt. Svo kemur þessi frétt um þetta hálfkaraða glæsihysi við Þingvallavatn,sem átti að  verða sumarhúsi.Hann sem á þetta er örugglega niðurbrotin yfir sínu,ég efa það ekki.En það eina sem hægt er að benda á og getur hjálpað er að snúa sér til hans sem er á himnum og heitir Jesús og er Kristur. Mér hefur reynst það vel í stormviðrum lífsins að halla mér að trúnni.Og ég segi það satt að án Guðs get ég ekki verið!

En með byggingu Valhallar  eða hótels ,þá lyt ég svo á að það er nauðsyn að hafa þarna einhverskonar" Valhöll" ekki endilega hótel. En einhverskonar matsölu, og fundarstað sem nyta mætti allt árið.Matsalan gæti verið lokuð yfir svartasta skammdegið. Já eða hægt væri að fara með ferðamenn til að sjá norðurljósin og fossinn í klakaböndum.Sjálfri finnst mér gaman að fara slíkar ferðir til Þingvalla.Ég vil endilega hafa einhverskonar aðstöðu þar. Þingvellir eru í mínum huga einn fallegast staður landsins.

En vaðandi kreppu og allt þetta sem er að gerast á landinu okkar,skulum við leggja allt í Drottins hendur og hann mun vel fyrir sjá!

 

                Guð blessi þig!

                                      Kveðja úr Garðabæ

 

                                     Halldóra.


mbl.is Hálfkaraðar glæsihallir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengjutilkynning í Borgarholtsskóla

Góðan dag!

Fréttirnar þessa dagana eru margar dapurlegar,nema fréttin um bláu stólana, fyrir feita fólkið.Það er vissulega jákvæð frétt. En fréttirnar hér heima eru margar svo sorglegar og mann langar bara ekki til þess að lesa allt þetta neikvæða. Á ferðalagi í sumar gistum við hjá vina fólk úti á landi,þar voru engin blöð.Þau kaupa ekki blöðin.Svo þegar við komum í menninguna aftur hafði ymislegt gerst,sem fór alveg fram hjá okkur.Í sjálfu sér var það líka hvíld.Og kanski dáldið sérstakt fyrir frétta sjúkt fólk eins og mig.

Ég er ein þeirra sen fer stundum í fjölmiðla föstu,bara til þess að hvíla hugann.Sleppi blaðalesti og hlusta bara á góða tónlist,og læt kvöld fréttirnar nægja. Mér finnst það viss hvíld. Svo kom þessi frétt um að allir yrðu að yfirgefa skólann og lóðina í skyndi. Sonur minn var þarna  og fékk þetta allt beint í æð. Enginn var hræddur held ég ,enda við ekki vön slíku. En ég hef einhvernveginn í dag verið að huleiða það hvað fær fól til að gera slíkt.Vissulega var þar á ferð ógæfusamur piltur.En ég hélt einhvernvegin að hvað sem fólk væri undir miklum áhrifum áfengis eða vímuefnum  þá vissi það muninn milli góðs og ills .En þar skjátlaðist mérundir þeim kringumstæðum tekur annað yfir ,það illa. Er það ekki merkilegt að djöfullinn situr um sálirnar til þess að fá þær til að gera það sem rangt er? Mig langar til þess að kvetja okkur öll til þess að gera það sem er fallegt og gott afspurnar, og helst að láta áfengi og vímuefni vera. Sjálf hef ég aldrei notað áfengi  eða annað deyfiefni.Svo anda ég bara að mér heilnæmu súrefni. Hugsa að ef Guð hefði ætlað okkur að reykja hefði hann skapað okkur með stromp!   Vonandi verða ekki svona göbb tíð hér á landi,nóg er nú samt.Vonandi á þessi ógæfu piltur eftir að rísa upp og sigra vímuefnin.

           Þetta var hugleiðing mín í dag!

          Góðar stundir!

                                            Halldóra.


mbl.is Játaði eftir yfirheyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarvals málverkið.

Komið þið sæl og blessuð!

Það eer kominn tími á blogg,enda hef ég ekki verið viðlátin um tíma.

Það er af mér að frétta að ég hef ferðast þó nokkuð í sumar.Nylega var 

ég stödd á Bolafjalli. En ég heimsótti meðal annars vestfirðina í sumar.

Fyrir nokkru kom ég þó sem gestur á heimili þar sem mikil gersemi var

en enginn sinnti. Í fallegu sumarveðri í sumar var ég gestkomandi í húsi 

þar sem Kjarvals málverk hékk uppi á vegg.En það var í lítt notuðu herbergi 

á bak við hurð.Engum til ánægju.Ég spurði heimilisfólk út í þetta, og fékk þau svör

að þau væru svo lítið fyrir svona myndir.Þó að ég sé enginn sérfræðingur þá veit

ég um verðmæti þessarra mynda. Og mér datt í hug að sennilega er á mörgum heimilum

ymiskonar verðmæti sem ekkert er spekúlerað í. Það erutil Biblíur eða nyjatestamenti á 

flestum heimilum,en fólk les ekki það sem þar stendur.En ég veit að ef við leggðum okkur niður við að lesa það sem þar stendur og fara eftir því,þá væri margt öðruvísi.Látum ekki fjársjóðinn í Guðs orði framhjá okkur fara.Það eru mikli andleg verðæti í þeirri góðu bók.Verðmætt málver er ekki neitt í samanburði við þau verðmæti sem blessa.

           

                             Verið Guði falin

                                           Halldóra.


Allt það góða.

Það er annars merkilegt hvað Biblían er vanmetin bók. Hún er auðvitað ekkilétt til aflestrar,en mikill fjársjóður þegar maður hefur kynnt sér hana.Í þessari bók er bara einföld siðfræði byggð á orðum Jesú.Bræður ljúgið ekki hver að öðrum,er t.d. eitt af þessum heilræðum.Og sannleikurinn mun gera yður frjáls.Í mínum huga eru þetta snilldar leiðbeiningar,fyrir alla menn og konur.Því sá sem lygur er eins og maður með kúlu við fötinn,kemst ekkert áfram ,fer hring eftir hring.Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni,heldur það eitt sem gott er . ERu þetta ekki góð viðvörunarorð? Jú ég held að við getum verið sammála um það. Verið góðviljaðir hver við annan,miskunnsamir,fúsir til að fyrirgefa hver öðrum. Ef við hugsum rökrétt þá vitum við hvað fyrirgefningin er máttug.Að lifa í riði er niðurdrepandi fyrir sálina og ekki þess virði að vera reiður.

Svo stendur á einum góðum stað í Bréfum Páls postula: Gefið djöflinum ekkert færi. Kvet okkur öll til þess að lifa sem góðar manneskjur.Vera öðrum góð,fyrirgefa þeirra og okkar sjálfra vegna.Látum ekki hið vonda yfirbuga okkur. Reynum að strá blessunum allt í kringum okkur.Einnig gleði og friði.Þetta eru allt ráð Biblíunnar,sem koma okkur öllum vel.Og hún er vel þess virði að vera lesin.

                              Guð veri með ykkur!

                                              Kveðja úr Garðabæ

                                                           Halldóra.


Kreppa hjá breskum sveitarfélögum.

Kæru vinir!

Ég er nú orðin svo hundleið á öllum þessu neikvæðu fréttum  dag eftir dag!

Og það stendur enginn upp og talar uppörfunarorð til þjóðarinnar.Enginn 

sem segir Vinir!Verið hughraust,svona eru hlutirnir,en þetta mun taka enda,og

við skulum vera upplitdjörf!! Það vantar þannig rödd sárlega því margir eru illa 

staddir á sálinni og efnahagslega. Við erum öll að glyma við einhverskonar afleiðingar.

Margir eru svo hræðilega reiðir. En ég vil segja við okkur öll, að það er mannskemmandi 

að vera reiður.Horfum upp og lítum á björt hliðarnar.Mitt besta ráð er að biðja Guð um að 

koma okkur til hjálpar.Já notið bænina!

Varðandi þessa frétt sem hér fylgir með,þið skuluð ekkert vera að eyða tíma í að lesa hana.

Hún er bæði mannskemmandi og niðurdrepandi. Horfum á Jesú, hann mun ekki bregðast.

Og hann segir ekki komdu til mín 2012 þá verð ég við.Nei. Í dag er hjarta hans opið fyrir þinni bæn.

 Verum hugrökk,og vísum allri depurð burt, og verum hughraust!

         Guð gefi þér góðar stundir.

 

                     Sólskins kveðjur   Halldóra.


mbl.is Kreppa hjá breskum sveitarfélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá hvíta dúfu.

Komið þið blessuð og sæl!

Já staðreyndin er sú að ég sá hvíta afar fallega dúfu í morgun.Hún sat á húddinu á bílnum mínum, og hreyfði sig ekki þó ég opnaði hurðina og færi inn. Ég varð að spjalla við hana smá stund áður en hún flögraði af bílnum.Hún er örugglega vængstífð,því hún gekk bara hér á gangstéttinni undir húsinu.Ég vona innilega að hún hafi ekki orðið ketti að bráð eða annað slíkt.En ég var á leið til vinnu, og þar skyldu leiðir.

En mig langar til að setja hér inn nokkur vers úr Biblíunni, úr Efesusbréfinu kafla 4 og frá versi 17

Þetta segi ég og vitna í nafni Drottins: Þið megið ekki framar hegða ykkur eins og heiðingjarnir hegða sér. Hugsun þeirra er alslaus, skylningur þeirra blindaður og þeir eru fjærlægir Guði vegna vanþekkingarinnar sem þeir lifa í og síns harða hjarta.Þeir eru tilfinningalausir og hafa ofurselt sig lostalífi svo að þeir fremja allskonar siðleysi af græðgi.En þannig hafið þér ekki lært að þekkja Krist. Jesús er sannleikurinn og ég veit  að þið hafið verið heyrt um hann.Þið eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni sem er spilltur af tælandi girndum,en endurnyjast í  anda og hugsun og íklæðast hinum nyja manni sem skapaður er  í Guðs mynd og breytir eins og  Guð vill  og lætur réttlæti og sannleika helga líf sitt.

 Gott til umhugunar fyrir okkur öll!

              Guð veri með ykkur og blessi

 

                              Kv. Halldóra

 


Giftist í 2,1 löngum kjól

Sæl og blessuð!

Það fyrsta sem mér datt í hug er ég las þessa frétt,ef frétt skyldi kalla, var þetta er sóun á dyrmætum tíma.Svo við notum skynseminaþá er þetta nú meira bullið.Við þessar sem erum giftar og vorum í hvítum brúðarkjól vitum að brúðarkjólarnir eru fallegastir þegar þeir eru látlausir. En í þessu tilfelli var þetta allt saman eintómt vesen.Bara það að breiða út slóðann tók  yfir 200 mans  um þrjár stundir. Ég hefði miklu heldur viljað drífa giftnguna af og klára veisluna, og koma mér heim.En sitt synist hverjum . Hún er vonandi vel gift blessuð konan, og tengdamóðirin ánægð með tengdadótturina.Í fréttinni er ekki sagt frá eiginmanninum,svo við vitum ekki hvað honum fannst. Er ekki réttast að óska þessum Kínversku hjónum til lukku og óska þeim bjartrar framtíðar?

    Gott hjónaband felst ekki í umbúðunum utan um brúðarkjólinn eða veisluna.Gott hjónaband er samvinna og kærleikur endalaust.

                                           Þar til næst

                                                       Góðar stundir.

                                                                    Halldóra.


mbl.is Giftist í 2,1 km löngum kjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húslegir karlar.

Sæl verið þið!

Svona fréttir eru vissulega vinsælar. Að karlarnir standi sig vel í uppeldinu.Ég held að mjög margir feður annist börnin sín vel,konuna sína og hjálpi til í heimilishaldinu.En það er sennilega öll flóran til,það að  karlar geri ekki neitt,en setjist bara við matarborðið og síðan fyrir framan sjónvarpið og svo mætti lengi telja.Þegar ég var með okkar börn í vagni fyrir rúmlega tuttugu árum tíðkaðist það ekki að börnin kölluðu pabbi  þegar eitthvað bjátaði á.Það var bara mamma. Í dag finnst mér ég oftar heyra börnin kalla pabbi,en mamma.Mér finnst alveg sjálfsagt að mennirnir og strákarnir á heimilunum taki til hendinni,érstaklega þar sem bæði vinna úti,og tíminn er dyrmætur.En það kemur eðlilega í hlut þess aðilla sem er meira heima að taka til hendinni. Mikilvægast er þó að kærleikurinn ríki á heimilinu og fólk standi saman en sé ekki að gera einfalda hluti flókna.Leyfum ástinni að vaxa og verum til staðar fyrir hvert annað.Ef við fullorðna fólkið stöndum okkur vel í því þá læra börnin okkar góða siði.

Ekki meira að sinni,því þvottavélin bíður mínSmile

        Gangið á Guðs vegum!

                                  Halldóra.


mbl.is Vilja húslega karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2009
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband