21.7.2008 | 10:09
Laugarvegurinn
Blessuð og sæl!
Það var í kringum 1984 sem ég réði mig í vinnu hjá kirkjunni,til að sjá um æskulyðsstarf á vegum
kirkjunnar á austfjörðum,það var yndislegur tími, og ég minnist hans með gleði! Á þessum árum kynntist ég fullt af góðu fólki, sem ég annars hefði aldrei kynnst, og það er mjög dyrmætt, ungum og gömlum, og ég finn til þakklætis og gleði að hafa kynnst þessu góða fólki.Við sumt af þessu fólki hef ég haldið sambandi æ síðan. Tilefni þessa skrifa er að einum fullorðnum hjónum kynntist ég meira en öðrum,á þessum árum,því þau voru nágrannar mínir. Maðurinn sagði mér frá skemmtilegu atviki úrlífi sínu.Og það var þannig að hann teymdi , sem ungur maður belju, niður Laugarveginn í Reykjavík!.
Erindið sagði hann mér,en því miður man ég það ekki,þó er eins og mér finist það hafa tengst þessari belju. Gömlu göturnar hafa sögu,sem við hin þekkjum kanski ekki,eða höfum ekki heyrt af. Sem barn fór ég til ömmu minnar á Grettisgötunni, og þá var aksturs stefnan öfug við það sem er í dag.
Biblían talar líka um gömlu göturnar. Og segir ; Nemið staðar við vegina og lítist um og spyrjið um gömlu göturnar,hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.
Þú hefur kanski einhverntíma lagt af stað í gönguna með Guði, en svo tókstu einhverja hliðar beygju, og tapaðir sjónum af Drottni. Nú er kominn tími til að spyrja um þessa gömlu götu og fara hana! Á þeim vegi sem tilheyrir Drottni er Drottinn sjálfur í farar broddi, og stefnan er ljós,þeim sem fara þessa leið.Þeir stefna á himininn,á eilífa lífið með Guði. En veistu, að þar er fólk með allskyns bakrunn sem er á þessari leið,en það er ekki spurt um það.En þar er Jesús sem segir við okkur
synduga menn: "Barnið mitt syndir þínar eru þér fyrirgefnar" Og hann segir líka" Ég þekki þig með nafni ,þú ert minn".
Í dag vil ég benda þér á þessa gömlu götu. Henni hefur ekkert verið breytt, hún er alveg eins og áður, og bíður þín. Jesús bíður þín! Hann saknar þín og vill fá þig í sinn hóp á ný. Ef þú stígur þetta skref á móti frelsaranum, stígur hann líka skref á móti þér.Og það sem meira er,hann réttir þér höndina sína, og vill leiða þig, og vera vinur þinn.
Villt þú vera vinur hans?
Bestu kveðjur í kærleika Krists
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 21. júlí 2008
Um bloggið
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Bloggvinir
-
aglow
-
stingi
-
markusth
-
gunnarasgeir
-
arabina
-
arncarol
-
meyfridur
-
baenamaer
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
christiancoaching
-
einargisla
-
fanneyogfjolnir
-
fridrikschram
-
gudnim
-
alit
-
zeriaph
-
drengur
-
eyfeld
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kketils
-
vonin
-
margis
-
mofi
-
olijoe
-
ragnarbjarkarson
-
ragnargests
-
rl
-
rosaadalsteinsdottir
-
sirrycoach
-
snorribetel
-
sur
-
svala-svala
-
svavaralfred
-
hebron
-
tb
-
valdimarjohannesson
-
icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar