Fyrirgefningin

Góðan og blessaðan daginn!

Lærisveinar Jesú báðu hann að kenna sér að biðja.

Hann kenndi þeim Faðir vorið. Og þar er bænin

Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum 

vorum skuldunautum.

Fyrirgefning er eitt af því mikilvægasta í lífinu, því

ef við lifum í ósátt við einhvern líður okkur illa og það 

kemst mein inn, sem nefnist beyskja, og beyskjan getur orðið

svo djúp að hún festir þar rætur.Og þá verður hjarta okkar 

fullt af beyskjurót, sem síðan elur af sér hatur.

Þessvegna skulum við biðja Faðir vorið, sem leiðir okkur

inn í fyrirgefningu.Og Biblían segir líka,Ef þér fyrirgefið

mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur

fyrirgefa yður. 

Svo er önnur tilvitnun í Biblíunni, sem við skulum taka mark á

og gera okkar.Ef þéruppfyllið hið konumglega boðorð

ritningarinnar: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan

þig,þá gjörið þér vel.

Og það stendur líka í Guðsorði að  hver sá sem framkvæmir

þetta mun sæll verða af verkum sínum.

Ef við gerum það ekki munum við þurfa að bera með okkur 

hjartasár, sem eru vond sár, og gróa kanski seint og illa.

Nú sjáum við betur hversu nauðsynlegt það er að fyrirgefa.

Í því er fólgið frelsi.

Kæru vinir!Notfærum okkur þetta tilboð Drottins Jesú um

fyrirgefningu, svo við getum lifað í fullkomnu frelsi og

friði.

  Nóg í dag! 


Bloggfærslur 17. janúar 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband