28.6.2008 | 21:32
Jón Ásgeir og Baugur
Sæl öll!
Ef ég hef nokkurntíma séð og heyrt um sorgleg mál, sem hafa verið í þjóðfélagsumræðunni,þá er það þetta svokallaða Baugs mál.Það þarf ekkert að fjölyrða um þetta allt, sem á undan er gengið. en hjarta mitt hefur verið hjá þessu fólki sem í hlut á og hafa verið órétti beitt,þeim Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans.Fyrir mína parta hef ég haft þau á mínum bænalista í þessum hremmimgum, og beðið Drottinn Guð að vera þeim styrkur og stoð í þessum átökum.Og ef vera skildi að þau lesi þessi orð sendi ég þeim mínar allra hlyjustu kveðjur.Mér finnst ég vera þeim feðgum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi
í Bónus virkilega þakklát fyrir að opna Bónus verslanirnar,þær hafa komið mér vel! Og ég blessa þetta fólk sem að þessum verslunum standa, og ekki veitir af.
Jón Ásgeir hyggst flytja úr landi einhver af íslensku félögunum sínum. Sjáið nú til, honum er ekki vært hér á sínu eigin landi.Hann hefur verið fangi hér í sex ár, eins og hann segir.Og ég hef kviðið þessari stundu að nú færi hann með allt sitt.Mér finnst þetta allt saman þvílík skömm. Og hvað getur maður sagt? Ég sendi honum og hans yndislegu konu mínar allra bestu kveðjur og fel þau Guði.
Halldóra Ásgeirsdóttir.
![]() |
Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.6.2008 | 17:00
Merkileg orð
Heil og sæl!
Hér eru nokkur orð úr Síraksbók 2:-3
Haltu þér fast við Drottinn og vík eigi frá honum
og þú munt vaxa af því um síðir.
Tak öllu sem að höndum ber
berðu þjáningu og neyð með þolinmæði.
Eins og gull er reynt í eldi
þannig eru þeir sem Drottinn ann
reyndir í deiglu þjáningarinnar.
Treystu honum og hann mun taka þig að sér
gakk réttan veg og vona á hann.
og hér eru nokkur vers til viðbótar úr sama kafla vers 7 og næstu
Bíðið miskunnar hans
snúið eigi frá honum svo að þér fallið.
Þér sem óttist Drottinn, treystið honum
hann mun eigi láta laun yðar bregðast.
Þér sem óttist Drottinn, væntið góðs
eilífrar gleði og miskunnar.
Hugsið til genginna kynslóða og gætið að:
Brást Drottinn nokkrum sem treysti honum?
Yfirgaf Drottinn nokkurn sem treysti honum?
Yfirgaf Drottinn nokkurn sem óttasðist hann?
Hver ákallaði Drottinn og hlaut ekki áheyrn?
Náðugur og miskunnsamur er Drottinn
hann fyrirgefur syndir og og bjargar á neyðarstundu.
Merkileg orð og verð þess að skoða þau.
Kveð í þetta sinn og bið föður okkar á himnum að vera með ykkur öllum!
Halldóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. júní 2008
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar