Utanbókar lærdómur

Góðan dag!

Hef verið að hugsa um hvað við mannfólkið erum dugleg að muna, og kunna utanbókar.það eru ymsir hlutir geymdir í minni okkar, og þangað getum við sótt það sem er" í geymslu " hjá okkur.

Ég kann fullt af ljóðum og versum utanbókar, og meira að segja kann ég helling utanað úr Passíusálmunum, og það er svo gott að hafa þessa hluti í "geymslu mynninu.Og merkilegt nokk, að ég fer nokkuð oft ofan í þennan reynslusjóð,sem ég á og næ mér í eitthvað gott til að hugsa um.

Þetta allt kom mér í hug í morgun, af því að það eru örugglega margir sem fara með morgun bænir, og gera það jafnvel hugsunarlaust.En ég tel að margar svoleiðis utan að lærðar bænir séu oft gimsteinar,

sem vert er að skoða. Eins og til dæmis þetta:

Nú er ég klæddur og kominn á ról,

Kristur Jesús veri mitt skjól.

í guðsóttanum gefðu mér,

að ganga í dag svo líki þér.

Hér er meðal annars beðið um að líkjast Kristi! Og þá kemur það sem máli skiptir,geri ég þessi orð að mínum í raun og veru? Eða fer ég með þetta bæna vers hugsunarlaust?

Þegar ég var barn var  ég þeirri gæfu aðnjótandi eiga sann kristna foeldra sem kenndu mér bænir

og bænavers, og átti ég til tölulega auðvelt með að læra utan að,bænavers og  ritningargreinar, og það hefur auðgað líf mitt ómælt. Og ég er virkilega ánægð með  þann arf sem mér er búinn þar.

Einn sálm lærði ég,sem hefur í sér fólgna visku og bendir manni á  að vera trúr í öllu manns lífi.

Trúr skaltu vera og tryggur í lund

þá mun tíðin þér hamingju flytja.

Varfærin tunga og verkafús mund

mun þér verða til hagsælla nytja.

 

Oft má hið smáa til upphefðar ná

ef þú gáir að veginum rétta.

Láttu nú sjá að þú leiðina þá

leggir ávalt um stéttir og kletta.

 

Kæru vinir! Að lokum þetta: Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi!

 

                      Bestu kveðjur  Halldóra.
 


Bloggfærslur 15. júlí 2008

Um bloggið

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Höfundur

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Venjuleg Íslensk kristin kona með áhuga á Bók bókanna, og öllu því sem gleður og fegrar okkur öll.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þegar húsið var rifið.2.september 2008 028

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband