27.11.2008 | 16:58
Fjársjóðurinn
Komið þið sæl!
Drottinn þurfti að spyrja Kain , hversvegna hann væri svona niðurlútur?
Og svo hélt Drottinn áfram: Ef þú gjörir rétt geturðu verið upplitsdjarfur en ef þú gerir ekki rétt þá liggur syndin við dyrnar og hefur hug á þér,en þú átt að drottna yfir henni.
Kæru vinir! Þetta er bara nákvæmlega eins í dag, syndin hefur hug á okkur,eða réttara sagt hinn illi.
Svo kemur þetta sem er svo dyrmætt og Drottinn mælti við Kain: Ef þú gerir það sem er rétt geturðu verið upplitsdjarfur.
Innra með okkur öllum er staður þar sem samviska okkar er.Og merkilegt er það að hún lætur okkur vita ef við gerum rétt eða rangt. Þessvegna ef við gerum það sem er rétt getum við verið upplitsdjörf.
Við skulum fara eftir þessu "líffæri" samviskunni, og gera það sem er fallegt og gott. Biblían segir:
Gerið öllum mönnum gott, einkum trúbræðrum ykkar og systrum. Svo sendir Drottinn okkur sem erum hans út í heiminn og segir við okkur um leið: Vertu góð fyrirmynd, stunda hið góða fagra og fullkomna.Hann hrindir okkur ekkert út og lætur okkur spjara okkur,nei okkur fylgja hlyju orðin hans : Ég er með ykkur alla daga! Svo er annað sem er líka svo gott að muna, og það eru líka orð Biblíunnar að sannleikurinn mun gera okkur frjáls!
Biblían er fjársjóður sem gott er að fara eftir og gerir okkur öllum gott. Ég kvet því alla til þess að lesa þessa bók bókanna.En það er líka gott að sækja kirkjur og kristin samfélög til þess að fá fræðslu um þetta lífsins orð. Mæli með því.
Jæja kæru vinir! Þetta nægir í dag, Guð veri með ykkur!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 27. nóvember 2008
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar