Málverkið

Komið þið sæl!

Fyrir mörgum árum sá ég risastórt olíu málverk,þetta málverk var öllum öðrum verkum 

ólíkt,því boðskapur þess er mér en í  fersku minni.Málverkið var af dynjandi fossi, sem streymdi af ógnar krafti.En undir þessum fossi átti lítill fugl hreiður, sem hann hafði gert í klettinum.Þar var hann öruggur,þar leið honum vel.Mér einhvernvegin datt þetta málverk í hug,þegar ég var að hugsa um hvað það er gott að eiga Jesú í þessum heimi.Heimi skarkala og óróa.Og mér kom einhvernvegin orðin úr 91 sálminum: Sá er situr í skjóli hins hæsta og dvelst í skugga hins almáttka, segir við Drottinn:Hæli mitt og háborg Guð minn er ég trúui á.Hann frelsar þig úr snöru fuglarans frá drepsótt eyðingarinnar,hann skylir þér með fjöðrum sínum,undir vængjum hans máttu hælis leita,trúfesti hans er skjöldur og vígi.Eigi þarftu að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flygur um daga,drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sykina sem geisar um hádegið.Þótt þúsund falli þér við hlið og tíuþúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín.

Kæru vinir! það gengur oft mikið á hjá okkur en þá er svo gott að geta flúið í þetta skjól sem Jesús er.Hann elskar okkur með óendanlegum kærleika! Sama hvað þér finnst um sjálfan þig,þá er Jesús til staðar fyrir þig.Hver svo sem fortíðin er ,það skiptir engu,hann elskar þig , og vill að þú þyggir fyrirgefningu syndanna.Hann vill fá að veita þér sjól í stormviðrum lífsins, og vera vinur þinn!

15 versið í þessum sálmi er svona og það eru loka orðin í dag: Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni!   Treystum þessum orðum í Jesú nafni.

         Guð varðveiti ykkur öll!

                   Bestu kærleiks kveðjur

                        Halldóra.

 


Bloggfærslur 10. nóvember 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 79758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband