Minn frið gef ég yður

Góðan dag!

Þegar ég vaknaði í morgun kl.6, settist ég niður með handavinnu.Allt var svo hljótt, og friðurinn mikill.

Þá kom í huga mér það sem Jesús Kristur sagði: Minn frið gef ég yður!

Og ég fann í hjarta mér hvað friður er mikils virði, þegar ég sat og saumaði út.'Eg fann innra með mér

frið frá himni Guðs, það var eins og sjálfur Jesús stæði hjá mér, og kæmi með þennan djúpa frið.

Og ég trúi því að það hafi verið svona sterk nærvera hans sem fyllti hjarta mitt.

Ég á í raun margar slíkar stundir.Stundum þegar ég er úti að ganga kemur þessi ró og ÞESSI friður

sem ég fann svo sterkt í morgun yfir mig. Svo á ég í fórum mér stundir úti í sveit.Bara það að keyra 

gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum um há sumar tíð, þegar landið klæðist grænni kápu, og fuglasöngurinn fyllir loftið,þá fyllist hjartað af friði sem er engu líkur, og ég nýt sköpunnar Guðs

Og svo það sem blasti við er ég leit út í morgun,hvít jörð, það minnir mig á það ,að fyrirgefning

Jesú er eins og þessi syn,maður fer úr óhreinu kápunni og fær nyja í staðin.

Ég get líka alveg nefnt það hér,hvað sum tónlist nærir og fyllir hug og hjarta, meðan önnur

ætlar alveg að gera útaf við mann.Þegar ég kveikti á útvarpinu í morgun var stillt á Lindina og þá hljómaði lag, sem heitir, á himnum, lag sem kemur alltaf með svo mikinn frið.

Ég ætla að leyfa þessu lagi að hljóma innra með mér í dag! 


Bloggfærslur 9. janúar 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband