Fylgjast með brotum úr ómerktum bílum.

Sælt veri fólkið!

Gott mál.Ég er ein af þeim sem nota alltaf stefnuljósið.Man meira að segja eftir að gert var grín af því að ég notaði það í hverri beygju.Ætla ekki að fjalla meira um mig sjálfa.En segi bara gott hjá löggunni.

Svo er annað að boðorðin 10 eru líka reglur til að fara eftir!

Hafið það gott og Guð veri með ykkur!

Kv. Halldóra.


mbl.is Fylgjast með brotum úr ómerktum bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðu orðin.

Blessuð og sæl !

Rósagarður er með því fegursta sem Guð hefur skapað hér á jörð.
Þú ert rós!
Öll þau sem þér þykir vænt um eru eins og rósagarður.
Fallegri en allar rósir eru góðu orðin og versin frá Guði.

Þú hefur stórt hlutverk í dag!

Guð blessi þér daginn!

Halldóra.


Fryst lifandi til að viðhalda fegurðinni.

Sælt veri fólkið!
Gott fólk við erum sérhönnuð hvert og eitt af Guði.Og fyrst svo er þarf ekki að leggja alveg svona mikið á sig.Holt og gott mataræði,hreyfing og nægur svefn er allt sem til þarf.Og trúið mér við erum ekki alltaf tuttugu ára!
Á samt eftir að sjá að daman láti verða af þessu.
Ekki er öll vitleysan eins,þó hún sé svipuð!

Kærleiks kveðjur úr Garðabæ

Halldóra.

Ps: Leynivopn allrar fegurðar er að brosa!


mbl.is Fryst lifandi til að viðhalda fegurðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar

Góðan dag!
Hér er skemtileg en áhrifarík saga sem ég ætla að deila með ykkur í dag.

Ungur maður var að tala á úti amkomu.Þá kom háðfugl til hans og sagði"Maðurinn sem fann upp gasið hefur gert meira fyrir mannkynið en Kristur"
Ungi predikarinn var ekki viðbúinn að svara svo að fólkið fór að hlæja að honum.En þá gekk einn áhorfenda fram og mælti:"Auðvitað hefur maðurinn rétt til þess að hafa sína skoðun.Þegar hann liggur fyrir dauðanum byst ég við að hann sendi eftir forstjóra gas stöðvar til að biðja hann um hjálp.En ég veit hvað ég ætla að gera.Ég ætla að senda eftir kristnum manni og biðja hann að lesa fyrir mig fjórtánda kapitula Jóhannesar guðspjalls"

Kæru vinir! Leggjum líf okkar í Drottins hendur.Felum honum líf okkar,svo við missum ekki af þeirri blessun sem hann á fyrir líf okkar.

Guð blessi þig!

Halldóra.


Ísland baðað sól

Komið þið sæl og blessuð!
Eftir alla rigninguna kom sól og hiti í gær og okkur er lofað góðu veðri hér sunnan lands á morgun.Hitinn hjá mér fór í + 23° í gær og ég hugsaði með þakklæti til himnaföðurins.Okkur er líka sagt að D vítamín sé gott fyrir okkur, og eins og við vitum færir sólin okkur hluta af því.En mest af öllu þörfnumst við Drottins!
Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt annað veitast yður að auki!

Drottinn blessi þig!

Halldóra.


mbl.is Ísland baðað sól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2011
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband