13.1.2008 | 17:01
Ný flík
Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkvun, góðvild, auðmykt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum.Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður svo skuluð þér og gjöra.
Drottinn Guð þráir að fela þér kærleiks hlutverk í dag!Værir þú til í að syna einhverri þurfandi manneskju meðaumkun í dag? Værirðu til í að syna einhverri þurfandi manneskju meðaumkun og hlýju? Eða góðvild? Gætirðu auðmykt þig, ef á þarf að halda og synt hógværð og langlyndi?
Ertu til í að biðja fyrir þeim sem erfitt er að umbera? Eða fyrirgefa? Það er kanski erfiðast.Þetta hlutverk gæti Drottinn kallað þig til að vinna, í dag!
Ertu tilbúinn til þess? Biblían kallar þetta að vera klæddur elskunni.Við ættum daglega að klæðast þeirri flík, og vera verkfæri Drottins, og miðla kærleika og byrtu Guðs góða heilaga and alltaf allar stundir.
Guð blessi ykkur í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 07:06
Boðorðin 10
Góðan dag!
1. Ég er Drottinn Guð þinn
þú skalt ekki aðra guði hafa.
2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins
Guðs þíns við hégóma.
3. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.
4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.
5. Þú skalt ekki mann deyða.
6. Þú skalt ekki drygja hór.
7. Þú skalt ekki stela.
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni
gegn náunga þínum.
9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns,
þjón, þernu, fénað eða nokkuð það,
sem náungi þinn á.
Boðorðin 10 voru okkur gefin til þess að við sköðum okkur ekki!
Kær kveðja til ykkar allra Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 07:44
Gömul minning
Góðan dag gott fólk!
Gamalt atvik hefur verið svo ofarlega í huga mínum undanfarna daga.
Hef líklega verið um sex ára þegar þetta gerðist.Þannig var að á hverjum sunnudags morgni fórum við sistkynin í sunnudagaskóla, en stundum var sunnudags steikin ekki tilbúin þegar við komum heim.Þá fór pabbi stundum með okkur sistkynin í bíltúr til að stitta biðina.Oftast var farið niður á höfn, að skoða skipin. Þá var líka öðruvísi umhorfs þar, en er í dag.Eitt skiptið vildi pabbi endilega fara út úr bílnum og
ganga út á bryggjuna.Ég tók það ekki í mál, sagði að þyrði það ekki, gæti dottið niður litlu raufarnar á bryggjunni.Samt voru þar risa vörubílar, auk annarra.En ég sá fyrir mér að ég ditti niður raufarnar, og harðneitaði að koma út.En þá gerðist það,sem festi þessa minningu svo í huga mér.Pabbi rétti fram lófann sinn og sagði: Dóra, sjáðu lófann minn,hann er stór og hann er þykkur og hann er hlyr, settu nú litla lófann þinn í stóra lófann minn, og ég skal leiða þig.Og en þann dag í dag man ég eftir tilfinningunni að leggja litla lófann minn í hendina hans pabba.Öryggistilfinningin var algjör.
Þannig bíður Drottinn Guð okkur að leggja líf okkar í hans hendur.það er öruggt að fela líf sitt í Guðs hendur.Alla tíð hef ég mátt halda í þessa sterku hendi Drottins.Hann hefur verið trúfastur.Það eru nokkuð margir áratugir frá því við fórum í þennann bíltúr, þó mér finnist ég ekki hafa öll þessi ár að baki! Enþá er hönd Drottins útrétt.
Guð blessi ykkur daginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 08:10
Minn frið gef ég yður
Góðan dag!
Þegar ég vaknaði í morgun kl.6, settist ég niður með handavinnu.Allt var svo hljótt, og friðurinn mikill.
Þá kom í huga mér það sem Jesús Kristur sagði: Minn frið gef ég yður!
Og ég fann í hjarta mér hvað friður er mikils virði, þegar ég sat og saumaði út.'Eg fann innra með mér
frið frá himni Guðs, það var eins og sjálfur Jesús stæði hjá mér, og kæmi með þennan djúpa frið.
Og ég trúi því að það hafi verið svona sterk nærvera hans sem fyllti hjarta mitt.
Ég á í raun margar slíkar stundir.Stundum þegar ég er úti að ganga kemur þessi ró og ÞESSI friður
sem ég fann svo sterkt í morgun yfir mig. Svo á ég í fórum mér stundir úti í sveit.Bara það að keyra
gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum um há sumar tíð, þegar landið klæðist grænni kápu, og fuglasöngurinn fyllir loftið,þá fyllist hjartað af friði sem er engu líkur, og ég nýt sköpunnar Guðs
Og svo það sem blasti við er ég leit út í morgun,hvít jörð, það minnir mig á það ,að fyrirgefning
Jesú er eins og þessi syn,maður fer úr óhreinu kápunni og fær nyja í staðin.
Ég get líka alveg nefnt það hér,hvað sum tónlist nærir og fyllir hug og hjarta, meðan önnur
ætlar alveg að gera útaf við mann.Þegar ég kveikti á útvarpinu í morgun var stillt á Lindina og þá hljómaði lag, sem heitir, á himnum, lag sem kemur alltaf með svo mikinn frið.
Ég ætla að leyfa þessu lagi að hljóma innra með mér í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2008 | 17:59
komið þið sæl
Komið þið öll blessuð og sæl!
Ég heiti Halldóra og ætla að blogga um ymislegt, sem liggur mér á hjarta.
Ég mun helst taka fyrir það sem er efst í huga mínum hverju sinni varðandi
kristna trú.Biblíuna og það sem blessar mig mest.
Drottinn blessi þig og varðveiti þig!
Drottinn láti sína ásjónu lysa yfir þig,
og sé þér náðugur!Drottinn upplyfti
augliti sínu yfir þig, og gefi þér frið!
Ég bið þess að þessi orð, styrki þig
í storm viðrum lífsins.
Nóg í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar