Boðskapur dagsins.

Heil og sæl!

Í þessum pistlum mínum hér, hef ég reynt að vera stutt orð, en kjarnyrt.

Því að ef að textinn er of langur nennir enginn að lesa.

Í dag ætla ég að tæpa á texta úr Nýja testa mentinu, sem er mjög þörf lesning okkur öllum.

 Þú skalt ekki  vinna rangan eið, en halda skaltu eiða  þína við Drottin.

Ég segi við yður , að þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því að hann er hásæti

Guðs, né við jörðina, því hún er skör fóta hans, né við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla 

konungs.Og eigi skaltu sverja við höfuð þitt, því þú getur ekki gert eitt hár hvítt eða svart.

En þegar þér talið sé já yðar já  og nei yðar nei.

Svo stendur líka þetta snilldar vers í Guðs orði:Þér hafið heyrt að sagt var,Þú skalt elska

náunga þinn, og hata óvin þinn.Ég, segi yður , og það eru orð Jesú,Elskið óvini yðar og

biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður, svo að þið reynist börn föður yðar á himni.

Og svo sagði sjálfur sonur Guðs, lærið af mér , því ég er hógvær og af hjarta lítillátur.

 Sem sé ,það gilda önnur lögmál  í hinum kristna heimi.

Hver er vitur og skinsamur yðar á meðal?Hann láti með góðri hegðun verk sín lysa

hóglátri speki.En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta, þá stærið yður  ekki

og ljúgið ekki gegn sannleikanum.Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, djöfulleg.

Því að hvar sem ofsi og eigingirni er þar er óstjórn og allls kyns böl.

En sú speki sem að  ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm,ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg , hræsnislaus.

En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa ,er frið semja .

Las þennan texta mér til blessunar í dag, og ég veit að hann verður líka til blessunar

fyrir hvern þann sem skoðar texta dagsins!

Ætla mér að koma með slíkann kjarna biðskap annað slagið!

 

            Kveð þá núna með, með þeirri fögru kveðju

                             Bless!
 


Bloggfærslur 28. janúar 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband