20.11.2008 | 16:53
Draumurinn á Þingvöllum.
Sæl verið þið!
Ætla að setja hér inn draum sem mig dreymdi. Fannst ég standa við Almannagjá Þingvalla megin.
Hinum megin við gjána sá ég Geir Haarde og Ingibjörgu S. Gísladóttur,Geir kraup við gjána og dró upp úr gjánni furðulega hluti eins og Alþingishúsið,Stjórnarráðið og fleiri slíkar stofnanir, sem ég í draumnum gerði mér ekki grein fyrir hver eru.Svo sá ég Geir toga upp úr gjánni ymsa ráðamenn þjóðarinnar.Árna Mattiesen,Þorgerði Katrínu og Bjöörgvin G. Sigurðsson kannaðist ég vel við.Það var fleira fólk komið upp úr gjánni sem ég þekkti ekki.Svo voru einhverjir sem Geir dró upp með einhverskonar snörur um hálsinn,hann bysaði við að leysa af þessu fólki snörurnar áður en hann síðan dró þetta fólk upp.Mín megin sá ég seðlabankann í fjarska og þótti hann standa við sjóinn þar sem hann er.En mér stóð einhvernvegin stuggur af þessu ljóta húsi.Og mér þótti það vera í einhverri biðstöðu af því að einhver þar vildi fá Íslenska skjaldarmerkið á seðlabankann.Það sem ég dáðist mest að var hvað Geir var natinn við að draga allt þetta fólk og húsin upp úr gjánni,þó að honum bæri til þess engin skylda.Hann var í mjög fallegum jakkafötum með fallegt háls bindi og mér þótti hann vera með bindisnælu úr gull.Landslagið á Þingvöllum þótti mér vera líkast því að þar væri engin mannvirki,hús eða vegir.Bara íslenska hraunið með mosa breiðum og vatnið á sínum stað.
Ég er ekkert sérstaklega pólitísk því finnst mér hálf furðulegt að mig dreymi slíkan draum, og bið ykkur um hjálp til að ráða í hann.
Ég hef þó lagt mig fram um, að biðja fyrir þessum ráðamönnum og konum í þeirra starfi.
Veit að bænin megnar mikið, og við þurfum öll að biðja fyrir hvert öðru og þjóðinni í heild.
Ætla ekki að hafa þetta lengra núna, sendi ykkur mínar bestu kveðjur og fel ykkur Drottni Guði !
Gaman væri ef einhver gæti túlkað þennan draum.
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 20. nóvember 2008
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 79758
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar