Forn Íslenskt mál.

Sæl öll!

Er með Biblíutexta úr Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar,

en hann var sá fyrsti til að þyða það á íslensku, og það sem 

merkilegt er er að hann kom þyðingunni á prent, og er það 

fyrsta bókin sem prentuð var á íslensku.Hún er vel þess virði 

að kynna sér sögu þessa mæta mans, sem hafði hjarta fyrir

íslenskri tungu og að koma orði Guðs til þjóðarinnar .

En hér kemur texti úr Filippíbréfinu 4 kafla:

Gleðjið yður í Drottni alla tíma.Og enn aftur segi ég:

Gleðjið yður.Yðra umgengni látið kunna vera öllum mönnum.

Drottinn er nálægur. Syrgið ekki, heldur látið yðra bænir í öllum

hlutum í bænahaldi og ákalli með þakkargjörð fyrirGuði kunnar

verða.Og friður Guðs, sá hærri er öllum skilningi,varðveiti

yðar hjörtu og hugskot í Kristo Jesú. 

Svo endar þetta bréf á svo skemtilegan hátt:

Heilsið öllum heilögum í Kristo Jesú.

Yður heilsa þeir bræður sem eru hjá mér.

Yður heilsa allir bræður, sérdeilis þeir af keisarans húsi.

Náð vors Drottins Jesú Kristi sé með yður öllum.Amen 


Bloggfærslur 1. febrúar 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband