Himneskar skonsur.

Sæl verið þið vinir!

Sagan af Jesú þegar hann mettaði fimþúsund mans er sérlega heillandi.

Drottinn gerði mikið úr litlu.Mér finnst það  góð ráðsmenska. Í okkar þjóðfélagi

hefur verið alið á græðgi, og margur kann ekki að spara. 

Á fyrstu hjónabands árum okkar hér var mikið sparað, og æ síðan höfum  við

reynt að fara vel með.Ég bakaði brauðið sjálf og reyndi að vera útsjónarsöm .

Þetta gekk í mörg ár,en svo urðu heimilis menn þreyttir á að fá allt heima bakað,

svo það hefur minkað mikið.Ein er þó sú uppskrift,sem hefur fylgt mér gegnum 

langa tíð, og er alltaf jafn vinsæl, og ég baka oft til að brjóta upp.En  þessi uppskrift

er ein sú allra besta, ef þröngt er í búi.Ég er löngu hætt að mæla nákvæmlega  í hana,

set bara slatt af hverju.Þetta eru skonsur.

Nákvæmt mælt er hún svona:

HALLDÓRU SKONSUR:

3. bollar hveiti

3. bollar mjólk

3 egg ( ég nota oftast 2 egg)

3. tesk ger

 1. tesk. salt

Hrært þar til deigið er kekkjalaust,

deigið á að vera frekar þykkt.

Bakað á pönnuköku pönnu, sem er 

hituð á mesta hita, pönnuna þarf að smyrja

svo auðvelt sé að losa skonsuma.Fljótlega þarf að minka hitann.

Skonsunni er best að snúa þegar það koma loftbólur.

Baksturinn er mjög líkur pönnuköku bakstri.

Ofboðslega góðar ny bakaðar.

Það er ákveðin saga á bak við hvernig ég fékk þessa uppskrift, en hún er of löng til

að segja frá því hér. En í grunninn er hún sú að ég fékk uppskriftina í danskri eða norskri uppskrifta bók. Ég var þá að leita að uppskrift sem duga átti fyrir  rúml. fjörtíu mans, en þessi uppskrift er 

fjörar heilar skonsur , svo ég lærði að minka og stækka hana strax. Með smjöri og osti eru skonsurnar algjört lostæti.

Guð hefur oft blessað okkur hér með einföldum og góðum uppskriftum,þessi er efst á listanum.

  Verði ykkur að góðu og Guð blessi ykkur.

                                 Halldóra.

 


Bloggfærslur 24. október 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband