Prófaðu þetta!

Heil og sæl mínir kæru lesendur!

Eitt af því sem Jesús sagði á sínum jarðvistar dögum var: "Frið læt ég yður eftir minn frið gef ég yður.

Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Mér varð einhvernvegin hugsað til þessara orða í morgun.

Af því að ég held að margir finni til friðleysis innra með sér,jafnvel þó þeir tali aldrei um það, og allt lítur út fyrir að vera í stakasta lagi .En það er til bót á þessu ástandi.Hún er að meðtaka þann frið sem Drottinn Jesús  einn getur gefið.Af því að friður Dottins er æðri öllum skilningi! Og ég kem með þennan pistil um þennan frið núna, af því að þú mátt ekki missa af honum! Friður þessi er fyrir alla. Þig líka!

Við getum verið í því ástandi að það sé mikill ófriður allt í kringum okkur, en sá sem á trúna á Jesú á

þennan frið sem er æðri öllum skilningi innra með sér,og það gerir allt miklu léttara.Í þessu er þessi æðri öllum skilningi" friður fólgin. Allir geta öðlast þennan frið, og hann fæst á einfaldan og ódyran hátt , með bæn! Segði bara í bæn til Jesú, ég vil meðtaka þennan frið frá þér, inn í hjarta mitt.Og ef þú meinar þessa bæn og biður hana reglulega, mun friður hans streyma til þín,örlátlega.

Og það er svo merkilegt að þessi sérstaki friður frá himni Guðs hefur áhrif á allt líf okkar.

Og ef þér finnst betra að tala við Guð, á hressilegan hátt,þá tekur hann því vel þó þú segir:" Jæja Guð, nú þarf ég þennan frábæra frið frá þér inn í líf mitt,gefðu mér hann" Og vittu til þú færð það sem þú biður um , ef bænin er sönn og einlæg.Prófaðu bara! 


Bloggfærslur 7. júní 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband