22.5.2008 | 08:23
Þvotta klemmurnar.
Heilsa ykkur öllum með mikilli virðingu og kærleika!
Fyrir um30 árum vann ég í Kaldárseli við Hafnarfjörð, á sumrin með börnum í sumarbúðum þar.
Mér líkaði starfið vel,góðir krakkar og hrjóstrugt umhverfi.Merkilegt til þess að hugsa að þar var ekkert rafmagn,og allt gert uppá gamla mátan.Nema hvað að stundum þurfti að þvo lök, sem höfðu blotnað yfir nóttina,þá kom það í okkar hlut stúlknanna sem unnu þar að þvo lökin, síðan voru þau hengd út í snúru.Og þar sem það skipti máli að lökin þornuðu yfir daginn, var mjög gott ef það var vindur, sem sæi um að þurrka þvottinn.Svo var stundum hengt út í hávaða roki, og það var kallaður fátækra þurkur eða þerrir hér á árunum áður.Ég ætla ekki að ræða um það núna.Ég ætla aðeins að segja ykkur frá þvottaklemmunum sem héldu þessu taui,á hverju sem gekk.Ég hugsaði oft með mér hvað þessar klemmur væru sterkar.Þær héldu þvottinum á snúrunum á hverju sem gekk! Ég er viss um að ef þvotturinn hefði losnað af hefði farið illa fyrir honum.
Stundum finnst mér eins og trúin mín sé lík þvottaklemmum.Hún er kanski lítil,en sterk.Og ég finn hvernig hún hefur bjargað mér gegn um lífið.Hún er sterk af því ég veit á hvern ég trúi. Ég veit það líka mæta vel að stundum reynir á.En þá synir afl klemmunnar, hversu mikill töggur er í henni.
Þessi líking um klemmurnar er góð þegar maður þarf að minna sig á, og þegar á reynir í henni versu!
Ó, Guð, vertu mér náðugur,því að ég treysti þér.Ég vil leita skjóls undir vængjum þínum uns storminn hefur lægt.Ég hrópa til Guðs hins hæsta, sem leysir öll mín mál. Hann sendir mér hjálp frá himnum, og frelsar mig vegna elsku sinnar og trúfesti! Sálm 57.
Treystum Drottni undir öllum kringumstæðum! Líka í dag!!
Blessun frá augliti Guðs til ykkar allra!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 22. maí 2008
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar