10.1.2008 | 07:44
Gömul minning
Góðan dag gott fólk!
Gamalt atvik hefur verið svo ofarlega í huga mínum undanfarna daga.
Hef líklega verið um sex ára þegar þetta gerðist.Þannig var að á hverjum sunnudags morgni fórum við sistkynin í sunnudagaskóla, en stundum var sunnudags steikin ekki tilbúin þegar við komum heim.Þá fór pabbi stundum með okkur sistkynin í bíltúr til að stitta biðina.Oftast var farið niður á höfn, að skoða skipin. Þá var líka öðruvísi umhorfs þar, en er í dag.Eitt skiptið vildi pabbi endilega fara út úr bílnum og
ganga út á bryggjuna.Ég tók það ekki í mál, sagði að þyrði það ekki, gæti dottið niður litlu raufarnar á bryggjunni.Samt voru þar risa vörubílar, auk annarra.En ég sá fyrir mér að ég ditti niður raufarnar, og harðneitaði að koma út.En þá gerðist það,sem festi þessa minningu svo í huga mér.Pabbi rétti fram lófann sinn og sagði: Dóra, sjáðu lófann minn,hann er stór og hann er þykkur og hann er hlyr, settu nú litla lófann þinn í stóra lófann minn, og ég skal leiða þig.Og en þann dag í dag man ég eftir tilfinningunni að leggja litla lófann minn í hendina hans pabba.Öryggistilfinningin var algjör.
Þannig bíður Drottinn Guð okkur að leggja líf okkar í hans hendur.það er öruggt að fela líf sitt í Guðs hendur.Alla tíð hef ég mátt halda í þessa sterku hendi Drottins.Hann hefur verið trúfastur.Það eru nokkuð margir áratugir frá því við fórum í þennann bíltúr, þó mér finnist ég ekki hafa öll þessi ár að baki! Enþá er hönd Drottins útrétt.
Guð blessi ykkur daginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. janúar 2008
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar