Segið sannleikann.

Góðan dag! 

Í dag liggur mér þetta á hjarta:

Segið  sannleikann hvert við annað  og fellið dóma af sanngirni og velvilja í hliðum yðar.Enginn yðar ætli öðrum illt í hjarta sínu og fellið yður ekki við meinsæri.Allt slíkt hata ég segir Drottinn.

Góð orð og verð þess að farið sé eftir þeim.

 

Í friði og kærleika Krists,

 

        Halldóra. 


Að loknum kosningum

Heil og sæl!

Núna að loknum kosningum og viðræður formannanna eru í gangi, og við vitum ekki en hvað verður.Þá set eg efst á óskalistann að við tölum ekki illa um þau sem koma til með að styra landinu úr Alþingishúsinu.Við þurfum eitthvað annað en það,það er ábyggilegt.Og á óskalista númer tvö að við rökkum þau ekki niður sem voru við stjórnvölinn.Þeim ber að þakka.Og mér finnst ekki við hæfi að gera lítið úr því sem þau reyndu að gera.Verum jákvæð!

Og núna þegar það er allt einhvernvegin óskrifað blað,og loforð voru látin falla í kosningunum vonum við og biðjum að það verði hægt að efna loforðin! en eitt veit ég að þau sem eru að fara sem fulltrúar okkar inn á þing og í ráðherra stólana þurfa eitt umfram annað:Fyrirbæn okkar! Því það er jú einu sinni svo að allt er í hendi hans, og við meigum ekki víkja af hans leið.Því það er gæfuleiðin! Verum kristin! Verum biðjandi þjóð!

                       Bestu kveðjur og blessunaróskir!

 

                                      Halldóra. 


HUgleiðingar um þingvelli

Komið þið sæl!

Mig langar aðeins að leggja orð í belg varðandi aðkomu á Hakið á Þingvöllum. Kem þar reglulega yfir sumartímann, og fyrir um tveimur árum með erlenda ferðamenn.Það var á einum af þessu hlýju og fallegu dögum.Það var varla þverfótað fyrir rútum, sem í sjálfu sér er allt í lagi en það komust varla aðrir að.Svo var þarna stöðugur straumur á salernin, og það þurfti að borga eihverjar krónur fyrir að kasta af sér vatni. Útlendingarnir sem voru með okkur sögðu að miðað við biðraðir á salernin,þá kæmi að því að herrarnir færu bara út í móa, og fljólega yrði lyktin hræðileg.Þessi saga kom í hug minn við að lesa um þrengslin á Hakinu.Þingvellir er ekki bara túrista staður,þeir eru staður sem okkur ísalendingum finnst hvað vænst um.Í mínum huga eru Þingvellir sælu reytur! og við viljum öll að staðurinn sé til sóma.Við viljum að hann sé til sóma fyrir okkur sjálf, og við getum komið þar til að njóta náttúruperlunnar jafnt vetur sem sumar.Auk þess er gaman að geta boðið útlendingum  að koma  á þennan stað og notið norðurljósanna og stjarnanna á veturna  og fegurðar landsns yfir sumarið.Þá þurfa þessi atriði að vera í lagi,öruggt og stærra bílaplan svo lögregla og sjúkrabílar geti komist fljótt að ef á þarf að halda.Og salernis aðstaða til fyrirmyndar svo við þurfum ekki að eiga von á því á góðviðris dögum að við verðum að halda fyrir nefiðWink. Svo vildi ég gjarnan að það yrði eitthvað gert í því að efla þennan svokallaða skóg.Maður keyrir gegnum  skóginn og sér að það þarf að gera eitthvað róttækt til að gera hann fallegann.Veit reyndar að skógurinn er friðaður,en það gengur ekki að láta hann verða að engu þessvegna.

Læt þessa þanka mína duga  í bili. Stöndum vörð um þessar þjóðar gersemar!

 

                                     Halldóra Ásgeirsdóttir. 


Blessuð blíðan - eða þannig

Góðan dag!

Það kom að því að veðrið breyttist hér  sunnanlands.Það gat varla verið að við slippum algjörlega.En maður þakkar samt þessa góðu daga sem hafa verið,það gerir allt einhvernvegin allt svo miklu léttara.

En það  er nú ekki lengra en svo að um sl.helgi sá ég að gras hafði vaxið upp með húsinu hér og milli stéttanna hvann grænt.En svona er nú veðrið á Íslandi í dag!

Ég hafði ákveðið að gera ymislegt í dag,en það verður bara inni dagur,sem er svo sem ekkert slæmt.En þið hin sem verðið að vera á ferðinni búið ykkur vel,svo þið fáið ekki kvef og börnin í eyrun.

Það allra besta er að fela síðan Drottni öll sín mál og biðja hann að vera með sér og sínum hvar sem við förum!

           Guð blessi Íslenska þjóð!

                                          Kveðja og blessunaróskir til ykkr allra!

                                                      Halldóra. 


mbl.is Skólar opnir og börnum haldið inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegur sálmur

Komið þið sæl!

Hér er gamall fallegur sálmur.

Heyr,nú kallar Herrann Jesús

hver vill fara og vinna mér?

akrar hvítir allir standa

Uppskeran í hönd því fer

Indæl laun hann öllum byður

Og hann kallar nú á þig.

Hver vill glaður honum svara

"Hér em eg,send mig,send mig?

 

Yfir höf ef ei þú getur

Út í heiðin farið lönd.

Nóga heiðni er nær að finna

Nábúunum réttu hönd.

Stórt ef ei þú gefið getur

gef sem ekkjan forðum smátt.

Verkið minnsta er vinnurðu honum .

Virðir Jesús dyrt og hátt.

 

Þótt ei talir eins og englar.

Eða Páll á fyrri tíð,

Orð þín lyst fá elsku Jesú,

Er hann dó fyrir sekan lýð.

Ef með dunum dómsins hörðum

Dauðans þræl ei skelft þú fær.

Litlu börnin leitt þú getur

Líknarfaðmi Jesú nær.

 

Engann lát þú af þér heyra

Ekkert verk er handa mér.

Meðan sálir deyja dyrar

Drottinn kallar eftir þér.

Að því starfi gakk með gleði

Guð sem leggur fyrir þig.

Herm þú skjótt er herrann kallar.

"Her em eg,send mig,send mig" 

 Daníel March. - Lárus Halldórsson (eldri) 

 

   Uppskeran er mikil verkamennirnir fáir,biðjið því Herra uppskerunnar að senda verkamenn

    til uppskerunnar!

                                Halldóra. 

 


Léttur kvöldmatur

Komið þið sæl!

Var með þennan spaghettí rétt í gærkvöld sem gerði lukku.Ætla þessvegna að setja uppskriftina inn hér.

280 gr spaghettí soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka

1 breéf brauðskinka

1 - 2 laukar

sveppir niðurskornir ca 4 - 5

tómatsúpa

smjörlíki til steikingar

2 matsk.hveiti 

Steikja sveppi og lauk þar til laukurinn verður mjúkur ,þá er hveitið sett út í og hrært í ,súpunni helt yfir og hrært.

Spaghettíið  sett í botn á fati og jukkinu helt yfir.

Borið fram strax.

Ef fólk vill þá má bera fram brauð eða salat.

Best að drekka vatn með!

                                 Njótið vel! 


Hugleiðingar að kvöldi dags

Gott kvöld!

Ætla að hætta mér á hálann ís og tala örstutt um það sem í dag kallast samkynhneygð.

Oft er talað til þeirra sem eru samkynhneygðir með fyrirlitningu og þeir dæmdir hart.

Hef heyrt fólk tala svo illa og neikvætt um samkynhneygða að mér hefur liðið hálf illa.

Því hvað sem  fólki finnst,þá er þetta fólk alveg eins og við sem erum gagnkynhneygð og hefur sínar tilfinningar,langanir og þrár.Ætla ekki að tala neitt um læknisfræðilegu hliðina á þessu,enda ekki á mínu valdi að gera það.En mér er ofarlega í huga  vers úr heilagri ritningu sem er svona:Allir hafa syndgað og skortir Guðs dyrð! Held nefnilega að ymsir sem eru samkynhneygðir þráir djúpt og innilegt samfélag við Guð,alveg eins og ég geri.Og Drottinn Guð sagði sjálfur:"Komið til mín allir,þér sem erfiði og þungar byrðar berið og ég mun veita ykkur hvíld. Ég hef þá trú að Drottinn lýti á hjartað meðan mennirnir horfa á útlitið.Og svo annað vers úr bókinni góðu:Öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að vera Guðs börn.

Svo er önnur hlið á sama peningi og það er að ég tel að margir samkynhneygðir halda að kirkjan í heild sinni fyrirlíti þetta fólk.En mín reynsla er að lang,lang flestir tala með hlýhug og virðingu um samkynhneygða þó einhverjir  hafi verið stórorðir.Og okkur væri það gleði ef  samkynhneygðir kæmu í kirkju til að lofa Guð með okkur.Og Guð á erindi við okkur öll.

Ég er þannig gerð að ég held að allir hafi eitthvað gott fram að færa með lífi sínu. Og ég trúi því að  hver sá sem nefnir nafnið Jesús  og trúir í hjarta sínu á hann muni hólpinn verða.Og bænin er fyrir okkur öll! Það stendur á einum stað í Guðs orði að Jesús sitji  við hlið föðurins á himnum og biðji fyrir okkur!Hann biður fyrir þeim sem á hann trúa. Og Guð er náðugur Guð! Hann fyrirgefur syndir!

Ef einhver er fjötraður í synd,þá vil ég minna á að  það er hjálp að fá hjá Jesú!

Dæmið ekki svo þér verðið ekki sjálfir dæmdir.Ef við þekkjum boðskap Biblíunnar sjáum við að elska Jesú er svo stókostleg!

  friður Guðs sé með okkur öllum!

                            Halldóra. 


Gott inn í daginn.

Góðan dag!

Hér er lítil vísa úr Bænabókinni eftir séra Karl Sigurbjörnsson.

Í náðarnafni þínu

nú vil ég klæðast,Jesús.

Vík ég að verki mínu

vert hjá mér,Jesús.

Hjarta hug og sinni

hef ég til þín,Jesús.

Svali sálu minni

sæta nafnið Jesús,

ég svo yfirvinni

alla mæðu,Jesús,

bæði úti og inni

umfaðmi mig Jesús.

Amen. 


Súkkulaðikaka með þykkri súkkulaðisósu

Gott kvöld!

Mæli með  því að við bökum þessa fyrir fjölskylduna Smile það mun gera alla glaða!

Og hvaða mamma vill ekki gleðja fólkið sitt?

 

Njótið vel! 


mbl.is Súkkulaðikaka með þykkri súkkulaðisósu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing dagsins .

Góðan dag!

Hér er stutt hugleiðing á sunnudagsmorgni.

Vona á Drottinn,ver öruggur og hugrakkur já, vona á Drottinn. Sálm 27,14

Lærðu þolinmæði og að bíða auðmjúkur eftir Drottni.Hans tími kemur líka þótt allt bendi til þess að hjálp hans láti á sér standa.Hún kemur þegar tími hans er kominn, og hans tími er ávallt rétti tíminn.Treystu því að hjálp Guðs berist aldrei of seint,því hann elskar þig.Á meðan þú bíður í þolinmæði færðu að reyna kraft hans sem mun leiða þig í gegnum erfiðleikana.Óþolinmæði,hugleysi,og efi tefur fyrir hjálp hans.

Drottinn blessi þér daginn!

Kærar kveðjur

Halldóra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 79581

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband