Biblíuþyðingin.

Heil og sæl!

Ég lenti í  óþægilegri aðstöðu fyrir stuttu um nyju þyðingu Biblíunnar.Viðmælandi minn hélt því fram að engar breytingar hefðu verið gerðar.Það var sama hvað ég syndi fram á í þeim efnum, viðmælandanum var ekki haggað.Og sagði meira að segja, að fyrst séra Sigurður Pálsson, hefði komið að þyðingunni væri öruggt að hann hefði passað uppá þetta allt.Svo flétti viðmælandinn uppá Matt. 7:7 í nyju þyðingunni, sem ég á, og sagði, óbreytt! Ég sleit samtalinu fljótlega enda ekki til neins að þrasa um

þetta.Ég hef nefnilega lagt mig fram um að kynna mér breytingarnar.Og ég held að þeir sem kunna og lesa þessa góðu bók,finni mest fyrir þessum breytingum.Ég ætla ekki að setja út á neitt, en ég finn hvað ég er tilfinningalega tengd,eldri þyðingunni.Sú Biblía sem ég á og hef notað frá því hún kom út

er orðin mjög þvæld og auðvitað löngu farin úr kápunni,en ég er henni bara svo handgengin.Og ég veit að ég verð að taka þessa  nyju í sátt fyrr en seinna því ekki er í boði að fá þessa gömlu.Mér finnst bara óþæginlegt að hafa viðauka bækurnar  inni í miðri Biblíunni.Betur hefði farið að hafa þær aftast.Hitt er að ég er að glugga í þessar nyju bækur, en mér finnst sumar minna mig á frásagnir úr

gamlatestamentinu,þungt og sein lesið efni, en samt ég ætla að komast í gegnum þetta allt.Sem unglingur setti ég mér það markmið að lesa alla Biblíuna yfir á hverju ári, og það gerði ég í mörg ár.

Og núna er ég svo tengd henni, að ég verð að taka mig á. Sumir hafa lyst því yfir að þeir ætli ekki að kaupa né lesa þessa nyju þyðingu.Það verður bara hver að ákveða fyrir sig. Svo er annað sem ég sakna verulega mikið og það er neðanmáls uppfletti textinn.Það var gott að hafa hann, sérstaklega þegar maður var að kafa ofan í texta.Hann hjálpaði oft,þó hann væri ekki fullkominn.

Hér ætla ég að setja inn texta úr Jesaja 41:10,sem er lítillega lagfærður ,og verður bara sterkari fyrir bragðið:Óttast eigi því ég er með þér,vertu ekki hræddur því ég er þinn Guð.Ég styrki þig, ég hjálpa þér,ég styð þig  með sigrandi hendi minni!

Svo er annar texti í fertugasta kaflanum vers 28,það er einhvernvegin farin tilfinningin, sem var.

Er þetta ekki skrytið með tilfinninguna? Innihaldið er hið sama en,er einhvernvegin orðin svo bókmenntaleg.Hér er textinnVeistu ekki, eða hefur þú ekki heyrt að Drottinn er eilífur Guð, sem skapaði endimörk jarðar?Hann þreytist ekki,hann lygist ekki viska hans er órannsakanleg.Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt.Ungir menn þreytast og  lygjast, æskumenn hnjóta og falla en þeir sem vona á Drottinn fá nyjan kraft,þeir fljúga upp á vængjum sem ernir,þeir hlaupa og lygjast ekki,þeir ganga og þreytast ekki.

Kvet okkur hina kristnu að vera vel að okkur í orði Guðs,það er pínu vinna, ég veit það, en gerir

okkur ríkari í samfélaginu við Drottinn.Skoðið endilega Jesaja 40og 41.

 

     Nóg í bili um þetta efni,en lesið orð Guðs ykkur til blessunar!

 

                          Kær kveðja

                                                 Halldóra.
 


Bloggfærslur 4. júní 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband