11.9.2008 | 11:02
Fyrir konur
Góðan dag!
Mig langar til að benda ykkur konum á yndislega samveru,þar sem við ætlum að koma saman ,bara konur! Það er Aglow í Garðabæ! Við byrjum með að fá okkur kaffi og eitthvað gott með, síðan verður
yndisleg samveru stund,þar sem við syngjum fallega og uppbyggjandi söngva, hlustum á Guðs orð, og eigum skemtilegt samfélag saman.Tími ekki að segja frá öllu ,það verður að vera eitthvað spennandi,
sem ekki má segjafrá.Sjálf er ég full tilhlökkunar að hitta ykkur, og kvet ykkur að koma.
Við erum í skátaheimilinu Jötunheimar við Bæjarbraut og byjar kl.20
Konur! Þið megið ekki missa af þessu!
Og hér er smá fyrir karlana! Kvetjið konur ykkar til að koma!
Drottinn blessi ykkur öll og styrki Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 21:31
Þjónninn.
Goðan dag!
Nú er vetrar starfið á öllum sviðum að fara í gang,þar á meðal kristilega starfið.Þá fór ég að hugsa um
það út frá kristinni skylgreiningu, að það er eiginlega kvöð og skylda að nota líf okkar til að hafa áhrif á og bjarga lífi annara .Kristur sendir okkur út í heiminn með ljós lífsins, sem er trúin á hann, og okkur ber að gefa öðrum ljós til þess að þeir rati inn á veginn til hins eilífa lífs með Drottinn Guð í broddi fylkingar.Rík hans þarf þjóna til að bera þetta ljós áfram. Sjálf þrái ég að vera góður þjónn Jesú Krists.
Ég þrái að hrífa aðra með mér inn á veginn með Jesú.Ég þrái líka að annað fólk kynnist Jesú, og ef ég get orðið að liði þá er ég ánægð.ég hef séð fólk breytast við að opna hjarta dyr sínar fyrir Jesú.Það kom tilgangur í líf þess.Og sá sem á Drottinn Jesú í sínu hjarta, á líf í fullri gnægð. Eiginlega tilgangsríkt líf!
Og ef þú ert sá sem einnig villt þjóna til annarra í Jesú nafni, en finnur fyrir vanmætti ,eru hér uppörfunarorð , mátturinn fullkomnast í veikleika!
Það þarf kanski ekki mikið annað en kærleiksríkríkt bros,handtak eða faðmlag. Þá berð þú ljós himinsins til annara.En eitt er víst að ríki Guðs þarf á fúsum þjónum að halda!
Svo ef þú getur einhverra hluta ekki þjónað , með því að fara og vera verkamaður, er til afar mikilvægt embætti og það er fyrir bænin.Án hennar er ekki hægt að starfa.Við verðum að biðja Guðs heilaga anda að vera okkur styrkur og stoð , svo allt gangi upp.Bænin er eins og kraftur hins starfandi mans/konu, í ríki Guðs.
Besti undirbúningur hins trúaða firir þjónustu er er að vera hlyðinn og byrja strax að þjóna með hæfileikum sínum.Eins og sundmaður sem stígur út í vatnið og æfir sig stöðugt, verður maður leikinn í listinni. Verum fús að þjóna í ríki hins himneska konungs!
Þar til næst,Guð veri með ykkur
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2008 | 12:05
Merkis dagur 6. september
Guð gefi ykkur góðan dag,kæru vinir!
Dagurinn í dag er sérstakur hjá mér, því við hjónakornin eigum 22 ára brúðkaups afmæli í dag.
Man ekki eftir mörgum laugardögum ,sem bera uppá þennan dag,það getur þó vel verið.Merkilegur og góður dagur í okkar lífi.
Annað merkilegt sem ég vil minnast á hér,og það er að ég hef verið að lesa sæluboðin úr fjallræðu Jesú í 5 kafla Matteusarguðspjalls.Hef verið að lesa þetta sama efni í enskri Biblíu,og með því að gera það þá fær maður allt aðra dypt í þennan texta, og hvað þau þyða fyrir okkur.Ég er reyndar með Amplified Bible, sem útskyrir vel og víkkar sjóndeildar hringinn.Þar er notað orðið Blessed, sem mér finnst eiginlega vera betra orð.Því þetta orð þyðir í raun yfirflæði, ef ég skil það rétt. Og hver vill ekki vera í yfirflæði frá himni Guðs? Og þar sem stendur sælir eru fátækir í anda,því þeirra er himnaríki.Stendur,
for theirs is the kingdom of heaven! Við að lesa þetta á enskunni opnaðist fyrir mér hversu mikil blessun og auðleggð drottinn á fyrir okkur.
Kann ekki við að færa inn færslu á ensku,en bendi ykkur á að lesa þetta á ensku til samanburðar.
Drottinn blessi ykkur öll, og úthelli yfir sín börn yfirflæði frá himni Guðs!
Ætla að halda uppá daginn í rólegheitum , og hvíla undir blessandi höndum hans.
Þar til næst Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2008 | 16:09
Gamall sumarbústaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 12:57
Einstakur maður.
Einstakur maður
Einstakur og vel af Guði gerður,
einstaklega hlylegur
hendurnar grófar, en
handtakið þétt.
Einstaklega falleg augu,
ástrík, umvefjandi og skörp.
Einstaklega gefandi og spaugsamur.
Einstakt bros,
Endurspeglar kærleik og góðvild,
einstakur vinur
traustur og sannur .
Einstakur maður.
Er þetta kanski þú?
Brosum til hvers annars,þá líður öllum svo vel!
Þar til næst Halldóra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 79761
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar