Ekki búin að jafna mig.

Sælt veri fólkið!

Eg stend sjálfa mig að því ítrekað hvað ég hef sterkar skoðanir á mönnum og málefnum.

En hitt er að ég held að ég sé enginn þrasari, og blanda mér þess vegna ekki í þjóðmála umræðuna.

Svo er annað, ég hef mjög sterkar skoðanir á barna uppeldi.Ekki af því að mér finnist illa farið með

íslensk börn. Nei, því upp til hópa líður þeim flestum vel.En ég tel að það sé ein besta uppeldis aðferð

sem til er að sýna börnunum kærleika og tala við þau.Ekki öskra!

Ég varð nefnilega vitni af samskiptum móður og dóttur í gær.Og það get ég sagt, að ég er ekki en búin að jafna mig.Stelpan hefur verið um fimm ára aldur.Þegar þær koma inn í verslunina, þá byrjar sú stutta að garga og góla, og mamman sendi hana út.Þar tók ekki betra við enda yfirbyggt torg þar, og  stelpan hélt áfram öllum til ama. Hún gargaði af lífs og sálar kröftum.Svo kom mamman,þá tók nú ekki betra við.Hún danglaði í krakkann sem grenjaði bara miklu meira, togaði í handlegg barnsins og strunsaði í burtu.Og eftir sat stelpan nokkra stund  en hljóp síðan ´grátandi  í áttina sen móðirin fór.Ég er alveg viss um að,mamman hefði getað  komið í veg fyrir þetta allt með því að beigja sig niður að barninu og tala við hana. Kanski var barnið erfitt og kanski mamman illa stillt?

Drottinn Guð er sá sem sér okkur börnunum hans fyrir lífs reglum.Það eru boðorðin 10. Og þau voru sett til þess að við sköðuðum okkur ekki.Þið vitið náttúrulega öll hvernig mennirnir eru,fara ekki eftir reglum!Meira að segja ekki eftir umferðar reglum! ef allir færu nú eftir þessum boðorðum,þá væru margir betur staddir í lífinu. Ég ætla ekki að vitna hér í neitt boðorðanna, en það væri nú ekki úr vegi að við  litum sjálf í okkar boðorða spegil,og spyrðum okkur sjálf.

Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá!

Læt þetta duga í dag.       Halldóra. 


Bloggfærslur 23. maí 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband