Gömul minning

Góðan dag gott fólk!

Gamalt atvik hefur verið svo ofarlega í huga mínum undanfarna daga.

Hef líklega verið um sex ára þegar þetta gerðist.Þannig var að  á hverjum sunnudags morgni fórum við sistkynin í sunnudagaskóla, en stundum var sunnudags steikin ekki tilbúin þegar við komum heim.Þá  fór pabbi stundum með okkur sistkynin í bíltúr til að stitta biðina.Oftast var farið niður á höfn, að skoða skipin. Þá var líka öðruvísi umhorfs þar, en er í dag.Eitt skiptið vildi pabbi endilega fara út úr bílnum og

ganga út á bryggjuna.Ég tók það ekki í mál, sagði að þyrði það ekki, gæti dottið niður litlu raufarnar á bryggjunni.Samt voru þar risa vörubílar, auk annarra.En ég sá fyrir mér að ég ditti niður raufarnar, og harðneitaði að koma út.En þá gerðist það,sem festi þessa minningu svo í huga mér.Pabbi rétti fram lófann sinn og sagði: Dóra, sjáðu lófann minn,hann er stór og hann er þykkur og hann er hlyr, settu nú litla lófann þinn í stóra lófann minn, og ég skal leiða þig.Og en þann dag í dag man ég eftir tilfinningunni að leggja litla lófann minn í hendina hans pabba.Öryggistilfinningin var algjör.

Þannig bíður Drottinn Guð okkur að leggja líf okkar í hans hendur.það er öruggt að fela líf sitt í Guðs hendur.Alla tíð hef ég mátt halda í þessa sterku hendi Drottins.Hann hefur verið trúfastur.Það eru nokkuð margir áratugir frá því við fórum í þennann bíltúr, þó mér finnist ég ekki hafa öll þessi ár að baki! Enþá er hönd Drottins útrétt.

               Guð blessi ykkur daginn!
 


Bloggfærslur 10. janúar 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband